Bjarni gaf Ómari Inga ráð eftir „glatað mót“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 10:01 Ómar Ingi Magnússon varð fimmti markahæsti leikmaður íslenska liðsins á mótinu en nýtti aðeins 8 af 15 vítum sínum sem gerir skelfilega 53 prósent vítanýtingu. Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon á ekki aðeins að vera besti leikmaður íslenska liðsins heldur einn besti handboltamaður heims. Hann var hins vegar langt frá því á Evrópumótinu sem endaði hjá íslenska handboltalandsliðinu í gær. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir lokaleikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Ómars Inga á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Það hlýtur að vera ofboðslegt áhyggjuefni hvernig Ómar Ingi var á mótinu. Við þurfum að koma honum inn í leik okkar, því þetta er einn besti handboltamaðurinn í heiminum,“ sagði Stefán Árni. „Ég held að hann fari bara heim. Hann átti glatað mót en vinnur nú bara í sínum málum og kemur sterkari til baka. Þú verður ekkert lélegur í handbolta á einni nóttu. Stundum þá bara gengur þetta ekki upp og þá ferð þú í það að finna út hvað það sem gekk ekki upp og heldur svo áfram,“ sagði Bjarni. „Hann fór í aðgerð beint eftir mótið í fyrra. Hann tók ekkert undirbúningstímabil og kom aftur inn í þetta þegar tímabilið var byrjað. Hann er ekki kominn á þann stað til að geta gert nákvæmlega þá hluti sem hann er bestur í,“ sagði Bjarni. „Við vorum að sjá að hann var ekki að vinna þessa maður á mann stöðu á þessu móti og kannski er það vegna þess að hann er ekki alveg kominn í sitt besta stand. Svo kannski þarf hann bara að hugsa um það að menn sé byrjaðir að stúdera hann betur eða eitthvað,“ sagði Bjarni. „Ég hef engar áhyggjur af því. Hann mun finna sinn fyrri styrk aftur,“ sagði Bjarni. „Við þurfum heldur betur á þessum manni að halda,“ sagði Stefán. „Alveg klárlega. Hann í sínu besta standi er bara stórkostlegur,“ sagði Einar sem var sammála Bjarna. „Hann fer núna bara heim í hérað og ég veit ekki hvort ég að segja það en lærir af þessu. Gleymir þessu og svo bara áfram gakk,“ sagði Einar. „Ég er rosalega hrifinn af því að þú sért ekki að taka of mikla dramatík í þetta. Fjölmiðlaumfjöllun er svolítið mikil dramatík. Þið eruð að blása þetta upp,“ sagði Bjarni sem vildi hvetja Ómar Inga áfram að festast ekki í þessu móti. „Stundum virkar þetta ekki, stundum heppnast þetta ekki og þó að þú sért að gera allt rétt og leggja mikið á þig. Einhvern veginn. Eins og á vítalinunni. Það þarf ekkert að hanga yfir því. Þetta var bara svona núna, svo ferð þú bara heim, skoðað hvað þú getur gert betur, æfir þig og svo bara kemur þetta,“ sagði Bjarni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir lokaleikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Ómars Inga á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Það hlýtur að vera ofboðslegt áhyggjuefni hvernig Ómar Ingi var á mótinu. Við þurfum að koma honum inn í leik okkar, því þetta er einn besti handboltamaðurinn í heiminum,“ sagði Stefán Árni. „Ég held að hann fari bara heim. Hann átti glatað mót en vinnur nú bara í sínum málum og kemur sterkari til baka. Þú verður ekkert lélegur í handbolta á einni nóttu. Stundum þá bara gengur þetta ekki upp og þá ferð þú í það að finna út hvað það sem gekk ekki upp og heldur svo áfram,“ sagði Bjarni. „Hann fór í aðgerð beint eftir mótið í fyrra. Hann tók ekkert undirbúningstímabil og kom aftur inn í þetta þegar tímabilið var byrjað. Hann er ekki kominn á þann stað til að geta gert nákvæmlega þá hluti sem hann er bestur í,“ sagði Bjarni. „Við vorum að sjá að hann var ekki að vinna þessa maður á mann stöðu á þessu móti og kannski er það vegna þess að hann er ekki alveg kominn í sitt besta stand. Svo kannski þarf hann bara að hugsa um það að menn sé byrjaðir að stúdera hann betur eða eitthvað,“ sagði Bjarni. „Ég hef engar áhyggjur af því. Hann mun finna sinn fyrri styrk aftur,“ sagði Bjarni. „Við þurfum heldur betur á þessum manni að halda,“ sagði Stefán. „Alveg klárlega. Hann í sínu besta standi er bara stórkostlegur,“ sagði Einar sem var sammála Bjarna. „Hann fer núna bara heim í hérað og ég veit ekki hvort ég að segja það en lærir af þessu. Gleymir þessu og svo bara áfram gakk,“ sagði Einar. „Ég er rosalega hrifinn af því að þú sért ekki að taka of mikla dramatík í þetta. Fjölmiðlaumfjöllun er svolítið mikil dramatík. Þið eruð að blása þetta upp,“ sagði Bjarni sem vildi hvetja Ómar Inga áfram að festast ekki í þessu móti. „Stundum virkar þetta ekki, stundum heppnast þetta ekki og þó að þú sért að gera allt rétt og leggja mikið á þig. Einhvern veginn. Eins og á vítalinunni. Það þarf ekkert að hanga yfir því. Þetta var bara svona núna, svo ferð þú bara heim, skoðað hvað þú getur gert betur, æfir þig og svo bara kemur þetta,“ sagði Bjarni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira