Sammála um að umræðan hafi harðnað Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 16:00 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata ræddu hælisleitendamálin í Sprengisandi. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, eru sammála um að umræðan um innflytjendamál hafi harðnað undanfarið. Þær ræddu um málaflokkinn í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Arndís hélt því fram að í síðustu viku hefði umræðan um málaflokkinn harðnað til muna og minntist sérstaklega á rúmlega vikugamla færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um tjaldbúðir á Austurvelli, sem hafa síðan verið fjarlægðar að beiðni borgaryfirvalda. „Ég held að vandræðin sem þau sem hafa verið að verja Bjarna í þessari umræðu eru þau að fólk úti í bæ upplifir Bjarna Benediktsson ekki sem fljótfærna einfeldninginn sem hann er málaður upp sem í þessu máli. Eins og hann hafi bara verið að tala um hvort það eigi að vera tjöld á Austurvelli, en ekki gert sér grein fyrir því að tala um flóttafólk og lögreglu og glæpastarfsemi í sömu setningu myndi vekja upp viðbrögð,“ segir Arndís. Mikil andúð í kjölfar færslunnar Arndís tekur fram að sér þyki eðlilegt að fólk velti fyrir sér eðli tjaldbúðanna sem voru á Austurvelli og hvort þau ættu að vera leyfileg. Henni hafi hins vegar þótt Bjarni fara í aðra átt með færslu sinni. Og segir að í kjölfar hennar hafi ummæli í athugasemdakerfum sem sýna fram á mikla andúð í garð útlendinga verið áberandi. „Ef þetta var ekki ætlunin þá auðvitað væntum við þess að Bjarni stígi mjög ákveðið til jarðar og vindi ofan af þessu sem hann hefur komið af stað.“ Bryndís segir að í langan tíma hafi umræðan um málaflokkinn verið viðkvæm og fólk ekki leyft sér að tjá sig um hann. „Það er rosalega fín lína hvernig við ræðum um þennan málaflokk. Ég vil ekki blanda saman umræðunni um fólk á flótta og skipulagðri glæpastarfsemi. Og ég held að það hafi ekkert verið meining Bjarna. Hann var að telja upp verkefnin sem við þurfum að fara í.“ Glæpaklíkur ekki tengdar uppruna á Íslandi Bryndís minntist á stöðuna í nágrannalöndum Íslands og segir að þar hafi glæpaklíkur verið tengdar ákveðnum löndum eða uppruna fólks. Það hafi hins vegar ekki sést á Íslandi. „Það eru Íslendingar og þeir eru að vinna með glæpamönnum alls staðar að úr heiminum. Það er ekki hægt að tengja þessa málaflokka saman, nema að þetta eru brýn verkefni sem þarf að takast á við. Ég las það úr status af Bjarna Benediktssonar,“ segir Bryndís. „En svo eru margir sem leggja áherslu á það að gagnrýna og snúa svolítið út úr þegar Bjarni stígur fram og segir eitthvað, og ég held að það gerist þarna.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Arndís hélt því fram að í síðustu viku hefði umræðan um málaflokkinn harðnað til muna og minntist sérstaklega á rúmlega vikugamla færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um tjaldbúðir á Austurvelli, sem hafa síðan verið fjarlægðar að beiðni borgaryfirvalda. „Ég held að vandræðin sem þau sem hafa verið að verja Bjarna í þessari umræðu eru þau að fólk úti í bæ upplifir Bjarna Benediktsson ekki sem fljótfærna einfeldninginn sem hann er málaður upp sem í þessu máli. Eins og hann hafi bara verið að tala um hvort það eigi að vera tjöld á Austurvelli, en ekki gert sér grein fyrir því að tala um flóttafólk og lögreglu og glæpastarfsemi í sömu setningu myndi vekja upp viðbrögð,“ segir Arndís. Mikil andúð í kjölfar færslunnar Arndís tekur fram að sér þyki eðlilegt að fólk velti fyrir sér eðli tjaldbúðanna sem voru á Austurvelli og hvort þau ættu að vera leyfileg. Henni hafi hins vegar þótt Bjarni fara í aðra átt með færslu sinni. Og segir að í kjölfar hennar hafi ummæli í athugasemdakerfum sem sýna fram á mikla andúð í garð útlendinga verið áberandi. „Ef þetta var ekki ætlunin þá auðvitað væntum við þess að Bjarni stígi mjög ákveðið til jarðar og vindi ofan af þessu sem hann hefur komið af stað.“ Bryndís segir að í langan tíma hafi umræðan um málaflokkinn verið viðkvæm og fólk ekki leyft sér að tjá sig um hann. „Það er rosalega fín lína hvernig við ræðum um þennan málaflokk. Ég vil ekki blanda saman umræðunni um fólk á flótta og skipulagðri glæpastarfsemi. Og ég held að það hafi ekkert verið meining Bjarna. Hann var að telja upp verkefnin sem við þurfum að fara í.“ Glæpaklíkur ekki tengdar uppruna á Íslandi Bryndís minntist á stöðuna í nágrannalöndum Íslands og segir að þar hafi glæpaklíkur verið tengdar ákveðnum löndum eða uppruna fólks. Það hafi hins vegar ekki sést á Íslandi. „Það eru Íslendingar og þeir eru að vinna með glæpamönnum alls staðar að úr heiminum. Það er ekki hægt að tengja þessa málaflokka saman, nema að þetta eru brýn verkefni sem þarf að takast á við. Ég las það úr status af Bjarna Benediktssonar,“ segir Bryndís. „En svo eru margir sem leggja áherslu á það að gagnrýna og snúa svolítið út úr þegar Bjarni stígur fram og segir eitthvað, og ég held að það gerist þarna.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira