Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2024 11:34 Frá Keflavíkurflugvelli, þar sem var fámennt í morgun. Vísir/Vilhelm Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. Þetta má sjá á vef Keflavíkurflugvallar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að enginn sé nú á Keflavíkurflugvelli. Að öðru leyti sé það flugfélaga að taka ákvarðanir um breytingar á flugtímum. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi frá 11:00 í dag til 19:00 í kvöld. Tuttugu flugferðum sem væntanlegar voru til landsins frá kl. 09:50 til 15:55 hefur verið seinkað. Áætluð koma flestra flugferða er nú um klukkan 17:00 til 19:00. Er um að ræða ferðir á vegum Wizz Air, EasyJet, Play og Icelandair svo einhver flugfélög séu nefnd á nöfn. Sex flugferðum frá landinu hefur verið seinkað. Um er að ræða flugferðir sem fara áttu frá landinu um hádegisbil, frá 10:45 til 14:25, meðal annars á vegum Wizz Air, EasyJet og Tui Airways. Áætlaðar brottfarir þeirra eru nú frá 19:10 og allt þar til klukkan 02:05 í nótt. Röskun innanlands Þá hefur veðurspáin einnig haft áhrif á innanlandsflug, að því er má sjá á vef Reykjavíkurflugvallar. Flugferðum til og frá Ísafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum hefur verið aflýst. Flugferðum síðdegis hefur auk þess verið frestað. Flugvél frá Reykjavík til Akureyrar sem lenda átti klukkan 17:30 er nú ekki áætluð til Reykjavíkur fyrr en klukkan 19:00. Að sama skapi er áætluð brottför flugvélar sem átti að fara kl. 15:30 til Akureyrar nú áætluð klukkan 17:00. Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Þetta má sjá á vef Keflavíkurflugvallar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að enginn sé nú á Keflavíkurflugvelli. Að öðru leyti sé það flugfélaga að taka ákvarðanir um breytingar á flugtímum. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi frá 11:00 í dag til 19:00 í kvöld. Tuttugu flugferðum sem væntanlegar voru til landsins frá kl. 09:50 til 15:55 hefur verið seinkað. Áætluð koma flestra flugferða er nú um klukkan 17:00 til 19:00. Er um að ræða ferðir á vegum Wizz Air, EasyJet, Play og Icelandair svo einhver flugfélög séu nefnd á nöfn. Sex flugferðum frá landinu hefur verið seinkað. Um er að ræða flugferðir sem fara áttu frá landinu um hádegisbil, frá 10:45 til 14:25, meðal annars á vegum Wizz Air, EasyJet og Tui Airways. Áætlaðar brottfarir þeirra eru nú frá 19:10 og allt þar til klukkan 02:05 í nótt. Röskun innanlands Þá hefur veðurspáin einnig haft áhrif á innanlandsflug, að því er má sjá á vef Reykjavíkurflugvallar. Flugferðum til og frá Ísafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum hefur verið aflýst. Flugferðum síðdegis hefur auk þess verið frestað. Flugvél frá Reykjavík til Akureyrar sem lenda átti klukkan 17:30 er nú ekki áætluð til Reykjavíkur fyrr en klukkan 19:00. Að sama skapi er áætluð brottför flugvélar sem átti að fara kl. 15:30 til Akureyrar nú áætluð klukkan 17:00.
Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29
Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21