Lenti á Mars í síðasta sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. janúar 2024 23:32 Hér má sjá mynd af marsþyrlunni takast á loft. Hún gerir það aldrei framar. AP Marsþyrlan Ingenuity hefur sungið sitt síðasta og mun ekki fljúga aftur. Þyrlan átti eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en hún fór langt fram úr væntingum vísindamanna og hefur haldist á lofti í þrjú ár og flogið 72 ferðir. Litla geimþyrlan Ingenuity flaug í fyrsta sinn á Mars 19. apríl 2021. Hún var flutt til plánetunnar um borð í vélmenninu Perserverance sem lenti á rauðu plánetunni í febrúar sama ár. Markmið vísindamanna með þyrlunni var að komast að því og sanna að hægt væri að fljúga á Mars. Hún var svo notuð um nokkurt skeið til að finna leiðir fyrir Perserverance í gegnum landslag plánetunnar. Ingenuity uppfyllti drauma vísindamannanna og langt umfram það. Í heildina flaug hún í rúmar tvær klukkustundir og virkaði í tæp þrjú ár, 35 mánuðum lengur en til stóð. Fór langt fram úr væntingum Nokkuð ljóst var þegar Ingenuity lenti í 72. sinn að þetta væri hennar síðasta lending. „Þegar hún kom niður til lendingar var að minnsta kosti einn af koltrefjaspöðunum skemmdur. Við erum að kanna þann möguleika að spaðinn hafi rekist í jörðina,“ sagði Bill Nelson, yfirmaður NASA, á blaðamannafundi um þyrluna. Þyrlan er fyrsta farartækið sem flýgur á öðrum hnetti með eigin afli. Andrúmsloftið á mars er mjög þynnra en andrúmsloft jarðarinnar en þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem er hér á jörðinni. Á móti kemur að þyngdaraflið á Mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðar. Til þess að haldast á lofti þurftu þyrluspaðar Ingenuity að snúast 2400 sinnum á mínútu sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur á jörðinni. „Það sem Ingenuity áorkaði fór langt fram úr því sem við töldum mögulegt,“ sagði Nelson um þyrluna. Geimurinn Mars Bandaríkin Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Litla geimþyrlan Ingenuity flaug í fyrsta sinn á Mars 19. apríl 2021. Hún var flutt til plánetunnar um borð í vélmenninu Perserverance sem lenti á rauðu plánetunni í febrúar sama ár. Markmið vísindamanna með þyrlunni var að komast að því og sanna að hægt væri að fljúga á Mars. Hún var svo notuð um nokkurt skeið til að finna leiðir fyrir Perserverance í gegnum landslag plánetunnar. Ingenuity uppfyllti drauma vísindamannanna og langt umfram það. Í heildina flaug hún í rúmar tvær klukkustundir og virkaði í tæp þrjú ár, 35 mánuðum lengur en til stóð. Fór langt fram úr væntingum Nokkuð ljóst var þegar Ingenuity lenti í 72. sinn að þetta væri hennar síðasta lending. „Þegar hún kom niður til lendingar var að minnsta kosti einn af koltrefjaspöðunum skemmdur. Við erum að kanna þann möguleika að spaðinn hafi rekist í jörðina,“ sagði Bill Nelson, yfirmaður NASA, á blaðamannafundi um þyrluna. Þyrlan er fyrsta farartækið sem flýgur á öðrum hnetti með eigin afli. Andrúmsloftið á mars er mjög þynnra en andrúmsloft jarðarinnar en þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem er hér á jörðinni. Á móti kemur að þyngdaraflið á Mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðar. Til þess að haldast á lofti þurftu þyrluspaðar Ingenuity að snúast 2400 sinnum á mínútu sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur á jörðinni. „Það sem Ingenuity áorkaði fór langt fram úr því sem við töldum mögulegt,“ sagði Nelson um þyrluna.
Geimurinn Mars Bandaríkin Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira