Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 10:25 Guðrún Aspelund segir ekki lengur hjarðónæmi gegn mislingum á Íslandi. Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum er minni en áður og meiri hætta á hópsýkingu. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. Dæmigerð einkenni eru hiti og útbrot en veiran getur valdið alvarlegum veikindum og í alvarlegustu tilfellunum skaða á heyrn og sjón og jafnvel dauða. „Það er til öflugt og gott bóluefni gegn mislingum sem ver fólk fyrir lífstíð og er gefið börnum,“ sagði Guðrún sem ræddi mislinga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði mislinga afar smitandi og hafa mikil áhrif á þá sem ekki eru bólusettir. Eins og ung börn eða fullorðna sem ekki hafa fengið bólusetningu af einhverjum ástæðum. Þátttaka í bólusetningum vegna mislinga hefur dvínað að sögn Guðrúnar. „Það þarf ansi háa þátttöku til að ná þessu svokallaða hjarðónæmi þannig ef smit berst til okkar þannig það nái þá ekki að dreifa sér um samfélagið,“ sagði Guðrún og að eins og stendur væri ekki hjarðónæmi á Íslandi og því meiri áhætta á hópsýkingum. Hún segir að hingað hafi komið mislingar árið 2019. Þá hafi tíu smitast og þeim tekist að stöðva frekari útbreiðslu með bólusetningum. Spurð um ástæður þess að þátttaka hafi farið minnkandi í bólusetningum segir Guðrún margar ástæður fyrir því að en að heimsfaraldur Covid hafi haft áhrif. Færri hafi þegið bólusetningar þá og við dregist aftur úr en að það hafi verið vísbendingar um minni þátttöku fyrir Covid. Hún segir að unnið sé að því með heilsugæslunni að auka þátttöku. „Við mælum sterklega með því,“ svaraði Guðrún um það hver helstu skilaboð þeirra væru til foreldra sem væru efins um bólusetningar. „Þessar bólusetningar sem er boðið upp á hér og er mælt með fyrir börn eru öruggar. En auðvitað er sjálfsagt að fók ræði það við sinn lækni, heimilislækni eða barnalækni, ef það er eitthvað óöruggt,“ sagði Guðrún. „Það er ekkert að óttast,“ spurði Heimir Karlsson? „Það er ekkert að óttast nema að fá sýkingarnar sem er miklu, miklu verra,“ svaraði Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Heilbrigðismál Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. 3. ágúst 2023 19:06 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Dæmigerð einkenni eru hiti og útbrot en veiran getur valdið alvarlegum veikindum og í alvarlegustu tilfellunum skaða á heyrn og sjón og jafnvel dauða. „Það er til öflugt og gott bóluefni gegn mislingum sem ver fólk fyrir lífstíð og er gefið börnum,“ sagði Guðrún sem ræddi mislinga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði mislinga afar smitandi og hafa mikil áhrif á þá sem ekki eru bólusettir. Eins og ung börn eða fullorðna sem ekki hafa fengið bólusetningu af einhverjum ástæðum. Þátttaka í bólusetningum vegna mislinga hefur dvínað að sögn Guðrúnar. „Það þarf ansi háa þátttöku til að ná þessu svokallaða hjarðónæmi þannig ef smit berst til okkar þannig það nái þá ekki að dreifa sér um samfélagið,“ sagði Guðrún og að eins og stendur væri ekki hjarðónæmi á Íslandi og því meiri áhætta á hópsýkingum. Hún segir að hingað hafi komið mislingar árið 2019. Þá hafi tíu smitast og þeim tekist að stöðva frekari útbreiðslu með bólusetningum. Spurð um ástæður þess að þátttaka hafi farið minnkandi í bólusetningum segir Guðrún margar ástæður fyrir því að en að heimsfaraldur Covid hafi haft áhrif. Færri hafi þegið bólusetningar þá og við dregist aftur úr en að það hafi verið vísbendingar um minni þátttöku fyrir Covid. Hún segir að unnið sé að því með heilsugæslunni að auka þátttöku. „Við mælum sterklega með því,“ svaraði Guðrún um það hver helstu skilaboð þeirra væru til foreldra sem væru efins um bólusetningar. „Þessar bólusetningar sem er boðið upp á hér og er mælt með fyrir börn eru öruggar. En auðvitað er sjálfsagt að fók ræði það við sinn lækni, heimilislækni eða barnalækni, ef það er eitthvað óöruggt,“ sagði Guðrún. „Það er ekkert að óttast,“ spurði Heimir Karlsson? „Það er ekkert að óttast nema að fá sýkingarnar sem er miklu, miklu verra,“ svaraði Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Heilbrigðismál Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. 3. ágúst 2023 19:06 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
„Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00
Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. 3. ágúst 2023 19:06