Sautján ára undrabarnið á leið í fjögurra ára keppnisbann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 23:01 Kamila Valieva mun ekki keppa að nýju fyrr en undir lok næsta árs. Matthew Stockman/Getty Images Hin 17 ára gamla Kamila Valieva mun ekki keppa í listhlaupi á skautum næstu fjögur árin þar sem hún hefur verið dæmd í keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum. Valieva var bæði Evrópu- og Ólympíumeistari í greininni en þar sem hún féll á lyfjaprófi þann 25. desember 2021 hefur hún nú verið dæmd í keppnisbann. Greindist hún með bannað, árangursaukandi hjartalyf, en fékk samt sem áður að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Valieva var einn umtalaðasti keppandinn á leikunum í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna liðakeppnina í listdansi á skautum en þeir voru sviptir verðlaunum eftir að upp komst að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi. Þrátt fyrir það fékk Valieva að keppa í einstaklingskeppninni í Peking. Þar var hún illa fyrir kölluð og endaði í 4. sæti þrátt fyrir að vera langsigurstranglegust. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Þá kennir hún afa sínum um að hafa fallið á prófinu á sínum tíma. Þrátt fyrir að það væru óyggjandi sannanir þá taldi Rusada, stofnunin sem rannsakar lyfjamisnotkun íþróttafólks í Rússlandi, Valieva ekki brotlega. CAS var hins vegar á öðru máli, staðfesti dóminn og dæmdi undrabarnið í bann. Málið hefur vakið mikla athygli vegna aldurs hinnar ungu Valieva. Fjallaði Vísir mikið um málið á sínum tíma. Þá hefur Alþjóðalyfjaeftirlitstofnunin, Wada, látið eftirfarandi orð falla um málið: „Lyfjamisnotkun barna er með öllu ólíðandi.“ Þar sem bannið er afturvirkt og telst hafa byrjað þegar hún féll á lyfjaprófi undir lok árs 2021 má Valieva byrja að keppa nýju undir árslok 2025. Eins og áður sagði sló hún í gegn á leikunum 2022 þar sem hún framkvæmdi stökk sem fæst höfðu séð áður. Valieva varð einnig Evrópumeistari sama ár eftir að hafa áður orðið heimsmeistari unglinga. Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Sjá meira
Valieva var bæði Evrópu- og Ólympíumeistari í greininni en þar sem hún féll á lyfjaprófi þann 25. desember 2021 hefur hún nú verið dæmd í keppnisbann. Greindist hún með bannað, árangursaukandi hjartalyf, en fékk samt sem áður að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Valieva var einn umtalaðasti keppandinn á leikunum í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna liðakeppnina í listdansi á skautum en þeir voru sviptir verðlaunum eftir að upp komst að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi. Þrátt fyrir það fékk Valieva að keppa í einstaklingskeppninni í Peking. Þar var hún illa fyrir kölluð og endaði í 4. sæti þrátt fyrir að vera langsigurstranglegust. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Þá kennir hún afa sínum um að hafa fallið á prófinu á sínum tíma. Þrátt fyrir að það væru óyggjandi sannanir þá taldi Rusada, stofnunin sem rannsakar lyfjamisnotkun íþróttafólks í Rússlandi, Valieva ekki brotlega. CAS var hins vegar á öðru máli, staðfesti dóminn og dæmdi undrabarnið í bann. Málið hefur vakið mikla athygli vegna aldurs hinnar ungu Valieva. Fjallaði Vísir mikið um málið á sínum tíma. Þá hefur Alþjóðalyfjaeftirlitstofnunin, Wada, látið eftirfarandi orð falla um málið: „Lyfjamisnotkun barna er með öllu ólíðandi.“ Þar sem bannið er afturvirkt og telst hafa byrjað þegar hún féll á lyfjaprófi undir lok árs 2021 má Valieva byrja að keppa nýju undir árslok 2025. Eins og áður sagði sló hún í gegn á leikunum 2022 þar sem hún framkvæmdi stökk sem fæst höfðu séð áður. Valieva varð einnig Evrópumeistari sama ár eftir að hafa áður orðið heimsmeistari unglinga.
Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Sjá meira