Segir stjórnvöld rög við að taka sjálfstæðar ákvarðanir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 21:27 Þórhildur Sunna segir íslensk stjórnvöld ekki vera að standa sig í málum Palestínu. Vísir/Steingrímur Dúi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sem er einnig menntuð í alþjóða- og Evrópulögum segir íslensk stjórnvöld ekki hafa verið að standa sig varðandi átökin í Palestínu. Mikilvægt sé að aðildarríki að samningnum um bann við þjóðarmorði geri allt sem í sínu valdi stendur að bregðast við og koma í veg fyrir slíkt og að vonandi verði bráðabirgðaúrskurður alþjóðadómstólsins í Haag til þess ýta á eftir íslenskum stjórnvöldum. „Hann setur aukinn þunga í kröfuna um að við bregðumst við með harkalegri hætti heldur en mjúkum yfirlýsingum um að það verði að fylgja alþjóðalögum eða einhverju slíku eins og íslensk stjórnvöld hafa verið að gera fram að þessu,“ segir Þórhildur Sunna og á við úrskurðinn. Meðal þessara harkalegri viðbragða séu viðskiptaþvinganir, minnkun á stjórnmálasambandi Íslands við Ísrael og þrýstingur á önnur ríki að auka stuðning sinn við Palestínumenn. Staða Íslands frábrugðin Þórhildur segir íslensk stjórnvöld vera rög við að taka sjálfstæðar ákvarðanir gagnvart Ísraels og horfa mikið til nágrannaþjóða í Evrópu og Ameríku en að staða Íslands sé frábrugðin vegna þess að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. „Vonandi þýðir þetta vopnahlé strax. Það hefur mikið verið talað um það að dómstóllinn hafi ekki skipað tafarlaust vopnahlé en það er mjög snúið lagalega fyrir dómstólinn að gera það,“ segir Þórhildur. „En það sem þetta þýðir er að þau þurfi að gjörbreyta sínum hernaði og í raun draga mjög mikið í land ef ætlunin er að fylgja þessum úrskurði. Svo á auðvitað eftir að koma í ljós hvort þau muni fylgja honum.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Mikilvægt sé að aðildarríki að samningnum um bann við þjóðarmorði geri allt sem í sínu valdi stendur að bregðast við og koma í veg fyrir slíkt og að vonandi verði bráðabirgðaúrskurður alþjóðadómstólsins í Haag til þess ýta á eftir íslenskum stjórnvöldum. „Hann setur aukinn þunga í kröfuna um að við bregðumst við með harkalegri hætti heldur en mjúkum yfirlýsingum um að það verði að fylgja alþjóðalögum eða einhverju slíku eins og íslensk stjórnvöld hafa verið að gera fram að þessu,“ segir Þórhildur Sunna og á við úrskurðinn. Meðal þessara harkalegri viðbragða séu viðskiptaþvinganir, minnkun á stjórnmálasambandi Íslands við Ísrael og þrýstingur á önnur ríki að auka stuðning sinn við Palestínumenn. Staða Íslands frábrugðin Þórhildur segir íslensk stjórnvöld vera rög við að taka sjálfstæðar ákvarðanir gagnvart Ísraels og horfa mikið til nágrannaþjóða í Evrópu og Ameríku en að staða Íslands sé frábrugðin vegna þess að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. „Vonandi þýðir þetta vopnahlé strax. Það hefur mikið verið talað um það að dómstóllinn hafi ekki skipað tafarlaust vopnahlé en það er mjög snúið lagalega fyrir dómstólinn að gera það,“ segir Þórhildur. „En það sem þetta þýðir er að þau þurfi að gjörbreyta sínum hernaði og í raun draga mjög mikið í land ef ætlunin er að fylgja þessum úrskurði. Svo á auðvitað eftir að koma í ljós hvort þau muni fylgja honum.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira