Natasha komin áfram og Guðrún fékk loks stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2024 19:51 Guðrún Arnardóttir er máttarstólpi í liði Rosengård. Getty Images/Gualter Fatia Tvær íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu voru í eldlínunni í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård þegar liðið náði í sitt fyrsta stig og Natasha Anasi byrjaði fyrir Brann í Prag þegar norska liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. Fimmta umferð Meistaradeildar Evrópu fer fram þessa dagana og eru línur farnar að skýrast hvaða lið fara áfram og hvaða lið sitja eftir með sárt ennið. Þó það sé löngu ljóst að Rosengård sé ekki á leið upp úr A-riðli þá náði liðið loks í sitt fyrsta stig. Guðrún lék allan leikinn í hjarta þriggja manna varnar sænska liðsins þegar Rosengård gerði 2-2 jafntefli við Benfica. Olivia Schough og Mai Kadowaki með mörk heimaliðsins. Ria Oling lagði upp bæði mörkin. Mörk Benfica skoruðu þær Jessica Silva og Marie-Yasmine Alidou d'Anjou. FC Rosengård are back level!!! Mai Kadowaki nets the fourth goal of the night! WHAT A NIGHT.Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/at6ZywDY27— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Benfica er að öllum líkindum komið áfram nema Eintracht Frankfurt takist hið ómögulega og vinni Barcelona síðar í kvöld. Í B-riðli tryggði Brann sér sæti í 8-liða úrslitum með 1-0 útisigri á Slavia Prag. Natasha Anasi-Erlingsson byrjaði leikinn í þriggja manna varnarlínu norska liðsins. Hún var tekin af velli eftir tæpa klukkustund en skömmu síðar kom sigurmarkið. Big ooof from the Slavia keeper to allow Brann the lead!Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/5hU6QvFFpi— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Brann með 10 stig að loknum fimm leikjum. Reikna má þó með að franska stórliðið Lyon vinni riðilinn en það mætir St. Pölten síðar í kvöld. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård þegar liðið náði í sitt fyrsta stig og Natasha Anasi byrjaði fyrir Brann í Prag þegar norska liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. Fimmta umferð Meistaradeildar Evrópu fer fram þessa dagana og eru línur farnar að skýrast hvaða lið fara áfram og hvaða lið sitja eftir með sárt ennið. Þó það sé löngu ljóst að Rosengård sé ekki á leið upp úr A-riðli þá náði liðið loks í sitt fyrsta stig. Guðrún lék allan leikinn í hjarta þriggja manna varnar sænska liðsins þegar Rosengård gerði 2-2 jafntefli við Benfica. Olivia Schough og Mai Kadowaki með mörk heimaliðsins. Ria Oling lagði upp bæði mörkin. Mörk Benfica skoruðu þær Jessica Silva og Marie-Yasmine Alidou d'Anjou. FC Rosengård are back level!!! Mai Kadowaki nets the fourth goal of the night! WHAT A NIGHT.Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/at6ZywDY27— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Benfica er að öllum líkindum komið áfram nema Eintracht Frankfurt takist hið ómögulega og vinni Barcelona síðar í kvöld. Í B-riðli tryggði Brann sér sæti í 8-liða úrslitum með 1-0 útisigri á Slavia Prag. Natasha Anasi-Erlingsson byrjaði leikinn í þriggja manna varnarlínu norska liðsins. Hún var tekin af velli eftir tæpa klukkustund en skömmu síðar kom sigurmarkið. Big ooof from the Slavia keeper to allow Brann the lead!Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/5hU6QvFFpi— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Brann með 10 stig að loknum fimm leikjum. Reikna má þó með að franska stórliðið Lyon vinni riðilinn en það mætir St. Pölten síðar í kvöld.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira