Alveg sama um hvaða liði kaupandi Arsenal-hússins haldi með Jón Þór Stefánsson skrifar 2. febrúar 2024 13:39 Í húsinu er að finna sérstakt herbergi tileinkað Arsenal. Frægt blátt hús við Aðalstræti 5 á Akureyri, sem hefur gjarnan verið kennt við enska fótboltaliðið Arsenal, er komið á sölu. Eignin er fjögurra herbergja sérhæð í steyptu tvíbýli og tæplega fimmtíu milljóna verðmiði er settur á það. Fasteignamatið er 47,5 milljónir og brunabótamatið er 55,8 milljónir. Íbúðin skiptist í tvær forstofur, aðalinngang og bakdyrainngang, hol, tvöfalda stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi auk sérgeymslu í kjallara og sameiginlegs þvottahúss og geymslurýmis í kjallara. Líkt og áður segir er húsið oft kennt við knattspyrnustórveldið Arsenal. Ástæðan er sú að húsið er uppfullt af minjagripum, varningi og öðrum munum tengdu Lundúnaliðinu, líkt og sjá má á myndum af fasteigninni. Þó að húsið sé að mestu leiti rautt að innan, þá er það blátt að utan. Í samtali við Vísi segir Sigfríð Ingólfsdóttir, mikill stuðningsmaður Arsenal og eigandi hússins, að sér sé alveg sama með hvaða liði í enska boltanum sá sem kaupir húsið haldi með. Blaðamaður tilkynnti Sigfríði að hann héldi sjálfur með Arsenal og hún brást við með því að spyrja hvernig stórleikur helgarinnar myndi fara. Blaðamaðurinn spáði því að Arsenal myndi bera sigur úr býtum. Sessunautur hans, sem heldur með Liverpool, sagði þá að blaðamaðurinn væri „ruglaður“. Blaðamaðurinn tilkynnti Sigfríði þessi ummæli Liverpool-sessunautarins. „Segðu að hann sé bilaður að halda með Liverpool,“ sagði hún og hló. Þá bætti hún við að þeir sem haldi með Liverpool séu stórskrýtnir. Sjálf spáir hún því að Arsenal vinni leikinn um helgina sem fer fram síðdegis á sunnudag. „Við vinnum þá. Já já. Ég er svo bjartsýn. Það þýðir ekkert annað.“ Arsenal er svo sannarlega í aðalhlutverki. Sigþrúði er samt alveg sama hvort kaupandinn verði Arsenal maður eða ekki. Í fasteignaauglýsingu segir einnig um Arsenal-húsið að úr því sé gott útsýni og að það sé skemmtilega staðsett í Innbænum á Akureyri. Eignin gæti verið sérstaklega spennandi fyrir ísunnendur, en það er staðsett við hlið ísbúðarinnar goðsagnakenndu Brynju. Eldhúsinnréttingin minnir hreinlega á Highbury, gamlan heimavöll Arsenal. Rúmfötin eru líka merkt Arsenal. Árið 2017 fór Arnar Björnsson fréttamaður ásamt tökuliði Stöðvar 2 í heimsókn til Sigfríðar í Arsenal-húsið. Í innslaginu, sem má sjá hér á neðan, var meðal annars minnst á heimiliskött sem var skýrður í höfuðið á knattspyrnustjóranum ástsæla Arsène Wenger, sem stýrði liðinu í 22 ár. Einnig var lögð áhersla á það að í húsinu væri að finna sérherbergi helgað Arsenal. Hús og heimili Enski boltinn Akureyri Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Fasteignamatið er 47,5 milljónir og brunabótamatið er 55,8 milljónir. Íbúðin skiptist í tvær forstofur, aðalinngang og bakdyrainngang, hol, tvöfalda stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi auk sérgeymslu í kjallara og sameiginlegs þvottahúss og geymslurýmis í kjallara. Líkt og áður segir er húsið oft kennt við knattspyrnustórveldið Arsenal. Ástæðan er sú að húsið er uppfullt af minjagripum, varningi og öðrum munum tengdu Lundúnaliðinu, líkt og sjá má á myndum af fasteigninni. Þó að húsið sé að mestu leiti rautt að innan, þá er það blátt að utan. Í samtali við Vísi segir Sigfríð Ingólfsdóttir, mikill stuðningsmaður Arsenal og eigandi hússins, að sér sé alveg sama með hvaða liði í enska boltanum sá sem kaupir húsið haldi með. Blaðamaður tilkynnti Sigfríði að hann héldi sjálfur með Arsenal og hún brást við með því að spyrja hvernig stórleikur helgarinnar myndi fara. Blaðamaðurinn spáði því að Arsenal myndi bera sigur úr býtum. Sessunautur hans, sem heldur með Liverpool, sagði þá að blaðamaðurinn væri „ruglaður“. Blaðamaðurinn tilkynnti Sigfríði þessi ummæli Liverpool-sessunautarins. „Segðu að hann sé bilaður að halda með Liverpool,“ sagði hún og hló. Þá bætti hún við að þeir sem haldi með Liverpool séu stórskrýtnir. Sjálf spáir hún því að Arsenal vinni leikinn um helgina sem fer fram síðdegis á sunnudag. „Við vinnum þá. Já já. Ég er svo bjartsýn. Það þýðir ekkert annað.“ Arsenal er svo sannarlega í aðalhlutverki. Sigþrúði er samt alveg sama hvort kaupandinn verði Arsenal maður eða ekki. Í fasteignaauglýsingu segir einnig um Arsenal-húsið að úr því sé gott útsýni og að það sé skemmtilega staðsett í Innbænum á Akureyri. Eignin gæti verið sérstaklega spennandi fyrir ísunnendur, en það er staðsett við hlið ísbúðarinnar goðsagnakenndu Brynju. Eldhúsinnréttingin minnir hreinlega á Highbury, gamlan heimavöll Arsenal. Rúmfötin eru líka merkt Arsenal. Árið 2017 fór Arnar Björnsson fréttamaður ásamt tökuliði Stöðvar 2 í heimsókn til Sigfríðar í Arsenal-húsið. Í innslaginu, sem má sjá hér á neðan, var meðal annars minnst á heimiliskött sem var skýrður í höfuðið á knattspyrnustjóranum ástsæla Arsène Wenger, sem stýrði liðinu í 22 ár. Einnig var lögð áhersla á það að í húsinu væri að finna sérherbergi helgað Arsenal.
Hús og heimili Enski boltinn Akureyri Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira