Ekki kjörið að stærsta safngripageymsla landsins sé á Völlunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2024 14:04 Harpa Þórsdóttir, þjóðminjavörður, segir að til lengri tíma litið verði að líta til annarra kosta undir stærstu geymslu safngripa hér á landi. Þjóðminjavörður segir að til langs tíma litið þurfi að skoða aðra staðsetningu fyrir stærstu munageymslu þjóðarinnar sem staðsett er á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Hún segir starfsmenn nú hafa mestar áhyggjur af gasmengun vegna jarðhræringa frekar en af hraunrennsli. „Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns Íslands er á Völlunum í Hafnarfirði og þar er fjöldi safngripa Þjóðminjasafnsins varðveittur,“ segir Harpa Þórsdóttir, þjóðminjavörður, í skriflegu svari til Vísis. Hún segir geymsluna í blandaðri byggð, steinsnar frá Reykjanesbrautinni. Þar sé um vinnustöð safnsins að ræða þar sem fjöldi sérfræðinga vinni að staðaldri. Tilefnið eru umræður um geymslur safnsins á samfélagsmiðlinum Facebook á sérstökum umræðuvettvangi um safnafræði. Þar er því velt upp hvort Þjóðminjasafnið verði ekki að grípa til ráðstafanna vegna geymslu safnsins í Vallahverfi í Hafnarfirði, með tilliti til frétta af mögulegum eldsumbrotum og jarðhræringum við hverfið. Stærsta munageymsla þjóðarinnar „Þetta er stærsta munageymsla þjóðarinnar. Megnið af gripum Þjóðminjasafnsins eru varðveittir í Hafnarfirði. Mjög vel er búið að gripum safnsins almennt og miðstöðin markaði mikilvæg tímamót hjá okkur þegar hún var opnuð,“ segir Harpa. Þá hafi Þjóðminjasafnið loksins verið komið með varðveislurými sem svari kröfum um öryggi og réttan aðbúnað. Meðal annars með ólíkri hita-og rakastýringu eftir því hvaða muni sé um að ræða. Húsið sé búið fjölda kerfa og sé mjög sérhæft. Gátu ekki ímyndað sér ógn af völdum jarðhræringa Hafa stjórnendur safnsins hugleitt stöðuna, vegna mögulegra eldgosa eða jarðhræringa og spáð í aðgerðir; hvort jafnvel sé tímabært sé að flytja safnkostinn á öruggari stað? „Miðað við það sem er í gangi núna þá er ljóst að staðsetningin er ekki kjörin. En það er ýmislegt sem getur ógnað mannvirkjum, og það er fjöldi innri og ytri áhættuþátta sem eru vegnir og metnir þegar staðsetning slíkra varðveisluhúsa er valin,“ segir Harpa. Hún nefnir flóð og vatnshættu sem dæmi um það sem horft sé til þegar safngripum séu valdnir geymslustaður. Hún segir húsið sem hýsi safngripina traust. „Á þeim tíma þegar staðsetningin var valin gátu menn ekki ímyndað sér að jarðhræringar færu af stað innan örfárra ára á Reykjanesi. Húsið sem við leigjum undir þessa starfsemi er traust. Tíðir jarðskjálftar hafa ekki haft áhrif á safngripina en með hverju eldgosi eða jarðhræringum dylst hvorki okkur né öðrum hver staðan er,“ segir Harpa. „Almenningur horfir helst á hraunrennsli sem ógn við mannvirki en við höfum gert öryggis- og viðbragðsáætlanir til að bregðast við ýmissi neyð og náttúrhamförum og þar sem miðstöðin okkar er staðsett í svo að segja miðju íbúðarhverfi er alveg ljóst að það mun fara ákveðið viðbragð í gang færist eldvirknin nær. Það þurfa að vera miklar hamfarir til að við getum sagt að munir safnsins séu í bráðri hættu.“ Varðveislu-og rannsóknarmiðstöð Þjóðminjasafns Íslands er í Vallahverfi í Hafnarfirði. Vísir/Sigurjón Hafa haft meiri áhyggjur af gasmengun Harpa segir forstöðumenn safnsins hafa haft meiri áhyggjur af gasmengun eins og staðan sé í dag. Undanfarin eldgos á Reykjanesskaga hafi starfsmenn þurft að innsigla varðveislurýmin og loka öllu aðgengi að þeim. „Vegna þess að til dæmis brennisteinsdíoxíð getur haft slæm áhrif á ákveðna gripaflokka. Síun útilofts sem dælt er inn í rými var efld með bættum búnaði. Gasvakt er virkjuð um leið og gos hefst og fylgst er náið með gasmengun og vindáttum,“ segir Harpa. „Við höfum til dæmis ekki getað opnað varðveislurýmin okkar og boðið almenningi í heimsókn eins og við höfðum ætlað okkur að gera í tilefni af yfirstandandi afmælisári safnsins vegna eldgosanna. Höfum frestað því í bili því náttúran er alltaf að minna á sig.“ Þurfi að skoða aðra staðsetningu Harpa segir Þjóðminjasafnið eiga geymslur annars staðar, meðal annars í samvinnu við safn á Suðurlandi. Einnig séu varðveisluhúsnæði enn nýtt í Kópavogi sem safnið hafi haft um allanga hríð. Hún segir áhættumat á þeim stöðum hafa farið fram. Húsnæðisþörf safnsins sé til stöðugrar skoðunar og gætt að bæði varðveisluskilyrðum og hagkvæmni í þeirri vinnu. „Til langs tíma litið, þarf að skoða aðra staðsetningu fyrir varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafnsins og um það hef ég rætt. Ég sé fyrir mér að höfuðsöfnin færu í sameiginlega varðveislu- og rannsóknamiðstöð en slík dæmi eru til víða. Þessi hús eru mikilvægir vinnustaðir og með því að sameina varðveislumál þessara þriggja safna, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafnsins og Þjóðminjasafnsins væri hægt að skapa öflugan vinnustað forvarða og annarra sérfræðinga, því þarna eru snertifletir þessara stofnana hvað ríkastir. “ Söfn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
„Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns Íslands er á Völlunum í Hafnarfirði og þar er fjöldi safngripa Þjóðminjasafnsins varðveittur,“ segir Harpa Þórsdóttir, þjóðminjavörður, í skriflegu svari til Vísis. Hún segir geymsluna í blandaðri byggð, steinsnar frá Reykjanesbrautinni. Þar sé um vinnustöð safnsins að ræða þar sem fjöldi sérfræðinga vinni að staðaldri. Tilefnið eru umræður um geymslur safnsins á samfélagsmiðlinum Facebook á sérstökum umræðuvettvangi um safnafræði. Þar er því velt upp hvort Þjóðminjasafnið verði ekki að grípa til ráðstafanna vegna geymslu safnsins í Vallahverfi í Hafnarfirði, með tilliti til frétta af mögulegum eldsumbrotum og jarðhræringum við hverfið. Stærsta munageymsla þjóðarinnar „Þetta er stærsta munageymsla þjóðarinnar. Megnið af gripum Þjóðminjasafnsins eru varðveittir í Hafnarfirði. Mjög vel er búið að gripum safnsins almennt og miðstöðin markaði mikilvæg tímamót hjá okkur þegar hún var opnuð,“ segir Harpa. Þá hafi Þjóðminjasafnið loksins verið komið með varðveislurými sem svari kröfum um öryggi og réttan aðbúnað. Meðal annars með ólíkri hita-og rakastýringu eftir því hvaða muni sé um að ræða. Húsið sé búið fjölda kerfa og sé mjög sérhæft. Gátu ekki ímyndað sér ógn af völdum jarðhræringa Hafa stjórnendur safnsins hugleitt stöðuna, vegna mögulegra eldgosa eða jarðhræringa og spáð í aðgerðir; hvort jafnvel sé tímabært sé að flytja safnkostinn á öruggari stað? „Miðað við það sem er í gangi núna þá er ljóst að staðsetningin er ekki kjörin. En það er ýmislegt sem getur ógnað mannvirkjum, og það er fjöldi innri og ytri áhættuþátta sem eru vegnir og metnir þegar staðsetning slíkra varðveisluhúsa er valin,“ segir Harpa. Hún nefnir flóð og vatnshættu sem dæmi um það sem horft sé til þegar safngripum séu valdnir geymslustaður. Hún segir húsið sem hýsi safngripina traust. „Á þeim tíma þegar staðsetningin var valin gátu menn ekki ímyndað sér að jarðhræringar færu af stað innan örfárra ára á Reykjanesi. Húsið sem við leigjum undir þessa starfsemi er traust. Tíðir jarðskjálftar hafa ekki haft áhrif á safngripina en með hverju eldgosi eða jarðhræringum dylst hvorki okkur né öðrum hver staðan er,“ segir Harpa. „Almenningur horfir helst á hraunrennsli sem ógn við mannvirki en við höfum gert öryggis- og viðbragðsáætlanir til að bregðast við ýmissi neyð og náttúrhamförum og þar sem miðstöðin okkar er staðsett í svo að segja miðju íbúðarhverfi er alveg ljóst að það mun fara ákveðið viðbragð í gang færist eldvirknin nær. Það þurfa að vera miklar hamfarir til að við getum sagt að munir safnsins séu í bráðri hættu.“ Varðveislu-og rannsóknarmiðstöð Þjóðminjasafns Íslands er í Vallahverfi í Hafnarfirði. Vísir/Sigurjón Hafa haft meiri áhyggjur af gasmengun Harpa segir forstöðumenn safnsins hafa haft meiri áhyggjur af gasmengun eins og staðan sé í dag. Undanfarin eldgos á Reykjanesskaga hafi starfsmenn þurft að innsigla varðveislurýmin og loka öllu aðgengi að þeim. „Vegna þess að til dæmis brennisteinsdíoxíð getur haft slæm áhrif á ákveðna gripaflokka. Síun útilofts sem dælt er inn í rými var efld með bættum búnaði. Gasvakt er virkjuð um leið og gos hefst og fylgst er náið með gasmengun og vindáttum,“ segir Harpa. „Við höfum til dæmis ekki getað opnað varðveislurýmin okkar og boðið almenningi í heimsókn eins og við höfðum ætlað okkur að gera í tilefni af yfirstandandi afmælisári safnsins vegna eldgosanna. Höfum frestað því í bili því náttúran er alltaf að minna á sig.“ Þurfi að skoða aðra staðsetningu Harpa segir Þjóðminjasafnið eiga geymslur annars staðar, meðal annars í samvinnu við safn á Suðurlandi. Einnig séu varðveisluhúsnæði enn nýtt í Kópavogi sem safnið hafi haft um allanga hríð. Hún segir áhættumat á þeim stöðum hafa farið fram. Húsnæðisþörf safnsins sé til stöðugrar skoðunar og gætt að bæði varðveisluskilyrðum og hagkvæmni í þeirri vinnu. „Til langs tíma litið, þarf að skoða aðra staðsetningu fyrir varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafnsins og um það hef ég rætt. Ég sé fyrir mér að höfuðsöfnin færu í sameiginlega varðveislu- og rannsóknamiðstöð en slík dæmi eru til víða. Þessi hús eru mikilvægir vinnustaðir og með því að sameina varðveislumál þessara þriggja safna, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafnsins og Þjóðminjasafnsins væri hægt að skapa öflugan vinnustað forvarða og annarra sérfræðinga, því þarna eru snertifletir þessara stofnana hvað ríkastir. “
Söfn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira