Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. janúar 2024 13:01 Til stendur að bjóða út vinnu við Fossvogsbrú á árinu. Efla Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. Þar segir meðal annars að áætluð heildarupphæð í fyrirhuguðum útboðum verklegra framkvæmda þeirra tíu opinberra aðila sem taka þátt á Útboðsþingi 2024 nemi á þessu ári samtals 204 milljörðum króna. Það sé meira en tvöföldun á raunverulegum útboðum síðasta árs þegar heildarútboð námu 89 milljörðum króna. Segir í greiningu SI að það skýrist helst af því að ekki hafi orðið af stórum hluta útboða sem kynnt voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á síðasta ári. Fram kemur að í fyrra hafi verið boðið út verkefni fyrir 88 milljarða, en fyrirhuguðu útboð námu 173 milljörðum. Segir SI að þetta sé mikill munur, sem undirstriki að áform um útboð sem boðið séu á þinginu séu ekki föst í hendi. Þeim beri að taka með fyrirvara en áréttað er að verkefni sem fara í útboð á árinu geta komið til framkvæmda á næstu árum. Útboðsþing SI fer fram á Grand hótel í dag. Á þinginu kynna tíu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu. Þrír aðilar umfangsmestir Fram kemur að umfangsmestu útboð þessa árs boði Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Landsvirkjun fyrirhugar útboð fyrir hundrað milljarða króna á þessu ári. Á síðasta ári námu raunútboð Landsvirkjunar aðeins 500 milljónum króna. Þá kemur fram í tilkynningu SI að útboð sem boðuð hafi verið af Landsvirkjun á síðasta ári að fjárhæð 46 milljarða króna hafi ekki gengið eftir vegna tafa á leyfisveitingum framkvæmda. Landsvirkjun áætlar að þau verkefni verði þar af leiðandi boðin út á þessu ári til viðbótar við ný verkefni. Þá áformar Vegagerðin útboð fyrir um 25 milljarða króna á árinu. Það er lækkun frá fyrirhuguðum útboðum á síðastliðnu ári þegar stofnunin stefndi á að bjóða út verkefni fyrir um 35 milljara króna en útboð fyrir 30 milljarða raungerðust á árinu. Fossvogsbrú og Nýr Landspítali Á höfuðborgarsvæðinu áformar Vegagerðin að bjóða út vinnu við Fossvogsbrú á þessu ári í gegnum Samgöngusáttmálann auk annars áfanga við Kjalarnes, útboðsverkefni sem metin eru á rétt tæplega ellefu milljarða króna. Umfangsmestu útboð stofnunarinnar utan höfuðborgarsvæðisins verða á Vesturlandi þar sem sex verkefni verða boðin út fyrir 7,5 milljarða. Nýr Landspítali stefnir á að bjóða út verkefni fyrir 21,5 milljarða króna á árinu. Það er nokkur aukning frá því sem boðað var á síðasta ári þegar áætlanir gerðu ráð fyrir verkefni um sextán milljarða króna yrðu boðin út. Helstu verkefni til útboðs á vegum Nýs Landspítala eru þakfrágangur og innri frágangur meðferðarkjarna, uppsteypa og utanhússfrágangur á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands auk gatna-, veitna- og lóðagerðar við Hringbraut. Þá er stefnt á að bjóða út tvö verkefni vegna nýbyggingar Grensáss og fullnaðarhönnunarverkefni vegna Sjúkrahúss Akureyrar. Byggingariðnaður Rekstur hins opinbera Fossvogsbrú Vegagerð Landsvirkjun Landspítalinn Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Þar segir meðal annars að áætluð heildarupphæð í fyrirhuguðum útboðum verklegra framkvæmda þeirra tíu opinberra aðila sem taka þátt á Útboðsþingi 2024 nemi á þessu ári samtals 204 milljörðum króna. Það sé meira en tvöföldun á raunverulegum útboðum síðasta árs þegar heildarútboð námu 89 milljörðum króna. Segir í greiningu SI að það skýrist helst af því að ekki hafi orðið af stórum hluta útboða sem kynnt voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á síðasta ári. Fram kemur að í fyrra hafi verið boðið út verkefni fyrir 88 milljarða, en fyrirhuguðu útboð námu 173 milljörðum. Segir SI að þetta sé mikill munur, sem undirstriki að áform um útboð sem boðið séu á þinginu séu ekki föst í hendi. Þeim beri að taka með fyrirvara en áréttað er að verkefni sem fara í útboð á árinu geta komið til framkvæmda á næstu árum. Útboðsþing SI fer fram á Grand hótel í dag. Á þinginu kynna tíu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu. Þrír aðilar umfangsmestir Fram kemur að umfangsmestu útboð þessa árs boði Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Landsvirkjun fyrirhugar útboð fyrir hundrað milljarða króna á þessu ári. Á síðasta ári námu raunútboð Landsvirkjunar aðeins 500 milljónum króna. Þá kemur fram í tilkynningu SI að útboð sem boðuð hafi verið af Landsvirkjun á síðasta ári að fjárhæð 46 milljarða króna hafi ekki gengið eftir vegna tafa á leyfisveitingum framkvæmda. Landsvirkjun áætlar að þau verkefni verði þar af leiðandi boðin út á þessu ári til viðbótar við ný verkefni. Þá áformar Vegagerðin útboð fyrir um 25 milljarða króna á árinu. Það er lækkun frá fyrirhuguðum útboðum á síðastliðnu ári þegar stofnunin stefndi á að bjóða út verkefni fyrir um 35 milljara króna en útboð fyrir 30 milljarða raungerðust á árinu. Fossvogsbrú og Nýr Landspítali Á höfuðborgarsvæðinu áformar Vegagerðin að bjóða út vinnu við Fossvogsbrú á þessu ári í gegnum Samgöngusáttmálann auk annars áfanga við Kjalarnes, útboðsverkefni sem metin eru á rétt tæplega ellefu milljarða króna. Umfangsmestu útboð stofnunarinnar utan höfuðborgarsvæðisins verða á Vesturlandi þar sem sex verkefni verða boðin út fyrir 7,5 milljarða. Nýr Landspítali stefnir á að bjóða út verkefni fyrir 21,5 milljarða króna á árinu. Það er nokkur aukning frá því sem boðað var á síðasta ári þegar áætlanir gerðu ráð fyrir verkefni um sextán milljarða króna yrðu boðin út. Helstu verkefni til útboðs á vegum Nýs Landspítala eru þakfrágangur og innri frágangur meðferðarkjarna, uppsteypa og utanhússfrágangur á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands auk gatna-, veitna- og lóðagerðar við Hringbraut. Þá er stefnt á að bjóða út tvö verkefni vegna nýbyggingar Grensáss og fullnaðarhönnunarverkefni vegna Sjúkrahúss Akureyrar.
Byggingariðnaður Rekstur hins opinbera Fossvogsbrú Vegagerð Landsvirkjun Landspítalinn Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira