Segir áform um eldriborgarabyggð úr takti við öll framtíðarplön bæjarins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2024 13:25 Sigurbjörg Erla segir kynningu Ásdísar bæjarstjóra á málinu ekki viðeigandi í ljósi þess að málið sé ekki afgreitt. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi Píarata í Kópavogi segist hafa rekið upp stór augu þegar fréttir birtust af því fyrir helgi að bærinn hefði áform um að reisa byggð fyrir aldraða í Gunnarshólma. Mikið hafi verið deilt um málið í bæjarráði og enn eigi eftir að afgreiða það hjá bæjarstjórn. Greint var frá því í fréttum á fimmtudag í síðustu viku að bæjarráð Kópavogs hefði samþykkt að byggja upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma, norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Jörðin Gunnarshólmi er innan bæjarmarka Kópavogs en langt frá ystu byggð og er í eigu Aflvaka. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir ekki hafa ríkt samstöðu um málið innan bæjarráðs en þar sem trúnaður hafi ríkt um málið hafi umræða ekki farið fram utan funda ráðsins. „Við vildum frekar vísa þessu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn til að opna á umræðuna og afgreiða þetta þar. Þetta er risastórt mál sem þarfnast umræðu og mér finnst mjög óviðeigandi að bæjarstjórinn sé þegar farinn að mæta í myndatöku með fjárfestum og í viðtöl á Bylgjunni að kynna verkefnið. Það á enn eftir að afgreiða málið í bæjarstjórn,“ segir Sigurbjörg í samtali við fréttastofu. Hún vísar til þess að Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka, mættu til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í gær til að kynna verkefnið. Þá fylgdi af oddvitum meirihlutans í Kópavogi og fulltrúum Aflvaka fréttatilkynningu um afgreiðslu málsins í bæjarráði, sem var send fjölmiðlum síðastliðinn fimmtudag. „Þessi hugmynd víkur frá öllum grunnprinsippum okkar í skipulagi, bæði í aðalskipulagi Kópavogs og heildarskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Öll áhersla hefur verið að byggja innan þessara vaxtamarka og hafa byggð blandaða - ólíka aldursdreifingu, þjóðfélagshópa og allt þar á milli innan sama hverfisins,“ segir Sigurbjörg. „Það er talið félagslega best og besta nýtingin á öllum innviðum. Þessi tillaga víkur frá öllum prinsippum, bara til að gæta sérhagsmuna landeigenda. Þetta er beitarland sem þeir kaupa langt fyrir utan byggðina og þeir vilja nú fá leyfi til að byggja þar til að hámarka gróðann. Það er ekkert þarna, ekkert samgöngukerfi, ekkert veitukerfi. Þetta er tveggja klukkustunda gangur frá ystu byggð Kópavogs.“ Hverfi fyrir einsleita hópa gefist ekki vel Hún segir hugmyndina að byggðinni ekki koma innan úr stjórnkerfi Kópavogs heldur frá fjárfestunum sem keyptu Gunnarshólma. „Þetta hefði aldrei komið úr stjórnkerfi Kópavogs því þetta er ekki í neinu samræmi við það sem við höfum sett okkur að gera til framtíðar. Þetta er bara fyrir þá til að hámarka gróðann. Það er ekki verið að tala um að færa vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins aðeins út til að bæta við byggðina. Þetta land er mjög einangrað,“ segir Sigurbjörg. „Við ættum út frá okkar bestu vitund um samfélagslegan bata að einblína á að færa kynslóðirnar saman frekar en að stía þeim í sundur. Það gefst almennt ekki vel að hanna svona hverfi, fyrir einsleita hópa, eins og þarna á að gera.“ Vonar að nágrannasveitarfélög komi í veg fyrir uppbygginguna Málið verður til umfjöllunar hjá bæjarstjórn Kópavogs 13. febrúar næstkomandi. Sigurbjörg segir fólk verða að muna að málið hafi ekki verið samþykkt, þrátt fyrir að bæjarstjórinn sé farinn að kynna hugmyndina með fjárfestum fyrir alþjóð. „Sem er fáránlegt. Hún er hinum megin við borðið að fara að afgreiða þetta mál. Svo er hún komin í einhverja kynningarherferð með fjárfestunum. Þessar hugmyndir eru ekki unnar á forsendum íbúanna heldur eingöngu á forsendum fjárfestanna,“ segir hún. Hefurðu trú á því að úr þessu verði? „Það lítur út fyrir að meirihlutinn sé fylgjandi þessu þannig að ég óttast að það verði raunin. En vaxtamörkin eru samkomulag allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þetta er líka á vatnsverndarsvæði. Ég bind vonir við að sveitarfélögin í kring um okkur komi í veg fyrir að af þessu geti orðið.“ Kópavogur Eldri borgarar Byggðamál Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Greint var frá því í fréttum á fimmtudag í síðustu viku að bæjarráð Kópavogs hefði samþykkt að byggja upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma, norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Jörðin Gunnarshólmi er innan bæjarmarka Kópavogs en langt frá ystu byggð og er í eigu Aflvaka. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir ekki hafa ríkt samstöðu um málið innan bæjarráðs en þar sem trúnaður hafi ríkt um málið hafi umræða ekki farið fram utan funda ráðsins. „Við vildum frekar vísa þessu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn til að opna á umræðuna og afgreiða þetta þar. Þetta er risastórt mál sem þarfnast umræðu og mér finnst mjög óviðeigandi að bæjarstjórinn sé þegar farinn að mæta í myndatöku með fjárfestum og í viðtöl á Bylgjunni að kynna verkefnið. Það á enn eftir að afgreiða málið í bæjarstjórn,“ segir Sigurbjörg í samtali við fréttastofu. Hún vísar til þess að Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka, mættu til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í gær til að kynna verkefnið. Þá fylgdi af oddvitum meirihlutans í Kópavogi og fulltrúum Aflvaka fréttatilkynningu um afgreiðslu málsins í bæjarráði, sem var send fjölmiðlum síðastliðinn fimmtudag. „Þessi hugmynd víkur frá öllum grunnprinsippum okkar í skipulagi, bæði í aðalskipulagi Kópavogs og heildarskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Öll áhersla hefur verið að byggja innan þessara vaxtamarka og hafa byggð blandaða - ólíka aldursdreifingu, þjóðfélagshópa og allt þar á milli innan sama hverfisins,“ segir Sigurbjörg. „Það er talið félagslega best og besta nýtingin á öllum innviðum. Þessi tillaga víkur frá öllum prinsippum, bara til að gæta sérhagsmuna landeigenda. Þetta er beitarland sem þeir kaupa langt fyrir utan byggðina og þeir vilja nú fá leyfi til að byggja þar til að hámarka gróðann. Það er ekkert þarna, ekkert samgöngukerfi, ekkert veitukerfi. Þetta er tveggja klukkustunda gangur frá ystu byggð Kópavogs.“ Hverfi fyrir einsleita hópa gefist ekki vel Hún segir hugmyndina að byggðinni ekki koma innan úr stjórnkerfi Kópavogs heldur frá fjárfestunum sem keyptu Gunnarshólma. „Þetta hefði aldrei komið úr stjórnkerfi Kópavogs því þetta er ekki í neinu samræmi við það sem við höfum sett okkur að gera til framtíðar. Þetta er bara fyrir þá til að hámarka gróðann. Það er ekki verið að tala um að færa vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins aðeins út til að bæta við byggðina. Þetta land er mjög einangrað,“ segir Sigurbjörg. „Við ættum út frá okkar bestu vitund um samfélagslegan bata að einblína á að færa kynslóðirnar saman frekar en að stía þeim í sundur. Það gefst almennt ekki vel að hanna svona hverfi, fyrir einsleita hópa, eins og þarna á að gera.“ Vonar að nágrannasveitarfélög komi í veg fyrir uppbygginguna Málið verður til umfjöllunar hjá bæjarstjórn Kópavogs 13. febrúar næstkomandi. Sigurbjörg segir fólk verða að muna að málið hafi ekki verið samþykkt, þrátt fyrir að bæjarstjórinn sé farinn að kynna hugmyndina með fjárfestum fyrir alþjóð. „Sem er fáránlegt. Hún er hinum megin við borðið að fara að afgreiða þetta mál. Svo er hún komin í einhverja kynningarherferð með fjárfestunum. Þessar hugmyndir eru ekki unnar á forsendum íbúanna heldur eingöngu á forsendum fjárfestanna,“ segir hún. Hefurðu trú á því að úr þessu verði? „Það lítur út fyrir að meirihlutinn sé fylgjandi þessu þannig að ég óttast að það verði raunin. En vaxtamörkin eru samkomulag allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þetta er líka á vatnsverndarsvæði. Ég bind vonir við að sveitarfélögin í kring um okkur komi í veg fyrir að af þessu geti orðið.“
Kópavogur Eldri borgarar Byggðamál Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10