Fyrirtækin tvö sérhæfa sig í rafstýringum og forritun fyrir sjávarútveginn og er þetta sagður liður í að styrkja framtíðaráform Héðins. Í kjölfar kaupanna var stofnuð sérstök raftæknideild innan Héðins.
Í tilkynningu segir að fyrrverandi eigendur fyrirtækjanna muni starfa áfram hjá Héðni og hafi þegar hafið störf á nýstofnaðri raftæknideild.
„Steinar Rúnarsson sem áður starfaði fyrir systurfélag Héðins, HPP solutions hefur verið ráðinn sem deildarstjóri nýju deildarinnar. Héðinn hefur vaxið hratt undanfarin ár en með kaupunum á fyrirtækjunum eru starfsmenn Héðins nú orðnir 131 talsins,“ segir í tilkynningunni.