Lést viku eftir frumsýningu Útkalls: „Hann var svo þakklátur að fá að faðma bjargvættinn sinn“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 07:00 Ingvi Hallgrímsson var einn af skipbrotsmönnunum á Dísarfelli, sem sökk á milli Íslands og Færeyja þann 9. mars 1997. Skjáskot „Í vikunni sem Ingvi lést hringdi hann í mig til að segja mér hvað honum fannst þátturinn koma vel út og hvað það hafði mikla þýðingu fyrir hann að hafa fengið óvænt að hitta Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra. „Bjargvætturinn minn,“ sagði hann hrærður þegar hann faðmaði Benna,“ segir Óttar Sveinsson, stjórnandi Útkallsþáttanna á Vísi. Fyrir skömmu var sýndur þáttur um það þegar Dísarfell, skip Samskipa, sökk á milli Færeyja og Íslands í mars árið 1997. Þar kom fram að Ingvi Hallgrímsson var einn eftir í sjónum, og þyrlan TF-LÍF lögð af stað til Íslands, þegar uppgötvaðist að hann vantaði. Þá upphófst mikið kapphlaup við tímann við að finna Ingva og bjarga honum. Útför Ingva fór fram í gær en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 20. janúar síðastliðinn. Ingvi starfaði lengi hjá Kaupfélaginu í Búðardal og síðar fyrir Samskip þar sem hann sigldi með Dísarfellinu og eftir það var hann á viðgerðarverkstæði Samskipa. Ákvað að koma Ingva á óvart „Ég minnist Ingva með mikilli hlýju. Ég tók við hann viðtal fyrir bókina sem kom út árið 1997 – nokkrum mánuðum eftir að Dísarfellið sökk. Leiðir okkar lágu svo saman í nóvember síðastliðnum þegar við vorum að taka upp Útkallsþættina fyrir Vísi. Ingvi var fyrst heldur tregur til að koma í viðtal en kom samt,“ segir Óttar. Það var stutt í tárin þegar þeir Ingvi og Benóný voru sameinaðir á ný í fyrsta skiptið síðan 1997 í þætti Útkalls nú á dögunum.Skjáskot „Ég lofaði honum að hann yrði ánægður þegar hann færi heim. Ég var þá búinn að ákveða nokkuð sem hann vissi ekki af. Þegar leið á upptökuna vorum við Heiðar Aðalbjörnsson framleiðandi búnir að undirbúa að koma honum og Valdimari Sigþórssyni, félaga hans af Dísarfellinu, á óvart með því að leiða Benóný þyrluflugstjóra óvænt inn.“ Þegar þremenningarnir hittust svo fengu allir gæsahúð og gleðitár á hvarm. Svo innilegt var augnablikið. Ég mun aldrei gleyma því hvað þetta gaf þremenningunum mikið. Það er svo mikilvægt að fá að þakka fyrir lífsbjörg og líka að taka við þakklæti. „Ingvi hringdi svo í mig þegar þátturinn hafði verið sýndur, alsæll og þakklátur. Honum fannst þetta koma svo vel út. Mér brá því mikið þegar frændi hans, Birgir Óskarsson, önnur söguhetja úr Útkallsbókunum, ættaður úr Búðardal eins og Ingvi, hringdi í mig fjórum dögum eftir símtalið þar sem hann sagði mér að Ingvi hefði orðið bráðkvaddur. Ég votta aðstandendum mína innilegustu samúð. Ingvi var einstaklega svipsterkur og fallegur persónuleiki,“ segir Óttar. Útkallsþættirnir eru sýndir á Vísi á sunnudögum. Horfa má á alla Útkallsþættina á Vísi hér fyrir neðan: Útkall Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Fyrir skömmu var sýndur þáttur um það þegar Dísarfell, skip Samskipa, sökk á milli Færeyja og Íslands í mars árið 1997. Þar kom fram að Ingvi Hallgrímsson var einn eftir í sjónum, og þyrlan TF-LÍF lögð af stað til Íslands, þegar uppgötvaðist að hann vantaði. Þá upphófst mikið kapphlaup við tímann við að finna Ingva og bjarga honum. Útför Ingva fór fram í gær en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 20. janúar síðastliðinn. Ingvi starfaði lengi hjá Kaupfélaginu í Búðardal og síðar fyrir Samskip þar sem hann sigldi með Dísarfellinu og eftir það var hann á viðgerðarverkstæði Samskipa. Ákvað að koma Ingva á óvart „Ég minnist Ingva með mikilli hlýju. Ég tók við hann viðtal fyrir bókina sem kom út árið 1997 – nokkrum mánuðum eftir að Dísarfellið sökk. Leiðir okkar lágu svo saman í nóvember síðastliðnum þegar við vorum að taka upp Útkallsþættina fyrir Vísi. Ingvi var fyrst heldur tregur til að koma í viðtal en kom samt,“ segir Óttar. Það var stutt í tárin þegar þeir Ingvi og Benóný voru sameinaðir á ný í fyrsta skiptið síðan 1997 í þætti Útkalls nú á dögunum.Skjáskot „Ég lofaði honum að hann yrði ánægður þegar hann færi heim. Ég var þá búinn að ákveða nokkuð sem hann vissi ekki af. Þegar leið á upptökuna vorum við Heiðar Aðalbjörnsson framleiðandi búnir að undirbúa að koma honum og Valdimari Sigþórssyni, félaga hans af Dísarfellinu, á óvart með því að leiða Benóný þyrluflugstjóra óvænt inn.“ Þegar þremenningarnir hittust svo fengu allir gæsahúð og gleðitár á hvarm. Svo innilegt var augnablikið. Ég mun aldrei gleyma því hvað þetta gaf þremenningunum mikið. Það er svo mikilvægt að fá að þakka fyrir lífsbjörg og líka að taka við þakklæti. „Ingvi hringdi svo í mig þegar þátturinn hafði verið sýndur, alsæll og þakklátur. Honum fannst þetta koma svo vel út. Mér brá því mikið þegar frændi hans, Birgir Óskarsson, önnur söguhetja úr Útkallsbókunum, ættaður úr Búðardal eins og Ingvi, hringdi í mig fjórum dögum eftir símtalið þar sem hann sagði mér að Ingvi hefði orðið bráðkvaddur. Ég votta aðstandendum mína innilegustu samúð. Ingvi var einstaklega svipsterkur og fallegur persónuleiki,“ segir Óttar. Útkallsþættirnir eru sýndir á Vísi á sunnudögum. Horfa má á alla Útkallsþættina á Vísi hér fyrir neðan:
Útkall Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira