Segist ekki vilja láta bendla sig við skemmtistaðakeppni Sverris Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. janúar 2024 18:53 Manuela vill ekki tengjast keppninni sem Sverrir heldur. Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Ísland segist ekki vilja láta bendla sig við fegurðarsamkeppnina Miss Bikini Iceland, sem er í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Myndir af nýlegum titilhöfum Ungfrú Íslands voru notaðar til að auglýsa keppni Sverris. Hann segir á fjórða tug hafa sótt um þátttöku. „Það hefur tekið langan tíma að ná fram jákvæðari ímynd á fegurðarsamkeppnir, og sýna hversu mikið þær hafa breyst og hversu uppbyggilegar og valdeflandi þær geta verið fyrir konur. Ég er búin að vera ótrúlega passasöm á allt mitt og er þessi keppni ekki eitthvað sem ég vil láta bendla mig við. Þetta eru ótrúlega ólíkar keppnir og getur verið villandi fyrir fólk að sjá myndir frá okkur tengt þessu,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Umrædd keppni verður haldin í mars á skemmtistöðunum Exit og B5. Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun þjálfa keppendur, og sagði hún í samtali við Vísi á dögunum að markmiðið væri að endurvekja hina gömlu Ungfrú Hawaiian-Tropic keppni. Ásdís var framkvæmdastjóri þeirra keppni árið 2008. Myndirnar sem Sverrir notaði í auglýsinguna fyrir keppnina voru af þeim Elísu Gróu Steinþórsdóttur, Ungfrú Ísland 2021, Hrafnhildi Haraldsdóttur, Ungfrú Ísland 2022 og Lilju Sif Pétursdóttur, Ungfrú Ísland 2023, en myndirnar eru í eigu Arnórs Traustasonar ljósmyndara. „Þetta var tekið niður sem er aðalatriðið en þær eru samt búnir að vera inni í einhverjar klukkustundir, einhver skaði er skeður. Að bera fyrir sig mistök skil ég ekki. Mér fannst Sverrir gera mjög lítið úr þessu og bar þetta upp eins ég væri með óþarfa vesen,“ segir Manuela. Skjáskot/Manuela Ósk Á fjórða tug umsækjenda Sverrir segir í skriflegu svari til Vísis að um mistök hafi verið að ræða. Hann ætli sér að greiða eiganda myndanna fyrir óheimila birtingu. „Fyrir mistök fóru á samfélagsmiðla tvær færslur með rangri mynd þegar verið að greina frá Miss Bikini Iceland keppninni. Ranga myndin var uppkast frá því verið var að leggja drög að kynningu á Miss Bikini Iceland. Færslurnar voru að sjálfsögðu teknar úr birtingu um leið og mistökin uppgötvuðust. Ekki var á nokkurn hátt ásetningur um að nota myndir frá keppninni Ungfrú ísland sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir og hef stutt í gegnum tíðina, meðal annars með samstarfi við Þrastalund. Ég greiði eiganda myndanna eðlilegt verð fyrir óheimila birtingu þeirra þessa stuttu stund sem hún varði, en árétta að þetta voru mistök sem hafa verið leiðrétt,“ segir Sverrir. Viðbrögðin við keppninni hafi verið mjög góð. „Nú þegar höfum við fengið á fjórða tug umsókna um þátttöku í keppninni. Um þær og tilhögun keppninnar verður upplýst nánar þegar nær dregur,“ segir Sverrir. Ungfrú Ísland Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
„Það hefur tekið langan tíma að ná fram jákvæðari ímynd á fegurðarsamkeppnir, og sýna hversu mikið þær hafa breyst og hversu uppbyggilegar og valdeflandi þær geta verið fyrir konur. Ég er búin að vera ótrúlega passasöm á allt mitt og er þessi keppni ekki eitthvað sem ég vil láta bendla mig við. Þetta eru ótrúlega ólíkar keppnir og getur verið villandi fyrir fólk að sjá myndir frá okkur tengt þessu,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Umrædd keppni verður haldin í mars á skemmtistöðunum Exit og B5. Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun þjálfa keppendur, og sagði hún í samtali við Vísi á dögunum að markmiðið væri að endurvekja hina gömlu Ungfrú Hawaiian-Tropic keppni. Ásdís var framkvæmdastjóri þeirra keppni árið 2008. Myndirnar sem Sverrir notaði í auglýsinguna fyrir keppnina voru af þeim Elísu Gróu Steinþórsdóttur, Ungfrú Ísland 2021, Hrafnhildi Haraldsdóttur, Ungfrú Ísland 2022 og Lilju Sif Pétursdóttur, Ungfrú Ísland 2023, en myndirnar eru í eigu Arnórs Traustasonar ljósmyndara. „Þetta var tekið niður sem er aðalatriðið en þær eru samt búnir að vera inni í einhverjar klukkustundir, einhver skaði er skeður. Að bera fyrir sig mistök skil ég ekki. Mér fannst Sverrir gera mjög lítið úr þessu og bar þetta upp eins ég væri með óþarfa vesen,“ segir Manuela. Skjáskot/Manuela Ósk Á fjórða tug umsækjenda Sverrir segir í skriflegu svari til Vísis að um mistök hafi verið að ræða. Hann ætli sér að greiða eiganda myndanna fyrir óheimila birtingu. „Fyrir mistök fóru á samfélagsmiðla tvær færslur með rangri mynd þegar verið að greina frá Miss Bikini Iceland keppninni. Ranga myndin var uppkast frá því verið var að leggja drög að kynningu á Miss Bikini Iceland. Færslurnar voru að sjálfsögðu teknar úr birtingu um leið og mistökin uppgötvuðust. Ekki var á nokkurn hátt ásetningur um að nota myndir frá keppninni Ungfrú ísland sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir og hef stutt í gegnum tíðina, meðal annars með samstarfi við Þrastalund. Ég greiði eiganda myndanna eðlilegt verð fyrir óheimila birtingu þeirra þessa stuttu stund sem hún varði, en árétta að þetta voru mistök sem hafa verið leiðrétt,“ segir Sverrir. Viðbrögðin við keppninni hafi verið mjög góð. „Nú þegar höfum við fengið á fjórða tug umsókna um þátttöku í keppninni. Um þær og tilhögun keppninnar verður upplýst nánar þegar nær dregur,“ segir Sverrir.
Ungfrú Ísland Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira