Ekki kjörið að stærsta safngripageymsla landsins sé á Völlunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2024 14:04 Harpa Þórsdóttir, þjóðminjavörður, segir að til lengri tíma litið verði að líta til annarra kosta undir stærstu geymslu safngripa hér á landi. Þjóðminjavörður segir að til langs tíma litið þurfi að skoða aðra staðsetningu fyrir stærstu munageymslu þjóðarinnar sem staðsett er á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Hún segir starfsmenn nú hafa mestar áhyggjur af gasmengun vegna jarðhræringa frekar en af hraunrennsli. „Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns Íslands er á Völlunum í Hafnarfirði og þar er fjöldi safngripa Þjóðminjasafnsins varðveittur,“ segir Harpa Þórsdóttir, þjóðminjavörður, í skriflegu svari til Vísis. Hún segir geymsluna í blandaðri byggð, steinsnar frá Reykjanesbrautinni. Þar sé um vinnustöð safnsins að ræða þar sem fjöldi sérfræðinga vinni að staðaldri. Tilefnið eru umræður um geymslur safnsins á samfélagsmiðlinum Facebook á sérstökum umræðuvettvangi um safnafræði. Þar er því velt upp hvort Þjóðminjasafnið verði ekki að grípa til ráðstafanna vegna geymslu safnsins í Vallahverfi í Hafnarfirði, með tilliti til frétta af mögulegum eldsumbrotum og jarðhræringum við hverfið. Stærsta munageymsla þjóðarinnar „Þetta er stærsta munageymsla þjóðarinnar. Megnið af gripum Þjóðminjasafnsins eru varðveittir í Hafnarfirði. Mjög vel er búið að gripum safnsins almennt og miðstöðin markaði mikilvæg tímamót hjá okkur þegar hún var opnuð,“ segir Harpa. Þá hafi Þjóðminjasafnið loksins verið komið með varðveislurými sem svari kröfum um öryggi og réttan aðbúnað. Meðal annars með ólíkri hita-og rakastýringu eftir því hvaða muni sé um að ræða. Húsið sé búið fjölda kerfa og sé mjög sérhæft. Gátu ekki ímyndað sér ógn af völdum jarðhræringa Hafa stjórnendur safnsins hugleitt stöðuna, vegna mögulegra eldgosa eða jarðhræringa og spáð í aðgerðir; hvort jafnvel sé tímabært sé að flytja safnkostinn á öruggari stað? „Miðað við það sem er í gangi núna þá er ljóst að staðsetningin er ekki kjörin. En það er ýmislegt sem getur ógnað mannvirkjum, og það er fjöldi innri og ytri áhættuþátta sem eru vegnir og metnir þegar staðsetning slíkra varðveisluhúsa er valin,“ segir Harpa. Hún nefnir flóð og vatnshættu sem dæmi um það sem horft sé til þegar safngripum séu valdnir geymslustaður. Hún segir húsið sem hýsi safngripina traust. „Á þeim tíma þegar staðsetningin var valin gátu menn ekki ímyndað sér að jarðhræringar færu af stað innan örfárra ára á Reykjanesi. Húsið sem við leigjum undir þessa starfsemi er traust. Tíðir jarðskjálftar hafa ekki haft áhrif á safngripina en með hverju eldgosi eða jarðhræringum dylst hvorki okkur né öðrum hver staðan er,“ segir Harpa. „Almenningur horfir helst á hraunrennsli sem ógn við mannvirki en við höfum gert öryggis- og viðbragðsáætlanir til að bregðast við ýmissi neyð og náttúrhamförum og þar sem miðstöðin okkar er staðsett í svo að segja miðju íbúðarhverfi er alveg ljóst að það mun fara ákveðið viðbragð í gang færist eldvirknin nær. Það þurfa að vera miklar hamfarir til að við getum sagt að munir safnsins séu í bráðri hættu.“ Varðveislu-og rannsóknarmiðstöð Þjóðminjasafns Íslands er í Vallahverfi í Hafnarfirði. Vísir/Sigurjón Hafa haft meiri áhyggjur af gasmengun Harpa segir forstöðumenn safnsins hafa haft meiri áhyggjur af gasmengun eins og staðan sé í dag. Undanfarin eldgos á Reykjanesskaga hafi starfsmenn þurft að innsigla varðveislurýmin og loka öllu aðgengi að þeim. „Vegna þess að til dæmis brennisteinsdíoxíð getur haft slæm áhrif á ákveðna gripaflokka. Síun útilofts sem dælt er inn í rými var efld með bættum búnaði. Gasvakt er virkjuð um leið og gos hefst og fylgst er náið með gasmengun og vindáttum,“ segir Harpa. „Við höfum til dæmis ekki getað opnað varðveislurýmin okkar og boðið almenningi í heimsókn eins og við höfðum ætlað okkur að gera í tilefni af yfirstandandi afmælisári safnsins vegna eldgosanna. Höfum frestað því í bili því náttúran er alltaf að minna á sig.“ Þurfi að skoða aðra staðsetningu Harpa segir Þjóðminjasafnið eiga geymslur annars staðar, meðal annars í samvinnu við safn á Suðurlandi. Einnig séu varðveisluhúsnæði enn nýtt í Kópavogi sem safnið hafi haft um allanga hríð. Hún segir áhættumat á þeim stöðum hafa farið fram. Húsnæðisþörf safnsins sé til stöðugrar skoðunar og gætt að bæði varðveisluskilyrðum og hagkvæmni í þeirri vinnu. „Til langs tíma litið, þarf að skoða aðra staðsetningu fyrir varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafnsins og um það hef ég rætt. Ég sé fyrir mér að höfuðsöfnin færu í sameiginlega varðveislu- og rannsóknamiðstöð en slík dæmi eru til víða. Þessi hús eru mikilvægir vinnustaðir og með því að sameina varðveislumál þessara þriggja safna, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafnsins og Þjóðminjasafnsins væri hægt að skapa öflugan vinnustað forvarða og annarra sérfræðinga, því þarna eru snertifletir þessara stofnana hvað ríkastir. “ Söfn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns Íslands er á Völlunum í Hafnarfirði og þar er fjöldi safngripa Þjóðminjasafnsins varðveittur,“ segir Harpa Þórsdóttir, þjóðminjavörður, í skriflegu svari til Vísis. Hún segir geymsluna í blandaðri byggð, steinsnar frá Reykjanesbrautinni. Þar sé um vinnustöð safnsins að ræða þar sem fjöldi sérfræðinga vinni að staðaldri. Tilefnið eru umræður um geymslur safnsins á samfélagsmiðlinum Facebook á sérstökum umræðuvettvangi um safnafræði. Þar er því velt upp hvort Þjóðminjasafnið verði ekki að grípa til ráðstafanna vegna geymslu safnsins í Vallahverfi í Hafnarfirði, með tilliti til frétta af mögulegum eldsumbrotum og jarðhræringum við hverfið. Stærsta munageymsla þjóðarinnar „Þetta er stærsta munageymsla þjóðarinnar. Megnið af gripum Þjóðminjasafnsins eru varðveittir í Hafnarfirði. Mjög vel er búið að gripum safnsins almennt og miðstöðin markaði mikilvæg tímamót hjá okkur þegar hún var opnuð,“ segir Harpa. Þá hafi Þjóðminjasafnið loksins verið komið með varðveislurými sem svari kröfum um öryggi og réttan aðbúnað. Meðal annars með ólíkri hita-og rakastýringu eftir því hvaða muni sé um að ræða. Húsið sé búið fjölda kerfa og sé mjög sérhæft. Gátu ekki ímyndað sér ógn af völdum jarðhræringa Hafa stjórnendur safnsins hugleitt stöðuna, vegna mögulegra eldgosa eða jarðhræringa og spáð í aðgerðir; hvort jafnvel sé tímabært sé að flytja safnkostinn á öruggari stað? „Miðað við það sem er í gangi núna þá er ljóst að staðsetningin er ekki kjörin. En það er ýmislegt sem getur ógnað mannvirkjum, og það er fjöldi innri og ytri áhættuþátta sem eru vegnir og metnir þegar staðsetning slíkra varðveisluhúsa er valin,“ segir Harpa. Hún nefnir flóð og vatnshættu sem dæmi um það sem horft sé til þegar safngripum séu valdnir geymslustaður. Hún segir húsið sem hýsi safngripina traust. „Á þeim tíma þegar staðsetningin var valin gátu menn ekki ímyndað sér að jarðhræringar færu af stað innan örfárra ára á Reykjanesi. Húsið sem við leigjum undir þessa starfsemi er traust. Tíðir jarðskjálftar hafa ekki haft áhrif á safngripina en með hverju eldgosi eða jarðhræringum dylst hvorki okkur né öðrum hver staðan er,“ segir Harpa. „Almenningur horfir helst á hraunrennsli sem ógn við mannvirki en við höfum gert öryggis- og viðbragðsáætlanir til að bregðast við ýmissi neyð og náttúrhamförum og þar sem miðstöðin okkar er staðsett í svo að segja miðju íbúðarhverfi er alveg ljóst að það mun fara ákveðið viðbragð í gang færist eldvirknin nær. Það þurfa að vera miklar hamfarir til að við getum sagt að munir safnsins séu í bráðri hættu.“ Varðveislu-og rannsóknarmiðstöð Þjóðminjasafns Íslands er í Vallahverfi í Hafnarfirði. Vísir/Sigurjón Hafa haft meiri áhyggjur af gasmengun Harpa segir forstöðumenn safnsins hafa haft meiri áhyggjur af gasmengun eins og staðan sé í dag. Undanfarin eldgos á Reykjanesskaga hafi starfsmenn þurft að innsigla varðveislurýmin og loka öllu aðgengi að þeim. „Vegna þess að til dæmis brennisteinsdíoxíð getur haft slæm áhrif á ákveðna gripaflokka. Síun útilofts sem dælt er inn í rými var efld með bættum búnaði. Gasvakt er virkjuð um leið og gos hefst og fylgst er náið með gasmengun og vindáttum,“ segir Harpa. „Við höfum til dæmis ekki getað opnað varðveislurýmin okkar og boðið almenningi í heimsókn eins og við höfðum ætlað okkur að gera í tilefni af yfirstandandi afmælisári safnsins vegna eldgosanna. Höfum frestað því í bili því náttúran er alltaf að minna á sig.“ Þurfi að skoða aðra staðsetningu Harpa segir Þjóðminjasafnið eiga geymslur annars staðar, meðal annars í samvinnu við safn á Suðurlandi. Einnig séu varðveisluhúsnæði enn nýtt í Kópavogi sem safnið hafi haft um allanga hríð. Hún segir áhættumat á þeim stöðum hafa farið fram. Húsnæðisþörf safnsins sé til stöðugrar skoðunar og gætt að bæði varðveisluskilyrðum og hagkvæmni í þeirri vinnu. „Til langs tíma litið, þarf að skoða aðra staðsetningu fyrir varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafnsins og um það hef ég rætt. Ég sé fyrir mér að höfuðsöfnin færu í sameiginlega varðveislu- og rannsóknamiðstöð en slík dæmi eru til víða. Þessi hús eru mikilvægir vinnustaðir og með því að sameina varðveislumál þessara þriggja safna, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafnsins og Þjóðminjasafnsins væri hægt að skapa öflugan vinnustað forvarða og annarra sérfræðinga, því þarna eru snertifletir þessara stofnana hvað ríkastir. “
Söfn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira