„Ég á helling inni og þarf að gera betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2024 17:02 Ómar Ingi Magnússon skýtur að marki Austurríkismanna í leik dagsins. Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon var niðurlútur þrátt fyrir tveggja marka sigur Íslands gegn Austurríki í lokaleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í Þýskalandi þetta árið, 26-24. Íslenska liðið hefði þurft að vinna með fimm marka mun eða meira til að auka möguleika sína á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana, en liðið kastaði frá sér sex marka forystu sem það hafði í hálfleik. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en liðið þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við náttúrulega bara byrjum ekki seinni hálfleikinn af nógu góðum krafti og vorum bara í veseni fyrstu tíu mínúturnar. Ég veit ekki hvað það var,“ sagði Ómar Ingi í leikslok. „Við vorum bara ekki nógu skarpir fannst mér og eitthvað ragir. Við vorum í góðri stöðu, en náðum ekki að nýta okkur það.“ Hann segir að þrátt fyrir sigurinn séu úrslitin klárlega vonbrigði. „Við ætluðum okkur klárlega að vinna þetta stærra. Og sérstaklega miðað við hvernig staðan var í hálfleik. Mér fannst við vera töluvert betri og við áttum að sýna það í seinni hálfleik og vinna stærra. Það er alveg klárt að við erum klárlega betri en við náðum ekki að sýna það.“ Þá segir hann einnig að mögulega vanti drápseðli í liðið, enda var þetta ekki í fyrsta sinn sem íslenska liðið er í góðri stöðu í fyrri hálfleik, en gefur svo eftir í þeima seinni. Klippa: Viðtal við Ómar Inga eftir Austurríkisleikinn „Það gæti verið. Ég veit ekki hvað það er. En þetta er bara svekkjandi því við vorum í góðri stöðu sem við hefðum átt að nýta betur. Kannski fór þetta eitthvað í hausinn á okkur að vera svona yfir, ég veit það ekki. Við þurfum að skoða það.“ Ómar missti af seinasta leik Íslands vegna veikinda og var enn veikur í gær. Hann segir þó að heilsan hafi verið góð í dag og hann hafi verið klár í slaginn. „Ég var alveg klár í slaginn. Ég var ekkert það veikur þannig ég var klár núna.“ Hann segir þó að hans eigin frammistaða hafi valdið honum vonbrigðum. „Ekkert spes. Ég á helling inni og þarf að gera betur, það er alveg klárt. Það eru bara vonbrigði með það að hafa ekki náð að gera þetta almennilega.“ „Ég þarf kannski bara að skoða þetta, en ég komst aldrei í takt við mótið einhvernveginn. Af hverju það er veit ég ekki. Það voru svona skorpur hér og þar en ég var langt frá mínu leveli,“ sagði Ómar að lokum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. 24. janúar 2024 16:44 Tölfræðin á móti Austurríki: Skoruðu ekki mark í rúmar þrettán mínútur Íslenska landsliðið hefur átt marga slæma kafla á Evrópumótinu í ár en fáir voru þó verri en byrjunin á seinni hálfleiknum í dag. 24. janúar 2024 16:38 „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Íslenska liðið hefði þurft að vinna með fimm marka mun eða meira til að auka möguleika sína á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana, en liðið kastaði frá sér sex marka forystu sem það hafði í hálfleik. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en liðið þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við náttúrulega bara byrjum ekki seinni hálfleikinn af nógu góðum krafti og vorum bara í veseni fyrstu tíu mínúturnar. Ég veit ekki hvað það var,“ sagði Ómar Ingi í leikslok. „Við vorum bara ekki nógu skarpir fannst mér og eitthvað ragir. Við vorum í góðri stöðu, en náðum ekki að nýta okkur það.“ Hann segir að þrátt fyrir sigurinn séu úrslitin klárlega vonbrigði. „Við ætluðum okkur klárlega að vinna þetta stærra. Og sérstaklega miðað við hvernig staðan var í hálfleik. Mér fannst við vera töluvert betri og við áttum að sýna það í seinni hálfleik og vinna stærra. Það er alveg klárt að við erum klárlega betri en við náðum ekki að sýna það.“ Þá segir hann einnig að mögulega vanti drápseðli í liðið, enda var þetta ekki í fyrsta sinn sem íslenska liðið er í góðri stöðu í fyrri hálfleik, en gefur svo eftir í þeima seinni. Klippa: Viðtal við Ómar Inga eftir Austurríkisleikinn „Það gæti verið. Ég veit ekki hvað það er. En þetta er bara svekkjandi því við vorum í góðri stöðu sem við hefðum átt að nýta betur. Kannski fór þetta eitthvað í hausinn á okkur að vera svona yfir, ég veit það ekki. Við þurfum að skoða það.“ Ómar missti af seinasta leik Íslands vegna veikinda og var enn veikur í gær. Hann segir þó að heilsan hafi verið góð í dag og hann hafi verið klár í slaginn. „Ég var alveg klár í slaginn. Ég var ekkert það veikur þannig ég var klár núna.“ Hann segir þó að hans eigin frammistaða hafi valdið honum vonbrigðum. „Ekkert spes. Ég á helling inni og þarf að gera betur, það er alveg klárt. Það eru bara vonbrigði með það að hafa ekki náð að gera þetta almennilega.“ „Ég þarf kannski bara að skoða þetta, en ég komst aldrei í takt við mótið einhvernveginn. Af hverju það er veit ég ekki. Það voru svona skorpur hér og þar en ég var langt frá mínu leveli,“ sagði Ómar að lokum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. 24. janúar 2024 16:44 Tölfræðin á móti Austurríki: Skoruðu ekki mark í rúmar þrettán mínútur Íslenska landsliðið hefur átt marga slæma kafla á Evrópumótinu í ár en fáir voru þó verri en byrjunin á seinni hálfleiknum í dag. 24. janúar 2024 16:38 „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
„Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. 24. janúar 2024 16:44
Tölfræðin á móti Austurríki: Skoruðu ekki mark í rúmar þrettán mínútur Íslenska landsliðið hefur átt marga slæma kafla á Evrópumótinu í ár en fáir voru þó verri en byrjunin á seinni hálfleiknum í dag. 24. janúar 2024 16:38
„Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34
Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15