Gullhúðunin gerir illt verra Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. janúar 2024 13:31 Mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir atvinnulífið kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks má einkum rekja til þess að slíkt regluverk kemur aðallega frá sambandinu. Svonefnd gullhúðun, þegar regluverk er innleitt meira íþyngjandi en það kemur frá Evrópusambandinu, á sér stað í minnihluta tilfella þegar lagasetning er annars vegar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá árinu 2016 en nefndina skipuðu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs, Alþýðusambands Íslands og Sambands íslenzkra sveitarfélaga auk fulltrúa stjórnvalda. Skoðuð voru íþyngjandi lagafrumvörp fyrir atvinnulífið sem samþykkt voru á þremur löggjafarþingum á árunum 2013-2016 við gerð skýrslunnar. Flest frumvörp til einföldunar innlend Fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndarinnar að á umræddu tímabili hafi 35 lagafrumvörp verið samþykkt á Alþingi sem haft hafi áhrif á reglubyrði atvinnulífsins. Þar af hafi 29 frumvörp verið íþyngjandi fyrir atvinnulífið, þá annað hvort einungis íþyngjandi (17) eða bæði íþyngjandi og til einföldunar (12). Af þessum 29 frumvörpum hafi 20 verið vegna innleiðingar á reglum frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Mikill meirihluti þeirra frumvarpa sem töldust einungis íþyngjandi voru upprunin hjá Evrópusambandinu eða 14 af 17. Einungis þrjú þessara frumvarpa voru innlend að uppruna. Sex af þeim tólf frumvörpum sem voru bæði íþyngjandi og til einföldunar komu frá sambandinu. Hvað gullhúðunina varðar var íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu innleitt meira íþyngjandi í sjö tilfellum. Það er þriðjungur þeirra. Flest frumvörp til einföldunar voru innlend að uppruna eða fimm af sex. Einungis eitt átti uppruna sinn í reglum í gegnum EES-samninginn. Miðað við skýrsluna er ljóst að gullhúðun regluverks frá Evrópusambandinu er ekki stærsti vandinn í þessum efnum, þó hún sé sannarlega vandamál sem taka þurfi föstum tökum, heldur sjálft regluverkið sem kemur frá sambandinu. Gullhúðunin gerir fyrst og fremst illt verra. Minna íþyngjandi reglur eða alls engar Við erum þannig í verstu mögulegu stöðu hvað þetta varðar ef undan er skilin innganga í Evrópusambandið þar sem allt regluverk sambandsins væri undir og vægi Íslands færi fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Á sama tíma og óheimilt er að innleiða regluverk frá Evrópusambandinu minna íþyngjandi en það kemur í gegnum EES-samninginn hefur stjórnsýslan fullt svigrúm til þess að innleiða það meira íþyngjandi. Væri EES-samningnum hins vegar skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, líkt og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar, án þess að nokkuð færi á hliðina, og flest ríki heimsins kjósa að semja um í dag, þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni, væri mögulegt að setja minna íþyngjandi reglur í stað regluverks Evrópusambandsins eða alls engar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir atvinnulífið kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks má einkum rekja til þess að slíkt regluverk kemur aðallega frá sambandinu. Svonefnd gullhúðun, þegar regluverk er innleitt meira íþyngjandi en það kemur frá Evrópusambandinu, á sér stað í minnihluta tilfella þegar lagasetning er annars vegar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá árinu 2016 en nefndina skipuðu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs, Alþýðusambands Íslands og Sambands íslenzkra sveitarfélaga auk fulltrúa stjórnvalda. Skoðuð voru íþyngjandi lagafrumvörp fyrir atvinnulífið sem samþykkt voru á þremur löggjafarþingum á árunum 2013-2016 við gerð skýrslunnar. Flest frumvörp til einföldunar innlend Fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndarinnar að á umræddu tímabili hafi 35 lagafrumvörp verið samþykkt á Alþingi sem haft hafi áhrif á reglubyrði atvinnulífsins. Þar af hafi 29 frumvörp verið íþyngjandi fyrir atvinnulífið, þá annað hvort einungis íþyngjandi (17) eða bæði íþyngjandi og til einföldunar (12). Af þessum 29 frumvörpum hafi 20 verið vegna innleiðingar á reglum frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Mikill meirihluti þeirra frumvarpa sem töldust einungis íþyngjandi voru upprunin hjá Evrópusambandinu eða 14 af 17. Einungis þrjú þessara frumvarpa voru innlend að uppruna. Sex af þeim tólf frumvörpum sem voru bæði íþyngjandi og til einföldunar komu frá sambandinu. Hvað gullhúðunina varðar var íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu innleitt meira íþyngjandi í sjö tilfellum. Það er þriðjungur þeirra. Flest frumvörp til einföldunar voru innlend að uppruna eða fimm af sex. Einungis eitt átti uppruna sinn í reglum í gegnum EES-samninginn. Miðað við skýrsluna er ljóst að gullhúðun regluverks frá Evrópusambandinu er ekki stærsti vandinn í þessum efnum, þó hún sé sannarlega vandamál sem taka þurfi föstum tökum, heldur sjálft regluverkið sem kemur frá sambandinu. Gullhúðunin gerir fyrst og fremst illt verra. Minna íþyngjandi reglur eða alls engar Við erum þannig í verstu mögulegu stöðu hvað þetta varðar ef undan er skilin innganga í Evrópusambandið þar sem allt regluverk sambandsins væri undir og vægi Íslands færi fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Á sama tíma og óheimilt er að innleiða regluverk frá Evrópusambandinu minna íþyngjandi en það kemur í gegnum EES-samninginn hefur stjórnsýslan fullt svigrúm til þess að innleiða það meira íþyngjandi. Væri EES-samningnum hins vegar skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, líkt og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar, án þess að nokkuð færi á hliðina, og flest ríki heimsins kjósa að semja um í dag, þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni, væri mögulegt að setja minna íþyngjandi reglur í stað regluverks Evrópusambandsins eða alls engar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun