Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 22:00 Ekki liggur fyrir hvaða fólk mennirnir voru ráðnir til að myrða en annað þeirra er sagt hafa flúið frá Íran. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði ákærur gegn mönnunum þremur í dag. AP/Alex Brandon Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. Ekki kemur fram í nýjum dómskjölum hvaða fólk er um að ræða en annað þeirra mun hafa flúið frá Íran og áttu mennirnir að fá 350 þúsund dali fyrir verknaðinn. Það samsvarar rúmum 48 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Ákærur gegn mönnunum og írönskum manni sem réði þá voru opinberaðar af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Kanadísku mennirnir heita Patrick John Ryan og Adam Richard Pearson, sem bjó ólöglega í Minnesota Í Bandaríkjunum á umræddum tíma. Í ákærunni segir að Pearson hafi verið ráðinn til að myrða fólkið og hann hafi lofað því að mynda teymi til þess. Þá hét hann því að skjóta fólkið ítrekað í höfuðið svo eftir því yrði tekið. Á einum tímapunkti er hann sagður hafa sent Ryan skilaboð um að afhöfða þyrfti aðra manneskjuna. Ekkert varð af banatilræðinu. Báðir sitja nú í fangelsi í Kanada. Ryan var dæmdur fyrir byssulagabrot og Pearson var handtekinn af starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna árið 2021 og framseldur til Kanada vegna morðs í Kanada frá 2019. Sagður skipuleggja morð fyrir vernd Sá íranski heitir Naji Sharifi Zindashti. Hann er talinn vera fíkniefnasmyglari sem starfar á vegum leyniþjónustu íranska hersins, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada. Hann er sagður hafa ráðið mennina sem milliliður leyniþjónustunnar. Hann er sagður starfa í Íran með vernd yfirvalda þar í skiptum fyrir að hann noti umsvif sín til að gera leyniþjónustum greiða, eins og að fremja morð og ræna fólki sem er klerkastjórninni í Íran ekki að skapi. Gífurleg spenna er nú milli Bandaríkjanna og Íran, eftir að meðlimir íraksks vígahóps sem studdur er af Íran, felldi þrjá bandaríska hermenn og særði rúmlega þrjátíu, í drónaárás um helgina. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa heitið því að bregðast við árásinni og fjölmörgum öðrum sem sveitir sem tengjast klerkastjórninni í Íran nánum böndum hafa gert á bandaríska hermenn. Kanada Bandaríkin Íran Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Ekki kemur fram í nýjum dómskjölum hvaða fólk er um að ræða en annað þeirra mun hafa flúið frá Íran og áttu mennirnir að fá 350 þúsund dali fyrir verknaðinn. Það samsvarar rúmum 48 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Ákærur gegn mönnunum og írönskum manni sem réði þá voru opinberaðar af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Kanadísku mennirnir heita Patrick John Ryan og Adam Richard Pearson, sem bjó ólöglega í Minnesota Í Bandaríkjunum á umræddum tíma. Í ákærunni segir að Pearson hafi verið ráðinn til að myrða fólkið og hann hafi lofað því að mynda teymi til þess. Þá hét hann því að skjóta fólkið ítrekað í höfuðið svo eftir því yrði tekið. Á einum tímapunkti er hann sagður hafa sent Ryan skilaboð um að afhöfða þyrfti aðra manneskjuna. Ekkert varð af banatilræðinu. Báðir sitja nú í fangelsi í Kanada. Ryan var dæmdur fyrir byssulagabrot og Pearson var handtekinn af starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna árið 2021 og framseldur til Kanada vegna morðs í Kanada frá 2019. Sagður skipuleggja morð fyrir vernd Sá íranski heitir Naji Sharifi Zindashti. Hann er talinn vera fíkniefnasmyglari sem starfar á vegum leyniþjónustu íranska hersins, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada. Hann er sagður hafa ráðið mennina sem milliliður leyniþjónustunnar. Hann er sagður starfa í Íran með vernd yfirvalda þar í skiptum fyrir að hann noti umsvif sín til að gera leyniþjónustum greiða, eins og að fremja morð og ræna fólki sem er klerkastjórninni í Íran ekki að skapi. Gífurleg spenna er nú milli Bandaríkjanna og Íran, eftir að meðlimir íraksks vígahóps sem studdur er af Íran, felldi þrjá bandaríska hermenn og særði rúmlega þrjátíu, í drónaárás um helgina. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa heitið því að bregðast við árásinni og fjölmörgum öðrum sem sveitir sem tengjast klerkastjórninni í Íran nánum böndum hafa gert á bandaríska hermenn.
Kanada Bandaríkin Íran Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira