Komst ekki á samgöngufund vegna samgöngutruflana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2024 19:50 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Arnar Íbúafundi um samgöngur við Vestmannaeyjar, sem fyrirhugaður var í kvöld, hefur verið aflýst. Ástæðan er sú að flugi innviðaráðherra var aflýst. Bæjarstjórinn lætur kaldhæðnina í því ekki fram hjá sér fara. Í stuttri tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli lands og Eyja hafi verið með þeim hætti í dag að þær „hentuðu ekki ráðherranum“. Ráðherrann sem vísað er til er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. „Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið til Eyja í morgun. Ráðherrann hafði ætlað sér að koma með flugi kl 17 en því var aflýst vegna veðurs,“ segir einnig í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, hafi komið til Eyja með Herjólfi frá Þorlákshöfn í morgun. „[E]ngu að síður þykir rétt að fresta fundinum úr því að hinn pólitíski ábyrgðarmaður samgangnanna getur ekki sótt hann. Fundurinn verður auglýstur þegar ný tímasetning hefur fundist.“ Landeyjahöfn brennur á íbúum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir tíma hafa verið kominn á milliliðalaust samtal við ráðherrann. „Og samgöngur komu í veg fyrir það í dag. Það er einmitt það sem við vildum ræða, af því staðan hefur ekki verið góð og það er löngu kominn tími til að taka á því máli,“ sagði Íris í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það sem brenni helst á íbúum bæjarins í þessum efnum sé að Landeyjahöfn virki ekki sem heilsárssamgönguhöfn fyrir Vestmannaeyinga. „Hún er lokuð núna, dýpkun gengur illa og við vildum bara taka þetta samtal upp við ráðherrann og heyra hvað ráðamenn þjóðarinnar vilja gera til þess að tryggja þessar samgöngur sem okkur var lofað.“ Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Bjartsýn á göngin Mestu máli skipti að tryggja að höfnin verði opin, ef hún eigi að þjóna framtíðarsamgöngum Vestmannaeyinga. Íris segist vita að Sigurður Ingi sé viljugur til að koma til fundar og ræða málin. „En þetta er ákveðin kaldhæðni, staðan sem kom upp í dag. En svo er framtíðarmúsíkin auðvitað að við viljum láta klára gangnapælingar fyrir Eyjar. En ég er bjartsýn á það og vonast til þess að ráðamenn komi með einhver ráð og hugmyndir, einhverja sýn á framtíðina fyrir okkur.“ Íris segist bjartsýn á að göng til Vestmannaeyja geti orðið að veruleika. Ef þau séu yfir höfuð framkvæmanleg, þá séu þau þjóðhagslega hagkvæm. „Það er svo margt sem spilar inn í það. Innviðirnir okkar sem yrðu í göngunum og svo yrði þetta bara allt annað líf fyrir okkur.“ Vestmannaeyjar Samgöngur Landeyjahöfn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Í stuttri tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli lands og Eyja hafi verið með þeim hætti í dag að þær „hentuðu ekki ráðherranum“. Ráðherrann sem vísað er til er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. „Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið til Eyja í morgun. Ráðherrann hafði ætlað sér að koma með flugi kl 17 en því var aflýst vegna veðurs,“ segir einnig í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, hafi komið til Eyja með Herjólfi frá Þorlákshöfn í morgun. „[E]ngu að síður þykir rétt að fresta fundinum úr því að hinn pólitíski ábyrgðarmaður samgangnanna getur ekki sótt hann. Fundurinn verður auglýstur þegar ný tímasetning hefur fundist.“ Landeyjahöfn brennur á íbúum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir tíma hafa verið kominn á milliliðalaust samtal við ráðherrann. „Og samgöngur komu í veg fyrir það í dag. Það er einmitt það sem við vildum ræða, af því staðan hefur ekki verið góð og það er löngu kominn tími til að taka á því máli,“ sagði Íris í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það sem brenni helst á íbúum bæjarins í þessum efnum sé að Landeyjahöfn virki ekki sem heilsárssamgönguhöfn fyrir Vestmannaeyinga. „Hún er lokuð núna, dýpkun gengur illa og við vildum bara taka þetta samtal upp við ráðherrann og heyra hvað ráðamenn þjóðarinnar vilja gera til þess að tryggja þessar samgöngur sem okkur var lofað.“ Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Bjartsýn á göngin Mestu máli skipti að tryggja að höfnin verði opin, ef hún eigi að þjóna framtíðarsamgöngum Vestmannaeyinga. Íris segist vita að Sigurður Ingi sé viljugur til að koma til fundar og ræða málin. „En þetta er ákveðin kaldhæðni, staðan sem kom upp í dag. En svo er framtíðarmúsíkin auðvitað að við viljum láta klára gangnapælingar fyrir Eyjar. En ég er bjartsýn á það og vonast til þess að ráðamenn komi með einhver ráð og hugmyndir, einhverja sýn á framtíðina fyrir okkur.“ Íris segist bjartsýn á að göng til Vestmannaeyja geti orðið að veruleika. Ef þau séu yfir höfuð framkvæmanleg, þá séu þau þjóðhagslega hagkvæm. „Það er svo margt sem spilar inn í það. Innviðirnir okkar sem yrðu í göngunum og svo yrði þetta bara allt annað líf fyrir okkur.“
Vestmannaeyjar Samgöngur Landeyjahöfn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10