Saga um sebrahest Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 29. janúar 2024 11:30 Það var einu sinni folald. Það þótti hegða sér undarlega og var strítt af öðrum folöldum fyrir það og spurt m.a. hvort það sé kannski „sebrahestur“. Á þessum tíma var orðið sebrahestur aðeins notað yfir þá hesta sem þurftu sérstakan stuðning, með námsörðugleika og takmarkaða stjórn á hegðun sinni. Þeir þóttu heldur illa gefnir. Folaldið varð sárt og móðgað yfir því að vera kallað þetta og síðan virkilega hrætt þegar hin folöldin fóru að skilja sig útundan og hugsaði þá með sér: „Ónei! Ég mun aldrei geta eignast vini og eðlilegt gott líf á meðan aðrir halda að sé kannski fatlaður líkt og sebrahestur! Það má enginn halda að ég sé það! Ég ætla sko að sýna öllum að ég sé það sko sannarlega ekki!“ Þetta varð að mikilli þráhyggju og lagði folaldið sig fram eins og það mögulega gat til að vera eins og hin folöldin. Án þess að gera sér grein fyrir var það farið að setja upp ,,grímu” til að virðast venjulegt folald. Það virkaði! Nú fór stríðnin að minnka og folaldið fékk sjaldnar athugasemdir um að það sé skrýtið. Þessi gríma óx með folaldinu upp í fullorðinn hest og var ÞUNG. Það krafðist mikils sjálfsaga og orku að halda þessari grímu þegar átt voru samskipti við aðra hesta. Hesturinn hrósaði sjálfum sér óspart og varð virkilega ánægður þegar honum tókst loks að eiga „venjuleg“ samskipti eða samræður við hesta sem hann taldi venjulega. Hann varð alveg sérstaklega spenntur þegar honum tókst að mynda vinatengsl við slíka hesta. Síðan komu stóru áföllin. Dæmi um stórt áfall var þegar hestur sem hann leit á sem afar dýrmætan vin lokaði skyndilega á öll samskipti við sig án nokkurra skýringa eða gaf mjög óvænta eða sjokkerandi skýringu á vinslitunum. Skýringu sem leiddi til óbærilegrar innri skammar hjá okkar hesti fyrir að hafa ekki áttað sig á hlutunum. Það var engin leið fyrir hestinn að afsaka suma hluti því að hann átti jú að teljast „venjulegur hestur“. „Hvað er eiginlega að mér? Af hverju get ég ekki bara verið venjulegur hestur, sama hvað ég reyni? Það er einhvernveginn aldrei nóg.” hugsaði hann mjög reglulega og skammaðist sín gífurlega fyrir það sem leyndist undir grímunni. Hann hugsaði líka oft um sjálfsvíg: „Til hvers að reyna áfram? Lífið er ekki þess virði. Ég er búinn með alla mína orku í að reyna að vera venjulegur hestur. Ég get ekki meira!“ Hér ætla ég að enda þessa ágætu sögu og spyrja: Hvað í ósköpunum var að hrjá þennan hest? Fyrirbærið kallast „innri fötlunarfordómar“ (e. internal ableism) og er að öllum líkindum einn stærsti áhættuþáttur óvæntra sjálfsvíga. Það er auðvitað erfitt að staðfesta það því að ómögulegt er að ræða við einstakling sem hefur fallið þannig frá, til að fá úr því skorið hvort hann var haldinn slíkum fordómum. Ef skilningur á sebrahestum hefði verið meiri í hestasamfélaginu, þeir viðurkenndir sem virkir þátttakendur með mörgum flottum fyrirmyndum hefðu hlutirnir ekki farið á þennan veg. Hesturinn okkar væri þá „heilbrigður sebrahestur“, en ekki „misheppnaður hestur“ að íhuga sjálfsvíg. Orðið ,,fötlun” virðist því miður hlaðið fordómum í hugum margra og það vill auðvitað ENGINN vera fatlaður. Það vill heldur ENGINN að einhver sem þeim þykir vænt um og vilja að vegni vel í lífinu sé fatlaður. Þess vegna er til fullt af fólki með „ósýnilega“ fötlun eins og hesturinn okkar sem setti upp grímu útaf sínum innri fötlunarfordómum. Mikilvægi fræðslu um fatlanir og aðgerðir til að koma til móts við þarfir þeirra verður mjög seint ofmetin. Hún bjargar lífum! Mér finnst hún hafa bjargað mínu. Höfundur er sebrahestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var einu sinni folald. Það þótti hegða sér undarlega og var strítt af öðrum folöldum fyrir það og spurt m.a. hvort það sé kannski „sebrahestur“. Á þessum tíma var orðið sebrahestur aðeins notað yfir þá hesta sem þurftu sérstakan stuðning, með námsörðugleika og takmarkaða stjórn á hegðun sinni. Þeir þóttu heldur illa gefnir. Folaldið varð sárt og móðgað yfir því að vera kallað þetta og síðan virkilega hrætt þegar hin folöldin fóru að skilja sig útundan og hugsaði þá með sér: „Ónei! Ég mun aldrei geta eignast vini og eðlilegt gott líf á meðan aðrir halda að sé kannski fatlaður líkt og sebrahestur! Það má enginn halda að ég sé það! Ég ætla sko að sýna öllum að ég sé það sko sannarlega ekki!“ Þetta varð að mikilli þráhyggju og lagði folaldið sig fram eins og það mögulega gat til að vera eins og hin folöldin. Án þess að gera sér grein fyrir var það farið að setja upp ,,grímu” til að virðast venjulegt folald. Það virkaði! Nú fór stríðnin að minnka og folaldið fékk sjaldnar athugasemdir um að það sé skrýtið. Þessi gríma óx með folaldinu upp í fullorðinn hest og var ÞUNG. Það krafðist mikils sjálfsaga og orku að halda þessari grímu þegar átt voru samskipti við aðra hesta. Hesturinn hrósaði sjálfum sér óspart og varð virkilega ánægður þegar honum tókst loks að eiga „venjuleg“ samskipti eða samræður við hesta sem hann taldi venjulega. Hann varð alveg sérstaklega spenntur þegar honum tókst að mynda vinatengsl við slíka hesta. Síðan komu stóru áföllin. Dæmi um stórt áfall var þegar hestur sem hann leit á sem afar dýrmætan vin lokaði skyndilega á öll samskipti við sig án nokkurra skýringa eða gaf mjög óvænta eða sjokkerandi skýringu á vinslitunum. Skýringu sem leiddi til óbærilegrar innri skammar hjá okkar hesti fyrir að hafa ekki áttað sig á hlutunum. Það var engin leið fyrir hestinn að afsaka suma hluti því að hann átti jú að teljast „venjulegur hestur“. „Hvað er eiginlega að mér? Af hverju get ég ekki bara verið venjulegur hestur, sama hvað ég reyni? Það er einhvernveginn aldrei nóg.” hugsaði hann mjög reglulega og skammaðist sín gífurlega fyrir það sem leyndist undir grímunni. Hann hugsaði líka oft um sjálfsvíg: „Til hvers að reyna áfram? Lífið er ekki þess virði. Ég er búinn með alla mína orku í að reyna að vera venjulegur hestur. Ég get ekki meira!“ Hér ætla ég að enda þessa ágætu sögu og spyrja: Hvað í ósköpunum var að hrjá þennan hest? Fyrirbærið kallast „innri fötlunarfordómar“ (e. internal ableism) og er að öllum líkindum einn stærsti áhættuþáttur óvæntra sjálfsvíga. Það er auðvitað erfitt að staðfesta það því að ómögulegt er að ræða við einstakling sem hefur fallið þannig frá, til að fá úr því skorið hvort hann var haldinn slíkum fordómum. Ef skilningur á sebrahestum hefði verið meiri í hestasamfélaginu, þeir viðurkenndir sem virkir þátttakendur með mörgum flottum fyrirmyndum hefðu hlutirnir ekki farið á þennan veg. Hesturinn okkar væri þá „heilbrigður sebrahestur“, en ekki „misheppnaður hestur“ að íhuga sjálfsvíg. Orðið ,,fötlun” virðist því miður hlaðið fordómum í hugum margra og það vill auðvitað ENGINN vera fatlaður. Það vill heldur ENGINN að einhver sem þeim þykir vænt um og vilja að vegni vel í lífinu sé fatlaður. Þess vegna er til fullt af fólki með „ósýnilega“ fötlun eins og hesturinn okkar sem setti upp grímu útaf sínum innri fötlunarfordómum. Mikilvægi fræðslu um fatlanir og aðgerðir til að koma til móts við þarfir þeirra verður mjög seint ofmetin. Hún bjargar lífum! Mér finnst hún hafa bjargað mínu. Höfundur er sebrahestur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun