Borin út á börum eftir kynlíf en maðurinn sýknaður Árni Sæberg skrifar 1. febrúar 2024 17:13 Héraðsdómur Reykjaness var fjölskipaður í málinu. Tveir héraðsdómarar og einn læknir kváðu upp dóminn. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun og stórfellda líkamsárás, eftir að kona hlaut lífshættulega áverka eftir samfarir við manninn. Sonur konunnar gekk í skrokk á manninum síðar um nóttina í félagi við annan mann. Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi verið ákærður fyrir nauðgun og sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 4. september 2021, á heimili konunnar, eftir að hann og konan hófu samfarir með vilja beggja, beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung þegar hann hafði við hana, án hennar samþykkis, samræði, endaþarmsmök og önnur kynferðismök og stungið hendi sinni langt inn í leggöng hennar, hann hafi haldið henni niðri og haldið samræði og öðrum kynferðismökum áfram þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hennar um að hætta. Af þessu hafi konan hlotið lífshættulega áverka í leggöngum þar sem hún hlaut tvær sárrifur og rifu á slagæð, með virkri slagæðablæðingu sem sauma þurfti fyrir, auk þess sem að hljóta mar á vinstri rasskinn og mar á fótleggi og læri. Í dóminum segir að á spítala hafi konan farið í aðgerð og skurði í leggöngum hennar lokað. Þar hafi hún kveðið manninn hafa nauðgað henni og að hún hyggðist kæra hann. Maðurinn svaf ölvunarsvefni Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem skipaður var tveimur embættisdómurum og einum lækni, segir að samkvæmt frumskýrslu lögreglumanns hafi sjúkraflutningamenn kvatt lögreglu að heimili konunnar. Þegar þangað var komið hafi sjúkraflutningamenn verið komnir með konuna fram á stigagang í sjúkrabörum og á leið með hana á bráðamóttöku Lanspítala vegna blæðinga frá leggöngum. Þar hafi einnig verið kærasta sonar konunnar, sem í dómnum er ávallt kölluð „tengdadóttirin“. Í viðræðum við sjúkraflutningamann hafi komið fram að konan hefði boðið ókunnum manni heim, að sá svæfi ölvunarsvefni inni í íbúðinni, að konan hafi viljað láta vísa honum á dyr og því hefði verið óskað eftir aðstoð lögreglu. Þegar komið var inn í íbúðina hafi mátt sjá blóðug spor frá svefnherbergi inn í eldhús og þar hafi verið blóðblettir á gólfinu með áberandi kekkjum. Sagði manninn ekkert hafa gert konunni Við svo búið hafi lögreglumaður kveikt á búkmyndavél og tekið upp samtöl við konuna, tengdadótturina og sjúkraflutningamann. Sá síðarnefndi hafi haft eftir konunni að hún og maðurinn hefðu komið saman í íbúðina og stundað harkalegt kynlíf sem hafi orsakað blæðingu. Hvorug konan hefði minnst á ofbeldi í því sambandi. „„hún vaknaði sem sagt bara ... og við það að það var að blæða og ... hann er þarna inni“. ... „Hún var bara að hitta manninn í kvöld ... hann var ekkert vondurvið hana, sagði hún, eða neitt svoleiðis sko,“ er haft eftir tengdadótturinni í dóminum. Ráðist á meintan geranda sömu nótt Í dóminum segir að í frumskýrslunni hafi komið fram að skömmu eftir að lögregla yfirgaf vettvang hafi borist tilkynning um líkamsárás á manninn. Árásarmennirnir hafi verið tveir og annar þeirra spurt manninn hvort hann héti [afmáðu nafni] og hvort hann hefði verið heima hjá móður hans. Fyrir dómi bar maðurinn um það að hann hefði verið á á leið heim til sín fótgangandi þegar bifreið bar að og karlmaður spurði hvort hann héti [afmáð] og hafi verið heima hjá móður mannsins. Í kjölfarið hafi sá maður og félagi hans gengið í skrokk á honum og hann meðal annars rifbeinsbrotnað, skaddast á auga og hlotið brot á andlitsbeinum. Kynntust á knæpu Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður mannsins og konunnar hafi í stórum dráttum verið samhljóða um hvernig þau kynntust á veitingastað og aðdraganda þess að þau fóru saman heim til konunnar og hófu þar samfarir í svefnherbergi hennar. Þeim beri og saman um að samfarir hafi í fyrstu verið með fullu samþykki beggja. Tengdadóttirin hafi borið um að hún hafi heyrt læti úr herbergi konunnar og vitað að hún væri að stunda þar kynlíf með einhverjum manni, sem reyndist vera ákærði. Hún hafi ekki verið sjónarvottur að neinum samskiptum mannsins og konunnar í milli og þau því ein til frásagnar um hvað gerðist í svefnherberginu. Þótt margt beri á milli í þeirri frásögn hafi þau verið samhljóða um að maðurinn hafi dvalið á heimili konunnar í um eða yfir tvær klukkustundir og þau verið allan eða nær allan tímann inni í herbergi hennar. Maðurinn hafi tekið harkalega á henni og „hjakkast“ Í dóminum segir að konan hafi fyrir dómi borið á sama veg og hjá lögreglu um fyrstu kynni sín af manninum á knæpunni, sagt þau hafa ákveðið að fara heim til hennar og stunda kynlíf, þau farið þar rakleitt inn í svefnherbergi hennar og haft samfarir. „Svo endaði þetta alveg hrikalega og ég veit ekki hvað,“ hafi verið næstu orð konunnar. Hún hafi kveðið manninn hafa notað hendur sínar svo henni blæddi undan, hún beðið hann að hætta en hann ekki gert það og virst vera alveg sama. Maðurinn hafi svo farið fram og náð í handklæði og svo haldið áfram eftir það. Að lokum hafi konan verið hálfrænulaus og haldið að hún myndi deyja í rúminu. Konan hafi kveðist halda að þau hafi verið í herberginu í um það bil tvær klukkustundir, allt verið í lagi í fyrstu og samfarir átt sér stað með hennar samþykki, en þær síðan breyst úr „venjulegu kynlífi“ yfir í harkalegt ofbeldi og maðurinn ekki viljað hætta. Hún hafi kveðist muna að hún „flaut í blóði“ og þegar það gerðist hafi maðuinn verið að hjakka í leggöngum hennar og hún séð að hönd hans var alblóðug. Konan hafi kveðist hafa reynt að kalla á hjálp en fyrrverandi „tengdadóttir“ hennar hefði áður stillt sjónvarpið svo hátt að hún heyrði ekki í konunni þrátt fyrir rosaleg læti í henni og manninum, sem hafi verið mjög harkalegur. „Bull og viðbjóður“ og „haugalygi“. Í dóminum segir að maðurinn hafi fyrir dómi lýst kynnum þeirra konunnar með sama hætti og hún. Frásögn hans af því sem gerðist í svefnherberginu hafi hins vegar verið allt önnur en konunnar. Þau hafi farið inn í svefnherbergið, þar hafi þau hjálpast að við að klæða sig úr fötum, konan þó klætt sig úr að ofan, hann svo kysst hana niður eftir líkama, klætt hana úr nærbuxum, sleikt píku hennar og rass og þau byrjað samfarir „á fullu“ um leggöng. Þau hafi síðan tekið sér pásu, farið á salernið og hann fengið sér sígarettu. Konan hafi rætt við einhvern í síma, tekið mynd af sér og manninum í eldhúsinu og sent viðmælanda gegnum Snapchat. Síðan hafi þau farið aftur inn í herbergi, fyrst setið þar á rúminu og spjallað og það þróast út í kynmök. hann hafi fljótlega þreyst og vitað að hann myndi ekki fá fullnægingu, konan spurt um þetta og viljað að hann fengi fullnægingu, en hann sagt það engu skipta; hann fengi aldrei fullnægingu þegar hann væri fullur. Undir lok samfara hafi konan svo lagst á fjóra fætur í rúminu, hann staðið á gólfinu fyrir aftan, sett lim sinn inn í leggöng hennar aftan frá, byrjað þannig að „hjakka á fullu“, um leið sett þumalfingur inn í endaþarm hennar og fundist eins og hann gæti jafnvel fengið það. Á sama tíma hafi konan hljómað eins og hún væri að fara að fá það „svakalega mikið“ og hann um sama leyti fundið fyrir bleytu í klofinu. Þegar hann leit niður hafi hann séð blóð, hann þá snarhætt samförum, sagt „það er byrjað að blæða“ og dregið liminn út úr leggöngum. Framburður konunnar hjá lögreglu um kynferðislegt ofbeldi og öskur í 30-45 mínútur á meðan hann nauðgaði henni í leggöng og endaþarm hafi verið borin undir manninn og hann sagt að sú frásögn væri „bull og viðbjóður“ og „haugalygi“. Hann hafi staðhæft að konan hafi aldrei beðið hann að hætta samförum eða öðrum kynmökum og honum fundist sem á honum hvíldi einhver kvöð að fá fullnægingu. Framburður mannsins stöðugur en kvennanna ekki Í dóminum segir að ekki yrði á það fallist með ákæruvaldinu að framburður konunnar hjá lögreglu og fyrir dómi væri stöðugur og skýr um sakarefni máls og aðra atburðarás á heimili hennar. Frásögn hennar þyki þvert á móti einkar óljós og ruglingsleg og gæti um margt innra ósamræmis í framburði hennar, svo sem um hvort og hvernig maðurinn hafi rifið utan af henni fötin, hvernig kynferðismökum vatt fram, hvenær blæða tók úr leggöngum hennar og hvort ákærði hafi hjakkað með fingrum og höndum í leggöngum bæði fyrir og eftir að hann sótti fyrir hana handklæði fram á baðherbergi til að þurrka blóð frá leggöngum. Konunni og manninum beri saman um að hann hafi dvalið á heimili hennar í um eða yfir tvær klukkustundir og konan staðhæfi að þau hafi verið inni í svefnherbergi hennar allan tímann án þess að hlé yrði á kynferðismökum. Ef marka má þann framburð þyki með nokkrum ólíkindum að blóð hafi byrjað að streyma frá leggöngum brotaþola eftir 30-45 mínútna kynferðismök og maðurinn eftir það haft við hana ofbeldisfull og blóðug kynmök í rúma klukkustund án þess að brotaþoli brygðist við, til dæmis með því að fara sjálf fram að sækja handklæði eða öskra á hjálp þegar maðurinn brá sér fram. Þá þyki sá framburður konunnar með ólíkindum að hún hafi öskrað og kallað viðstöðulaust á hjálp í 30-45 mínútur án þess að tengdadóttirn heyrði til og brygðist við slíkum hrópum. „Þegar við þetta bætist sú staðreynd að fyrstu tilsvör brotaþola á vettvangi voru þau að ákærði hefði ekkert gert á hennar hlut og blætt hafi frá leggöngum hennar í kjölfar harkalegs kynlífs þeirra í milli og að sú frásögn samrýmist því sem haft var eftir brotaþola sömu nótt við innlagnarskráningu á LSH, er það mat dómsins að svo mikið skorti á skýrleika og samræmi í frásögn brotaþola að skerði sönnunargildi framburðar hennar.“ Þá segir í dóminum að lítið samræmi hafi verið í framburði tengdadótturinnar hjá lögreglu og fyrir dómi. Framburður hennar fyrir dómi hafi verið í hrópandi andstöðu við fyrri frásögn hennar og ekki studdur öðrum gögnum. Hann sé að áliti dómsins afar ótrúverðugur og að engu hafandi við úrlausn málsins, ákærða í óhag. Breyttur framburður tengdadótturinn sé þvert á móti til þess fallinn að rýra sönnunarstöðu ákæruvaldsins. Hins vegar segir um framburð mannsins að hann hafi verið stöðugur og trúverðugur. Ekki loku fyrir það skotið að áverkarnir hafi orðið vegna eðlilegs kynlífs Í dóminum segir að með vísan til vitnisburðar þriggja sérfræðilækna sé það álit dómsins, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, að ekki væri loku skotið fyrir að greindir áverkar í leggöngum konunnar hafi orðið til við kröftugar samfarir mannsins um leggöng konunnar og/eða við það að hann ræki fingur langt inn í leggöng hennar, með þeim hætti og undir þeim kringumstæðum sem hann hefði borið fyrir dómi. „Að því gættu og með vísan til trúverðugs framburðar ákærða fyrir dómi, sem og þess að ekkert er fram komið í málinu sem hnekkir þeim framburði eða veikir svo nokkru nemi, ber gegn eindreginni neitun ákærða að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins.“ Í dómsorði segir að maðurinn sé sýkn af kröfum ákæruvaldsins um refsingu, bótakröfu konunnar vísað frá dómi og ríkissjóður greiði allan sakarkostnað, alls rúmlega fjórar milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi verið ákærður fyrir nauðgun og sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 4. september 2021, á heimili konunnar, eftir að hann og konan hófu samfarir með vilja beggja, beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung þegar hann hafði við hana, án hennar samþykkis, samræði, endaþarmsmök og önnur kynferðismök og stungið hendi sinni langt inn í leggöng hennar, hann hafi haldið henni niðri og haldið samræði og öðrum kynferðismökum áfram þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hennar um að hætta. Af þessu hafi konan hlotið lífshættulega áverka í leggöngum þar sem hún hlaut tvær sárrifur og rifu á slagæð, með virkri slagæðablæðingu sem sauma þurfti fyrir, auk þess sem að hljóta mar á vinstri rasskinn og mar á fótleggi og læri. Í dóminum segir að á spítala hafi konan farið í aðgerð og skurði í leggöngum hennar lokað. Þar hafi hún kveðið manninn hafa nauðgað henni og að hún hyggðist kæra hann. Maðurinn svaf ölvunarsvefni Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem skipaður var tveimur embættisdómurum og einum lækni, segir að samkvæmt frumskýrslu lögreglumanns hafi sjúkraflutningamenn kvatt lögreglu að heimili konunnar. Þegar þangað var komið hafi sjúkraflutningamenn verið komnir með konuna fram á stigagang í sjúkrabörum og á leið með hana á bráðamóttöku Lanspítala vegna blæðinga frá leggöngum. Þar hafi einnig verið kærasta sonar konunnar, sem í dómnum er ávallt kölluð „tengdadóttirin“. Í viðræðum við sjúkraflutningamann hafi komið fram að konan hefði boðið ókunnum manni heim, að sá svæfi ölvunarsvefni inni í íbúðinni, að konan hafi viljað láta vísa honum á dyr og því hefði verið óskað eftir aðstoð lögreglu. Þegar komið var inn í íbúðina hafi mátt sjá blóðug spor frá svefnherbergi inn í eldhús og þar hafi verið blóðblettir á gólfinu með áberandi kekkjum. Sagði manninn ekkert hafa gert konunni Við svo búið hafi lögreglumaður kveikt á búkmyndavél og tekið upp samtöl við konuna, tengdadótturina og sjúkraflutningamann. Sá síðarnefndi hafi haft eftir konunni að hún og maðurinn hefðu komið saman í íbúðina og stundað harkalegt kynlíf sem hafi orsakað blæðingu. Hvorug konan hefði minnst á ofbeldi í því sambandi. „„hún vaknaði sem sagt bara ... og við það að það var að blæða og ... hann er þarna inni“. ... „Hún var bara að hitta manninn í kvöld ... hann var ekkert vondurvið hana, sagði hún, eða neitt svoleiðis sko,“ er haft eftir tengdadótturinni í dóminum. Ráðist á meintan geranda sömu nótt Í dóminum segir að í frumskýrslunni hafi komið fram að skömmu eftir að lögregla yfirgaf vettvang hafi borist tilkynning um líkamsárás á manninn. Árásarmennirnir hafi verið tveir og annar þeirra spurt manninn hvort hann héti [afmáðu nafni] og hvort hann hefði verið heima hjá móður hans. Fyrir dómi bar maðurinn um það að hann hefði verið á á leið heim til sín fótgangandi þegar bifreið bar að og karlmaður spurði hvort hann héti [afmáð] og hafi verið heima hjá móður mannsins. Í kjölfarið hafi sá maður og félagi hans gengið í skrokk á honum og hann meðal annars rifbeinsbrotnað, skaddast á auga og hlotið brot á andlitsbeinum. Kynntust á knæpu Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður mannsins og konunnar hafi í stórum dráttum verið samhljóða um hvernig þau kynntust á veitingastað og aðdraganda þess að þau fóru saman heim til konunnar og hófu þar samfarir í svefnherbergi hennar. Þeim beri og saman um að samfarir hafi í fyrstu verið með fullu samþykki beggja. Tengdadóttirin hafi borið um að hún hafi heyrt læti úr herbergi konunnar og vitað að hún væri að stunda þar kynlíf með einhverjum manni, sem reyndist vera ákærði. Hún hafi ekki verið sjónarvottur að neinum samskiptum mannsins og konunnar í milli og þau því ein til frásagnar um hvað gerðist í svefnherberginu. Þótt margt beri á milli í þeirri frásögn hafi þau verið samhljóða um að maðurinn hafi dvalið á heimili konunnar í um eða yfir tvær klukkustundir og þau verið allan eða nær allan tímann inni í herbergi hennar. Maðurinn hafi tekið harkalega á henni og „hjakkast“ Í dóminum segir að konan hafi fyrir dómi borið á sama veg og hjá lögreglu um fyrstu kynni sín af manninum á knæpunni, sagt þau hafa ákveðið að fara heim til hennar og stunda kynlíf, þau farið þar rakleitt inn í svefnherbergi hennar og haft samfarir. „Svo endaði þetta alveg hrikalega og ég veit ekki hvað,“ hafi verið næstu orð konunnar. Hún hafi kveðið manninn hafa notað hendur sínar svo henni blæddi undan, hún beðið hann að hætta en hann ekki gert það og virst vera alveg sama. Maðurinn hafi svo farið fram og náð í handklæði og svo haldið áfram eftir það. Að lokum hafi konan verið hálfrænulaus og haldið að hún myndi deyja í rúminu. Konan hafi kveðist halda að þau hafi verið í herberginu í um það bil tvær klukkustundir, allt verið í lagi í fyrstu og samfarir átt sér stað með hennar samþykki, en þær síðan breyst úr „venjulegu kynlífi“ yfir í harkalegt ofbeldi og maðurinn ekki viljað hætta. Hún hafi kveðist muna að hún „flaut í blóði“ og þegar það gerðist hafi maðuinn verið að hjakka í leggöngum hennar og hún séð að hönd hans var alblóðug. Konan hafi kveðist hafa reynt að kalla á hjálp en fyrrverandi „tengdadóttir“ hennar hefði áður stillt sjónvarpið svo hátt að hún heyrði ekki í konunni þrátt fyrir rosaleg læti í henni og manninum, sem hafi verið mjög harkalegur. „Bull og viðbjóður“ og „haugalygi“. Í dóminum segir að maðurinn hafi fyrir dómi lýst kynnum þeirra konunnar með sama hætti og hún. Frásögn hans af því sem gerðist í svefnherberginu hafi hins vegar verið allt önnur en konunnar. Þau hafi farið inn í svefnherbergið, þar hafi þau hjálpast að við að klæða sig úr fötum, konan þó klætt sig úr að ofan, hann svo kysst hana niður eftir líkama, klætt hana úr nærbuxum, sleikt píku hennar og rass og þau byrjað samfarir „á fullu“ um leggöng. Þau hafi síðan tekið sér pásu, farið á salernið og hann fengið sér sígarettu. Konan hafi rætt við einhvern í síma, tekið mynd af sér og manninum í eldhúsinu og sent viðmælanda gegnum Snapchat. Síðan hafi þau farið aftur inn í herbergi, fyrst setið þar á rúminu og spjallað og það þróast út í kynmök. hann hafi fljótlega þreyst og vitað að hann myndi ekki fá fullnægingu, konan spurt um þetta og viljað að hann fengi fullnægingu, en hann sagt það engu skipta; hann fengi aldrei fullnægingu þegar hann væri fullur. Undir lok samfara hafi konan svo lagst á fjóra fætur í rúminu, hann staðið á gólfinu fyrir aftan, sett lim sinn inn í leggöng hennar aftan frá, byrjað þannig að „hjakka á fullu“, um leið sett þumalfingur inn í endaþarm hennar og fundist eins og hann gæti jafnvel fengið það. Á sama tíma hafi konan hljómað eins og hún væri að fara að fá það „svakalega mikið“ og hann um sama leyti fundið fyrir bleytu í klofinu. Þegar hann leit niður hafi hann séð blóð, hann þá snarhætt samförum, sagt „það er byrjað að blæða“ og dregið liminn út úr leggöngum. Framburður konunnar hjá lögreglu um kynferðislegt ofbeldi og öskur í 30-45 mínútur á meðan hann nauðgaði henni í leggöng og endaþarm hafi verið borin undir manninn og hann sagt að sú frásögn væri „bull og viðbjóður“ og „haugalygi“. Hann hafi staðhæft að konan hafi aldrei beðið hann að hætta samförum eða öðrum kynmökum og honum fundist sem á honum hvíldi einhver kvöð að fá fullnægingu. Framburður mannsins stöðugur en kvennanna ekki Í dóminum segir að ekki yrði á það fallist með ákæruvaldinu að framburður konunnar hjá lögreglu og fyrir dómi væri stöðugur og skýr um sakarefni máls og aðra atburðarás á heimili hennar. Frásögn hennar þyki þvert á móti einkar óljós og ruglingsleg og gæti um margt innra ósamræmis í framburði hennar, svo sem um hvort og hvernig maðurinn hafi rifið utan af henni fötin, hvernig kynferðismökum vatt fram, hvenær blæða tók úr leggöngum hennar og hvort ákærði hafi hjakkað með fingrum og höndum í leggöngum bæði fyrir og eftir að hann sótti fyrir hana handklæði fram á baðherbergi til að þurrka blóð frá leggöngum. Konunni og manninum beri saman um að hann hafi dvalið á heimili hennar í um eða yfir tvær klukkustundir og konan staðhæfi að þau hafi verið inni í svefnherbergi hennar allan tímann án þess að hlé yrði á kynferðismökum. Ef marka má þann framburð þyki með nokkrum ólíkindum að blóð hafi byrjað að streyma frá leggöngum brotaþola eftir 30-45 mínútna kynferðismök og maðurinn eftir það haft við hana ofbeldisfull og blóðug kynmök í rúma klukkustund án þess að brotaþoli brygðist við, til dæmis með því að fara sjálf fram að sækja handklæði eða öskra á hjálp þegar maðurinn brá sér fram. Þá þyki sá framburður konunnar með ólíkindum að hún hafi öskrað og kallað viðstöðulaust á hjálp í 30-45 mínútur án þess að tengdadóttirn heyrði til og brygðist við slíkum hrópum. „Þegar við þetta bætist sú staðreynd að fyrstu tilsvör brotaþola á vettvangi voru þau að ákærði hefði ekkert gert á hennar hlut og blætt hafi frá leggöngum hennar í kjölfar harkalegs kynlífs þeirra í milli og að sú frásögn samrýmist því sem haft var eftir brotaþola sömu nótt við innlagnarskráningu á LSH, er það mat dómsins að svo mikið skorti á skýrleika og samræmi í frásögn brotaþola að skerði sönnunargildi framburðar hennar.“ Þá segir í dóminum að lítið samræmi hafi verið í framburði tengdadótturinnar hjá lögreglu og fyrir dómi. Framburður hennar fyrir dómi hafi verið í hrópandi andstöðu við fyrri frásögn hennar og ekki studdur öðrum gögnum. Hann sé að áliti dómsins afar ótrúverðugur og að engu hafandi við úrlausn málsins, ákærða í óhag. Breyttur framburður tengdadótturinn sé þvert á móti til þess fallinn að rýra sönnunarstöðu ákæruvaldsins. Hins vegar segir um framburð mannsins að hann hafi verið stöðugur og trúverðugur. Ekki loku fyrir það skotið að áverkarnir hafi orðið vegna eðlilegs kynlífs Í dóminum segir að með vísan til vitnisburðar þriggja sérfræðilækna sé það álit dómsins, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, að ekki væri loku skotið fyrir að greindir áverkar í leggöngum konunnar hafi orðið til við kröftugar samfarir mannsins um leggöng konunnar og/eða við það að hann ræki fingur langt inn í leggöng hennar, með þeim hætti og undir þeim kringumstæðum sem hann hefði borið fyrir dómi. „Að því gættu og með vísan til trúverðugs framburðar ákærða fyrir dómi, sem og þess að ekkert er fram komið í málinu sem hnekkir þeim framburði eða veikir svo nokkru nemi, ber gegn eindreginni neitun ákærða að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins.“ Í dómsorði segir að maðurinn sé sýkn af kröfum ákæruvaldsins um refsingu, bótakröfu konunnar vísað frá dómi og ríkissjóður greiði allan sakarkostnað, alls rúmlega fjórar milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira