Reiknuðu út að dauðafærin hefðu átt að skila Íslandi í undanúrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 11:01 Ómar Ingi Magnússon var ekki sá eini sem klikkaði á góðum færum á þessu Evrópumóti. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið hefði ekki aðeins komist í umspilið um sæti á næstu Ólympíuleikum heldur hefði líklegast einnig spilað um verðlaun á Evrópumótinu ef liðið hafði nýtt dauðafærin sín á mótinu í Þýskalandi. Mikið hefur verið rætt, skrifað og skrafað um slæma færanýtingu íslensku strákanna úr hornum og úr vítum auk annarra dauðafæra. Það voru vissulega færi til að fá miklu meira út úr leikjum liðsins á EM í Þýskalandi. HB Statz tók saman sína tölfræði á leikjum Íslands á Evrópumótinu og þar á meðal er nýjasti tölfræðiþáttur veitunnar sem er Xg eða áætluð mörk. Við könnumst við þetta úr fótboltanum en þar eru upplýsingar um færanýtingu frá fyrri tímum notuð til að reikna út líkur á marki í hverri skottilraun. HB Statz reiknar einnig út samskonar líkur en bara í handboltaleikjum og út frá tölfræði sem tölfræðiveitan tekur saman. Samkvæmt útreikningi HB Statz þá hefði gengi íslenska liðsins átt að vera allt annað í leikjum liðsins á mótinu. Ef tekin eru áætluð mörk í leikjunum hjá báðum liðum þá fékk veitan út áætluð úrslit úr leikjum út frá þeim færum sem voru í boði. Út frá sköpuðu færum hefði íslenska liðið unnið alla leiki sína í riðlinum og farið með tvö stig í milliriðilinn. Í milliriðlinum hefði íslenska liðið síðan unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli (við Frakka) og aðeins tapað leiknum við Þjóðverja. Það hefði þýtt sjö stig og sex mörk í plús sem hefði líklegast dugað liðinu í undanúrslitin. Svona leikur á tölum gerir líklega ekkert annað en að svekkja strákana og fjölmarga stuðningsmanna þeirra enn meira en bendir líka á aðalvandamálið á mótinu sem var ekki að skapa færin heldur nýta þau. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Mikið hefur verið rætt, skrifað og skrafað um slæma færanýtingu íslensku strákanna úr hornum og úr vítum auk annarra dauðafæra. Það voru vissulega færi til að fá miklu meira út úr leikjum liðsins á EM í Þýskalandi. HB Statz tók saman sína tölfræði á leikjum Íslands á Evrópumótinu og þar á meðal er nýjasti tölfræðiþáttur veitunnar sem er Xg eða áætluð mörk. Við könnumst við þetta úr fótboltanum en þar eru upplýsingar um færanýtingu frá fyrri tímum notuð til að reikna út líkur á marki í hverri skottilraun. HB Statz reiknar einnig út samskonar líkur en bara í handboltaleikjum og út frá tölfræði sem tölfræðiveitan tekur saman. Samkvæmt útreikningi HB Statz þá hefði gengi íslenska liðsins átt að vera allt annað í leikjum liðsins á mótinu. Ef tekin eru áætluð mörk í leikjunum hjá báðum liðum þá fékk veitan út áætluð úrslit úr leikjum út frá þeim færum sem voru í boði. Út frá sköpuðu færum hefði íslenska liðið unnið alla leiki sína í riðlinum og farið með tvö stig í milliriðilinn. Í milliriðlinum hefði íslenska liðið síðan unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli (við Frakka) og aðeins tapað leiknum við Þjóðverja. Það hefði þýtt sjö stig og sex mörk í plús sem hefði líklegast dugað liðinu í undanúrslitin. Svona leikur á tölum gerir líklega ekkert annað en að svekkja strákana og fjölmarga stuðningsmanna þeirra enn meira en bendir líka á aðalvandamálið á mótinu sem var ekki að skapa færin heldur nýta þau. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz)
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira