Ágúst Eðvald: Veit alveg hvað í mér býr Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2024 09:00 Ágúst Eðvald kann vel við sig í Kaupmannahöfn. Akademisk Boldklub Gladsaxe Ágúst Eðvald Hlynsson samdi nýverið við AB Gladsaxe sem spilar í C-deildinni í Danmörku. Hann segir að ekki sé um að ræða skrif niður á við frá Breiðabliki þar sem hann spilaði á síðasta ári en nýir eigendur AB stefna hátt og er Ágúst Eðvald spenntur að vera hluti af því verkefni. „Ég heyrði af áhuga AB í október eða nóvember, var ekki mikið að velta þessu fyrir mér þá. Svo þegar tímabilið var búið þá sýndu þeir enn áhuga, þá leyfði ég mér að skoða þetta með umboðsmanninum mínum. Þetta þróaðist svo í þátt átt að ég endaði á að koma til þeirra, skoða aðstæður og svona.“ „Ég hugsa þetta þannig að um er að ræða lið með mikla sögu. Það eru nýir eigendur, keyptu félagið fyrir tæplega árið síðan. Eru að setja mikið inn í félagið, það er að ég held ekki einn leikmaður hjá félaginu í dag sem var þar þegar þeir tóku við því. Svo er verið að sækja leikmenn alls staðar að, mjög alþjóðlegt umhverfi.“ View this post on Instagram A post shared by Akademisk Boldklub Gladsaxe (@abfodbold) „Maður finnur að það er alvöru verkefni í gangi þarna, það er aðalástæðan fyrir að ég stökk á þetta. Fór út að skoða aðstæður, sá hversu metnaðarfullt félagið er og hvað það ætlar sér að gera þegar fram líða sundir.“ Á flakki undanfarin ár Hinn 23 ára gamli Ágúst Eðvald hefur verið á töluverðu flakki undanfarin ár en það á sér eðlilega útskýringu. „Eftir tímabilið 2020 er ég keyptur til AC Horsens í efstu deild Danmerkur. Það gerist síðan að þjálfarinn sem fær mig inn er látinn fara nokkrum leikjum eftir að ég kem til félagsins. Ég passa svo ekki í formúlu nýja þjálfarans og fer á lán til FH.“ „Þar gekk mér nægilega vel til að vera kallaður til baka. Leið samt ekki nægilega vel og fannst þetta ekki gott umhverfi fyrir mig. Fer svo í Val á láni og sem svo við Breiðablik fyrir síðustu leiktíð.“ „Tel mig hafa verið heppinn, maður lærir ekkert eðlilega mikið í þeim félögum sem ég hef verið í á Íslandi.“ „Ég veit alveg hvað í mér býr, er heppinn á fá þetta tækifæri í Danmörku en fyrir mér er þetta win-win. Ef ég spila vel og liðinu gengur vel förum við upp um deild sem er hrikalega sterkt. Ég er fyrst og fremst að hugsa um að hjálpa félaginu að komast upp um deild, svo tökum við stöðuna.“ View this post on Instagram A post shared by Akademisk Boldklub Gladsaxe (@abfodbold) „Að vera atvinnumaður í Kaupmannahöfn og spila á velli sem tekur 14 þúsund manns er bara ævintýri.“ Að lokum var Ágúst Eðvald spurður út í yngri bróðir sinn, Kristian Nökkva. Sá hefur átt frábært tímabil með Ajax í Hollandi. Kristian Nökkvi Hlynsson fagnar einu af mörkum sínum fyrir Ajax í vetur.Getty Images/Jeroen van den Berg „Myndi ekki segja að ég hafi kennt honum allt sem hann kann. Við ólumst tveir upp saman og vorum alltaf að naggast í hvor öðrum, hvort sem það var út á velli eða heima. Hann fékk líka alltaf að koma með okkur út á völl þrátt fyrir að vera mun yngri. Þar var honum tekið sem jafningja svo ég bombaði hann niður við öll tækifæri,“ sagði Ágúst Eðvald hlæjandi. „Er samt gjörsamlega geðveikt að sjá hversu vel honum gengur. Hann er á frábærum stað og það er rosalegt að sjá hversu langt hann er kominn miðað við aldur. Ég er ekkert eðlilega stoltur af honum.“ Fótbolti Breiðablik Danski boltinn Besta deild karla Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
„Ég heyrði af áhuga AB í október eða nóvember, var ekki mikið að velta þessu fyrir mér þá. Svo þegar tímabilið var búið þá sýndu þeir enn áhuga, þá leyfði ég mér að skoða þetta með umboðsmanninum mínum. Þetta þróaðist svo í þátt átt að ég endaði á að koma til þeirra, skoða aðstæður og svona.“ „Ég hugsa þetta þannig að um er að ræða lið með mikla sögu. Það eru nýir eigendur, keyptu félagið fyrir tæplega árið síðan. Eru að setja mikið inn í félagið, það er að ég held ekki einn leikmaður hjá félaginu í dag sem var þar þegar þeir tóku við því. Svo er verið að sækja leikmenn alls staðar að, mjög alþjóðlegt umhverfi.“ View this post on Instagram A post shared by Akademisk Boldklub Gladsaxe (@abfodbold) „Maður finnur að það er alvöru verkefni í gangi þarna, það er aðalástæðan fyrir að ég stökk á þetta. Fór út að skoða aðstæður, sá hversu metnaðarfullt félagið er og hvað það ætlar sér að gera þegar fram líða sundir.“ Á flakki undanfarin ár Hinn 23 ára gamli Ágúst Eðvald hefur verið á töluverðu flakki undanfarin ár en það á sér eðlilega útskýringu. „Eftir tímabilið 2020 er ég keyptur til AC Horsens í efstu deild Danmerkur. Það gerist síðan að þjálfarinn sem fær mig inn er látinn fara nokkrum leikjum eftir að ég kem til félagsins. Ég passa svo ekki í formúlu nýja þjálfarans og fer á lán til FH.“ „Þar gekk mér nægilega vel til að vera kallaður til baka. Leið samt ekki nægilega vel og fannst þetta ekki gott umhverfi fyrir mig. Fer svo í Val á láni og sem svo við Breiðablik fyrir síðustu leiktíð.“ „Tel mig hafa verið heppinn, maður lærir ekkert eðlilega mikið í þeim félögum sem ég hef verið í á Íslandi.“ „Ég veit alveg hvað í mér býr, er heppinn á fá þetta tækifæri í Danmörku en fyrir mér er þetta win-win. Ef ég spila vel og liðinu gengur vel förum við upp um deild sem er hrikalega sterkt. Ég er fyrst og fremst að hugsa um að hjálpa félaginu að komast upp um deild, svo tökum við stöðuna.“ View this post on Instagram A post shared by Akademisk Boldklub Gladsaxe (@abfodbold) „Að vera atvinnumaður í Kaupmannahöfn og spila á velli sem tekur 14 þúsund manns er bara ævintýri.“ Að lokum var Ágúst Eðvald spurður út í yngri bróðir sinn, Kristian Nökkva. Sá hefur átt frábært tímabil með Ajax í Hollandi. Kristian Nökkvi Hlynsson fagnar einu af mörkum sínum fyrir Ajax í vetur.Getty Images/Jeroen van den Berg „Myndi ekki segja að ég hafi kennt honum allt sem hann kann. Við ólumst tveir upp saman og vorum alltaf að naggast í hvor öðrum, hvort sem það var út á velli eða heima. Hann fékk líka alltaf að koma með okkur út á völl þrátt fyrir að vera mun yngri. Þar var honum tekið sem jafningja svo ég bombaði hann niður við öll tækifæri,“ sagði Ágúst Eðvald hlæjandi. „Er samt gjörsamlega geðveikt að sjá hversu vel honum gengur. Hann er á frábærum stað og það er rosalegt að sjá hversu langt hann er kominn miðað við aldur. Ég er ekkert eðlilega stoltur af honum.“
Fótbolti Breiðablik Danski boltinn Besta deild karla Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira