Vindum ofan af skaðlegri reglugerð ráðherra um skammtímaleigu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 27. janúar 2024 17:01 Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Með nýju reglunum var fyrirtækjum og fjárfestum sem hafa sankað að sér íbúðum til að leigja út til ferðamanna allan ársins hring gert kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði. Í þessu felst sérstök skattaívilnun í ljósi þess að fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði geta verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Síðan reglugerðin var sett hefur sú þróun ágerst af miklum þunga að nýjar íbúðir séu teknar úr umferð og ekki nýttar til búsetu heldur fyrir ferðamenn. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar gerði þetta að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 7. desember síðastliðinn.„Allt skekkir þetta samkeppnisstöðuna við önnur fyrirtæki í gistiþjónustu eða hvaða fyrirtæki sem er sem þarf að skrá húsnæði sitt sem atvinnuhúsnæði, borga fasteignagjöld af því sem slíku og fylgja skipulagsreglum sveitarfélaga um atvinnuhúsnæði,“ sagði hún.„Hvað gekk hæstvirtum ráðherra til þegar hún setti reglugerð nr. 649 árið 2018? Hvers vegna vildi ráðherra ekki að húsnæði sem nýtt er til skammtímaleigu í atvinnuskyni væri skráð sem atvinnuhúsnæði? “ Ráðherra gaf engin svör um það hvers vegna reglugerðin var sett. Hins vegar viðurkenndi hún að hugsanlega þyrfti að breyta reglugerðinni til að stemma stigu við háu hlutfalli hótelíbúða og neikvæðum áhrifum á húsnæðismarkað. Þetta er eitt af því sem við í Samfylkingunni lögðum áherslu á í kjarapakka sem við kynntum fyrir jól: að komið yrði böndum á skammtímaleigumarkaðinn með hertum reglum og auknu eftirliti. Nú þegar allar íbúðir heils bæjarfélags eru horfnar af húsnæðismarkaði er brýnna en nokkru sinni fyrr að auka framboð nýrra íbúða og tryggja að það íbúðarhúsnæði sem þegar hefur verið byggt nýtist til búsetu fyrir íbúa landsins. Því er það fagnaðarefni að nú hafi ríkisstjórnin loksins ákveðið að afturkalla þá breytingu sem gerð var með reglugerð Þórdísar Kolbrúnar árið 2018 og tryggja að íbúðir í skammtímaleigu séu skattlagðar sem atvinnuhúsnæði. Samhliða þessari breytingu ætti að stórauka eftirlit með bæði skammtímaleigu í atvinnuskyni og heimagistingu og tryggja sveitarfélögum auknar heimildir til að hafa áhrif á umfang þessarar starfsemi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki í boði að gefast upp Þann 12. júlí 2022 blés ríkisstjórn Íslands til blaðamannafundar og undirritaði rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um að stefnt verði að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum. 9. maí 2023 09:02 Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Með nýju reglunum var fyrirtækjum og fjárfestum sem hafa sankað að sér íbúðum til að leigja út til ferðamanna allan ársins hring gert kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði. Í þessu felst sérstök skattaívilnun í ljósi þess að fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði geta verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Síðan reglugerðin var sett hefur sú þróun ágerst af miklum þunga að nýjar íbúðir séu teknar úr umferð og ekki nýttar til búsetu heldur fyrir ferðamenn. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar gerði þetta að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 7. desember síðastliðinn.„Allt skekkir þetta samkeppnisstöðuna við önnur fyrirtæki í gistiþjónustu eða hvaða fyrirtæki sem er sem þarf að skrá húsnæði sitt sem atvinnuhúsnæði, borga fasteignagjöld af því sem slíku og fylgja skipulagsreglum sveitarfélaga um atvinnuhúsnæði,“ sagði hún.„Hvað gekk hæstvirtum ráðherra til þegar hún setti reglugerð nr. 649 árið 2018? Hvers vegna vildi ráðherra ekki að húsnæði sem nýtt er til skammtímaleigu í atvinnuskyni væri skráð sem atvinnuhúsnæði? “ Ráðherra gaf engin svör um það hvers vegna reglugerðin var sett. Hins vegar viðurkenndi hún að hugsanlega þyrfti að breyta reglugerðinni til að stemma stigu við háu hlutfalli hótelíbúða og neikvæðum áhrifum á húsnæðismarkað. Þetta er eitt af því sem við í Samfylkingunni lögðum áherslu á í kjarapakka sem við kynntum fyrir jól: að komið yrði böndum á skammtímaleigumarkaðinn með hertum reglum og auknu eftirliti. Nú þegar allar íbúðir heils bæjarfélags eru horfnar af húsnæðismarkaði er brýnna en nokkru sinni fyrr að auka framboð nýrra íbúða og tryggja að það íbúðarhúsnæði sem þegar hefur verið byggt nýtist til búsetu fyrir íbúa landsins. Því er það fagnaðarefni að nú hafi ríkisstjórnin loksins ákveðið að afturkalla þá breytingu sem gerð var með reglugerð Þórdísar Kolbrúnar árið 2018 og tryggja að íbúðir í skammtímaleigu séu skattlagðar sem atvinnuhúsnæði. Samhliða þessari breytingu ætti að stórauka eftirlit með bæði skammtímaleigu í atvinnuskyni og heimagistingu og tryggja sveitarfélögum auknar heimildir til að hafa áhrif á umfang þessarar starfsemi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Ekki í boði að gefast upp Þann 12. júlí 2022 blés ríkisstjórn Íslands til blaðamannafundar og undirritaði rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um að stefnt verði að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum. 9. maí 2023 09:02
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar