Tvær af hverjum þremur seldust undir ásettu verði Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2024 08:33 Síðastliðinn nóvember hafði hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði svo lækkað niður í 13,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Um 64 prósent íbúða sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í nóvember síðastliðnum seldust undir ásettu verði, en einungis 14 prósent þeirra voru seld yfir ásettu verði. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur unnið úr útgefnum kaupsamningum og segir frá á heimasíðu stofnunarinnar. Fram kemur að hlutfall íbúða sem hafi selst yfir ásettu verði hafi tekið viðsnúning frá apríl 2022, þegar eftirspurnarþrýstingur hafi verið mikill á húsnæðismarkaði. Í þeim mánuði gafu meirihluti íbúða í flestum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði. „Síðastliðinn nóvember hafði hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði svo lækkað niður í 13,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu, en íbúðir í póstnúmerum 107, 101 og 111 hafa gengið kaupum yfir ásettu verði um og yfir 20 prósent tilvika síðastliðna þrjá mánuði. Í nágrenni höfuðborgarsvæðis hafa 6,8 prósent íbúða gengið kaupum og sölum yfir ásettu verði síðastliðna þrjá mánuði. Íbúðir í Reykjanesbæ hafa í yfir 15 prósent tilvika gengið kaupum yfir ásettu verði á umræddu tímabili. Annars staðar á landinu er hlutfallið 8,7 prósent. HMS Markaðurinn í meira jafnvægi en árið 2022 Lægra hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði eru vísbendingar um að húsnæðismarkaðurinn sé í meira jafnvægi þessa stundina en árið 2022. Svipaðar vísbendingar eru að finna í nýjustu mánaðarskýrslu hagdeildar HMS. Samkvæmt skýrslunni hefur svokallaður birgðartími íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem mælir hversu hratt núverandi framboð íbúða myndi seljast upp, aukist úr tæplega 1 mánuði árið 2022 upp í 4 mánuði í nóvember síðastliðnum. Almennt þykir birgðartími á bilinu 3 til 6 mánuðir merki um heilbrigðan markað sem er hvorki á valdi kaupenda né seljenda,“ segir á vef HMS. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Óumflýjanleg hækkun húsnæðisverðs fari eftir útfærslum Viðbúið er að húsnæðisverð hækki þegar Grindvíkingar koma inn á fasteignamarkaðinn að sögn fjármálaráðherra. Hagfræðideild Landsbankans segir áhrif á þenslu og verðbólgu meðal annars fara eftir því hvort gripið verði til skuldsetningar eða skattheimtu. 23. janúar 2024 20:00 Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. 23. janúar 2024 13:54 Söluminnsta fasteignaár í tæpan áratug Árið í ár var það söluminnsta á fasteignamarkaðinum frá árinu 2014. Þetta segir Páll Pálsson fasteignasali í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. 28. desember 2023 23:22 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Þetta kemur fram í upplýsingum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur unnið úr útgefnum kaupsamningum og segir frá á heimasíðu stofnunarinnar. Fram kemur að hlutfall íbúða sem hafi selst yfir ásettu verði hafi tekið viðsnúning frá apríl 2022, þegar eftirspurnarþrýstingur hafi verið mikill á húsnæðismarkaði. Í þeim mánuði gafu meirihluti íbúða í flestum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði. „Síðastliðinn nóvember hafði hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði svo lækkað niður í 13,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu, en íbúðir í póstnúmerum 107, 101 og 111 hafa gengið kaupum yfir ásettu verði um og yfir 20 prósent tilvika síðastliðna þrjá mánuði. Í nágrenni höfuðborgarsvæðis hafa 6,8 prósent íbúða gengið kaupum og sölum yfir ásettu verði síðastliðna þrjá mánuði. Íbúðir í Reykjanesbæ hafa í yfir 15 prósent tilvika gengið kaupum yfir ásettu verði á umræddu tímabili. Annars staðar á landinu er hlutfallið 8,7 prósent. HMS Markaðurinn í meira jafnvægi en árið 2022 Lægra hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði eru vísbendingar um að húsnæðismarkaðurinn sé í meira jafnvægi þessa stundina en árið 2022. Svipaðar vísbendingar eru að finna í nýjustu mánaðarskýrslu hagdeildar HMS. Samkvæmt skýrslunni hefur svokallaður birgðartími íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem mælir hversu hratt núverandi framboð íbúða myndi seljast upp, aukist úr tæplega 1 mánuði árið 2022 upp í 4 mánuði í nóvember síðastliðnum. Almennt þykir birgðartími á bilinu 3 til 6 mánuðir merki um heilbrigðan markað sem er hvorki á valdi kaupenda né seljenda,“ segir á vef HMS.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Óumflýjanleg hækkun húsnæðisverðs fari eftir útfærslum Viðbúið er að húsnæðisverð hækki þegar Grindvíkingar koma inn á fasteignamarkaðinn að sögn fjármálaráðherra. Hagfræðideild Landsbankans segir áhrif á þenslu og verðbólgu meðal annars fara eftir því hvort gripið verði til skuldsetningar eða skattheimtu. 23. janúar 2024 20:00 Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. 23. janúar 2024 13:54 Söluminnsta fasteignaár í tæpan áratug Árið í ár var það söluminnsta á fasteignamarkaðinum frá árinu 2014. Þetta segir Páll Pálsson fasteignasali í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. 28. desember 2023 23:22 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Óumflýjanleg hækkun húsnæðisverðs fari eftir útfærslum Viðbúið er að húsnæðisverð hækki þegar Grindvíkingar koma inn á fasteignamarkaðinn að sögn fjármálaráðherra. Hagfræðideild Landsbankans segir áhrif á þenslu og verðbólgu meðal annars fara eftir því hvort gripið verði til skuldsetningar eða skattheimtu. 23. janúar 2024 20:00
Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. 23. janúar 2024 13:54
Söluminnsta fasteignaár í tæpan áratug Árið í ár var það söluminnsta á fasteignamarkaðinum frá árinu 2014. Þetta segir Páll Pálsson fasteignasali í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. 28. desember 2023 23:22