„Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2024 16:34 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega súr eftir að íslenska liðið kastaði frá sér forystunni í dag. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. „Ég hef bara ekki nein frábær svör fyrir ykkur, því miður. Við komum bara mjög flatir út í seinni hálfleik og eðlilega er það ekki uppleggið og við erum bara ekki í sama takti og í fyrri hálfleik. Við náum engan veginn að fylgja honum eftir sem er eðlilega bara svekkjandi og það svíður,“ sagði Snorri í leikslok, en fimm marka sigur hefði komið íslenska liðinu í vænlega stöðu um að vinna sér inn sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana. „Enn og aftur er markmaðurinn í hinu liðinu maður leiksins og við erum búnir að fara oft yfir það að það er ekki góður kokteill. Það er alveg fínt að vinna leikinn en tilfinningin er ekki þannig.“ Til að eiga möguleika á sæti í umspili fyrir ÓL þurfa íslensku strákarnir nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum síðar í dag og Snorri segir það ekki góða tilfinningu. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Austurríkisleikinn „Ég held að þú skynjir það bara hvernig mönnum líður og hafir séð það inni á vellinum í lok leiks. Auðvitað vorum við að spila á móti spútnik liðinu og allt það, en við náðum þessu í þann farveg sem við vildum og það er fáránlega svekkjandi að hafa á svona stuttum tíma í seinni hálfleik bara kastað því forskoti frá okkur,“ sagði Snorri, en íslenska liðið fór með sex marka forskot inn í hálfleikshléið áður en sóknarleikur liðsins hrundi á stórum kafla í síðari hálfleik. Snorri var nú að klára sitt fyrsta mót sem þjálfari íslenska landsliðsins og þrátt fyrir að vera ekki kominn á þann stað að vera farinn að gera upp mótið segist hann hafa lært ýmislegt. „Ég er nú ekki kominn svo langt að vera búinn að gera upp mótið, en ég er búinn að læra mikið. Þetta er búið að vera erfitt, gaman og allt í bland. Núna þarf ég bara tíma til að melta þetta og gera þetta upp. Í heildina litið er spilamennskan bar ekki nægilega góð og ég er fúll yfir niðurstöðunni.“ Þá segir hann einnig að mótið í heild sinni hafi verið ákveðin vonbrigði. „Ef þú spyrð mig núna þá líður mér eins og þetta séu vonbrigði. Auðvitað er stutt á milli í þessu öllu saman, en mér fannst við eiga inni á löngum köflum og mér fannst við ekki ná nægilega oft upp okkar bestu frammistöðu. Þannig að já, við getum alveg kallað þetta vonbrigði,“ sagði Snorri að lokum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Ég hef bara ekki nein frábær svör fyrir ykkur, því miður. Við komum bara mjög flatir út í seinni hálfleik og eðlilega er það ekki uppleggið og við erum bara ekki í sama takti og í fyrri hálfleik. Við náum engan veginn að fylgja honum eftir sem er eðlilega bara svekkjandi og það svíður,“ sagði Snorri í leikslok, en fimm marka sigur hefði komið íslenska liðinu í vænlega stöðu um að vinna sér inn sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana. „Enn og aftur er markmaðurinn í hinu liðinu maður leiksins og við erum búnir að fara oft yfir það að það er ekki góður kokteill. Það er alveg fínt að vinna leikinn en tilfinningin er ekki þannig.“ Til að eiga möguleika á sæti í umspili fyrir ÓL þurfa íslensku strákarnir nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum síðar í dag og Snorri segir það ekki góða tilfinningu. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Austurríkisleikinn „Ég held að þú skynjir það bara hvernig mönnum líður og hafir séð það inni á vellinum í lok leiks. Auðvitað vorum við að spila á móti spútnik liðinu og allt það, en við náðum þessu í þann farveg sem við vildum og það er fáránlega svekkjandi að hafa á svona stuttum tíma í seinni hálfleik bara kastað því forskoti frá okkur,“ sagði Snorri, en íslenska liðið fór með sex marka forskot inn í hálfleikshléið áður en sóknarleikur liðsins hrundi á stórum kafla í síðari hálfleik. Snorri var nú að klára sitt fyrsta mót sem þjálfari íslenska landsliðsins og þrátt fyrir að vera ekki kominn á þann stað að vera farinn að gera upp mótið segist hann hafa lært ýmislegt. „Ég er nú ekki kominn svo langt að vera búinn að gera upp mótið, en ég er búinn að læra mikið. Þetta er búið að vera erfitt, gaman og allt í bland. Núna þarf ég bara tíma til að melta þetta og gera þetta upp. Í heildina litið er spilamennskan bar ekki nægilega góð og ég er fúll yfir niðurstöðunni.“ Þá segir hann einnig að mótið í heild sinni hafi verið ákveðin vonbrigði. „Ef þú spyrð mig núna þá líður mér eins og þetta séu vonbrigði. Auðvitað er stutt á milli í þessu öllu saman, en mér fannst við eiga inni á löngum köflum og mér fannst við ekki ná nægilega oft upp okkar bestu frammistöðu. Þannig að já, við getum alveg kallað þetta vonbrigði,“ sagði Snorri að lokum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti