Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Kári Mímisson skrifar 30. janúar 2024 23:40 Grindvíkingar unnu góðan sigur í kvöld. vísir/vilhelm Grindavík tók á móti Stjörnunni í 18. umferð Subway-deildar kvenna nú í kvöld. Þetta var lokaleikur deildarinnar áður en henni verður skipt upp í A deild og B deild. Fyrir leikinn voru Grindvíkingar í þriðja sæti með 20 stig á meðan gestirnir úr Garðabæ sátu sæti neðar með 18 stig. Svo fór að lokum að Grindavík vann átta stiga sigur eftir afar skemmtilega leik. Lokatölur hér í Smáranum 80-72 Leikurinn fór hægt af stað í dag en það voru Grindvíkingar sem skoruðu fyrstu stig leiksins og gáfu tóninn strax. Gestirnir úr Garðabæ áttu í vandræðum sóknarlega en það var helst hin unga Ísold Sævarsdóttir sem gerði sig líklega við körfuna í upphafi leiks. Dagný Lísa Davíðsdóttir lauk svo fyrsta leikhluta á eitt stykki flautu þrist og kom Grindavík í 19-8. En gestirnir úr Garðabæ gáfust ekki upp og byrjuðu á því að skora fyrstu sjö stig annars leikhluta og komust fljótlega yfir 23-24 eftir að þær Katarzyna Trzeciak og Denia Davis-Stewart komu inn á og gjörbreyttu leik liðsins. Grindvíkingar svöruðu þó þessu áhlaupi vel og náðu aftur tökunum á leiknum og ekki hjálpaði það þegar Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar náði sér svo í algjörlega óþarfa tæknivillu þegar hann ákvað að fara að ræða aðeins við dómara leiksins, eftir þær samræður ákvað hann svo að lemja duglega í sætið sitt og uppskar fyrir vikið tæknivillu. Staðan í hálfleik 38-31 fyrir Grindavík. Áfram voru það gulklæddar Grindavíkurstúlkur sem voru betri aðili leiksins í upphafi seinni hálfleiks með þær Eve Braslis og Dani Rodriquez sjóðheitar. Liðinu gekk þó illa að hrista af sér sprækar Stjörnustúlkur sem áttu sína kafla. Grindvíkingar virtust vera að gera út um leikinn í upphafi fjórða leikhluta þegar þær skoruðu fyrstu 10 stig leikhlutans og komust í leiðinni 20 stigum yfir, 71-51. Stjörnustúlkur klóruðu þó í bakkann undir lokin og minnkuðu þetta niður í 9 stig þegar Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði þrjú af sínum 22 stigum sínum í kvöld en nær komust þær ekki og svo fór að lokum að Grindavík vann átta stiga sigur hér í kvöld. Lokatölur í Smáranum 80-72. Dani Rodriquez var stigahæst hjá Grindvíkingum með 20 stig og þær Eve Braslis og Hulda Björk Ólafsdóttir fylgdu fast á eftir með 18 stig hvor. Hjá gestunum var það Kolbrún María Ármannsdóttir sem var stigahæst með 22 stig eins og áður segir en á eftir henni var það Ísold Sævarsdóttir með 16 stig. Af hverju vann Grindavík? Varnarlega voru þær töluvert betri í dag og það var greinilegur munur á köflum hvað Stjarnan þurfti að hafa fyrir öllum sínum körfum á meðan Grindvíkingar fengu eina og eina þægilega. Liðið byrjaði svo fjórða leikhluta á því að skora 10 stig í röð og komst 20 stigum yfir sem reyndist fara ansi langt með þetta. Hverjar stóðu upp úr? Kolbrún María var frábær í dag fyrir gestina og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Hjá heimakonum voru það Dani Rodriquez og Eve Braslis frábærar og sömuleiðis Hulda Björk sem setti öll sín þriggja stiga skot niður í dag. Denia Davis-Stewart reif niður 15 fráköst fyrir Stjörnuna og þá var Sarah Sofie Mortensen með 14 fráköst fyrir Grindavík. Hvað gekk illa? Leikur Stjörnunnar var ákaflega kaflaskiptur í dag og lægðirnar eru enn of miklar hjá liðinu. Hæðirnar eru aftur á móti mjög háar sömuleiðis og því er það nokkuð ljóst að ef liðið nær að vera aðeins stöðugra þá geta þær unnið hvaða lið sem er í þessari deild. Hvað gerist næst? Við erum á leið í tvískiptingu í þessar deild í fyrsta sinn og það verður spennandi að sjá hvernig það verður. Bæði Stjarnan og Grindavík verða í A hlutanum og hafa þar með tryggt sig í úrslitakeppnina nú í vor. „Vissulega má segja að þetta hafi komist full nálægt okkur hér í lokin“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur með sigurinn í kvöld. Hann sagðist vera afar ánægður með varnarleik liðsins en hefði viljað hafa skotnýtinguna betri. „Þetta var frábær liðssigur hjá okkur í dag. Stjarnan er hörkulið sem heldur alltaf áfram. Við vorum ekki að hitta neitt rosalega vel í dag en vorum þó að koma okkur í fín færi. Ég er sérstaklega ánægður með vörnina í þriðja og fjórða leikhluta.“ Grindavík byrjaði fjórða leikhluta mjög vel og skoraði 10 fyrstu stig leikhlutans. Liðið missti þó aðeins dampinn eftir það og Stjarnan átti góðan kafla þar sem liðið minnkaði muninn niður í 9 stig þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir. Þorleifur segist vera stoltur af sínum konum fyrir að klára leikinn gegn sterku liði Stjörnunnar sem gefist aldrei upp. „Stjarnan er bara frábært lið með mjög ungar og efnilega stelpur sem berjast alveg til enda. Vissulega má segja að þetta hafi komist full nálægt okkur hér í lokin en ég er stoltur af liðinu mínu að klára þetta.“ Tvískiptingin að hefjast núna, hvernig leggst hún í þig? „Þetta leggst bara allt í lagi í mig. Deildin er nú samt miklu jafnari en margir þorðu að halda svo það hefði nú verið alveg í lagi að hafa þetta eins. En þetta er bara fyrirkomulagið og við erum að fara núna í átta hörku leiki.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Stjarnan
Grindavík tók á móti Stjörnunni í 18. umferð Subway-deildar kvenna nú í kvöld. Þetta var lokaleikur deildarinnar áður en henni verður skipt upp í A deild og B deild. Fyrir leikinn voru Grindvíkingar í þriðja sæti með 20 stig á meðan gestirnir úr Garðabæ sátu sæti neðar með 18 stig. Svo fór að lokum að Grindavík vann átta stiga sigur eftir afar skemmtilega leik. Lokatölur hér í Smáranum 80-72 Leikurinn fór hægt af stað í dag en það voru Grindvíkingar sem skoruðu fyrstu stig leiksins og gáfu tóninn strax. Gestirnir úr Garðabæ áttu í vandræðum sóknarlega en það var helst hin unga Ísold Sævarsdóttir sem gerði sig líklega við körfuna í upphafi leiks. Dagný Lísa Davíðsdóttir lauk svo fyrsta leikhluta á eitt stykki flautu þrist og kom Grindavík í 19-8. En gestirnir úr Garðabæ gáfust ekki upp og byrjuðu á því að skora fyrstu sjö stig annars leikhluta og komust fljótlega yfir 23-24 eftir að þær Katarzyna Trzeciak og Denia Davis-Stewart komu inn á og gjörbreyttu leik liðsins. Grindvíkingar svöruðu þó þessu áhlaupi vel og náðu aftur tökunum á leiknum og ekki hjálpaði það þegar Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar náði sér svo í algjörlega óþarfa tæknivillu þegar hann ákvað að fara að ræða aðeins við dómara leiksins, eftir þær samræður ákvað hann svo að lemja duglega í sætið sitt og uppskar fyrir vikið tæknivillu. Staðan í hálfleik 38-31 fyrir Grindavík. Áfram voru það gulklæddar Grindavíkurstúlkur sem voru betri aðili leiksins í upphafi seinni hálfleiks með þær Eve Braslis og Dani Rodriquez sjóðheitar. Liðinu gekk þó illa að hrista af sér sprækar Stjörnustúlkur sem áttu sína kafla. Grindvíkingar virtust vera að gera út um leikinn í upphafi fjórða leikhluta þegar þær skoruðu fyrstu 10 stig leikhlutans og komust í leiðinni 20 stigum yfir, 71-51. Stjörnustúlkur klóruðu þó í bakkann undir lokin og minnkuðu þetta niður í 9 stig þegar Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði þrjú af sínum 22 stigum sínum í kvöld en nær komust þær ekki og svo fór að lokum að Grindavík vann átta stiga sigur hér í kvöld. Lokatölur í Smáranum 80-72. Dani Rodriquez var stigahæst hjá Grindvíkingum með 20 stig og þær Eve Braslis og Hulda Björk Ólafsdóttir fylgdu fast á eftir með 18 stig hvor. Hjá gestunum var það Kolbrún María Ármannsdóttir sem var stigahæst með 22 stig eins og áður segir en á eftir henni var það Ísold Sævarsdóttir með 16 stig. Af hverju vann Grindavík? Varnarlega voru þær töluvert betri í dag og það var greinilegur munur á köflum hvað Stjarnan þurfti að hafa fyrir öllum sínum körfum á meðan Grindvíkingar fengu eina og eina þægilega. Liðið byrjaði svo fjórða leikhluta á því að skora 10 stig í röð og komst 20 stigum yfir sem reyndist fara ansi langt með þetta. Hverjar stóðu upp úr? Kolbrún María var frábær í dag fyrir gestina og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Hjá heimakonum voru það Dani Rodriquez og Eve Braslis frábærar og sömuleiðis Hulda Björk sem setti öll sín þriggja stiga skot niður í dag. Denia Davis-Stewart reif niður 15 fráköst fyrir Stjörnuna og þá var Sarah Sofie Mortensen með 14 fráköst fyrir Grindavík. Hvað gekk illa? Leikur Stjörnunnar var ákaflega kaflaskiptur í dag og lægðirnar eru enn of miklar hjá liðinu. Hæðirnar eru aftur á móti mjög háar sömuleiðis og því er það nokkuð ljóst að ef liðið nær að vera aðeins stöðugra þá geta þær unnið hvaða lið sem er í þessari deild. Hvað gerist næst? Við erum á leið í tvískiptingu í þessar deild í fyrsta sinn og það verður spennandi að sjá hvernig það verður. Bæði Stjarnan og Grindavík verða í A hlutanum og hafa þar með tryggt sig í úrslitakeppnina nú í vor. „Vissulega má segja að þetta hafi komist full nálægt okkur hér í lokin“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur með sigurinn í kvöld. Hann sagðist vera afar ánægður með varnarleik liðsins en hefði viljað hafa skotnýtinguna betri. „Þetta var frábær liðssigur hjá okkur í dag. Stjarnan er hörkulið sem heldur alltaf áfram. Við vorum ekki að hitta neitt rosalega vel í dag en vorum þó að koma okkur í fín færi. Ég er sérstaklega ánægður með vörnina í þriðja og fjórða leikhluta.“ Grindavík byrjaði fjórða leikhluta mjög vel og skoraði 10 fyrstu stig leikhlutans. Liðið missti þó aðeins dampinn eftir það og Stjarnan átti góðan kafla þar sem liðið minnkaði muninn niður í 9 stig þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir. Þorleifur segist vera stoltur af sínum konum fyrir að klára leikinn gegn sterku liði Stjörnunnar sem gefist aldrei upp. „Stjarnan er bara frábært lið með mjög ungar og efnilega stelpur sem berjast alveg til enda. Vissulega má segja að þetta hafi komist full nálægt okkur hér í lokin en ég er stoltur af liðinu mínu að klára þetta.“ Tvískiptingin að hefjast núna, hvernig leggst hún í þig? „Þetta leggst bara allt í lagi í mig. Deildin er nú samt miklu jafnari en margir þorðu að halda svo það hefði nú verið alveg í lagi að hafa þetta eins. En þetta er bara fyrirkomulagið og við erum að fara núna í átta hörku leiki.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti