Virkjanir í Ölfusi og hagsmunir Hvergerðinga Njörður Sigurðsson skrifar 24. janúar 2024 09:02 Náttúruperlan Ölfusdalur Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform. Þessar fréttir komu bæjarstjórn Hveragerðis og Hvergerðingum mjög á óvart en ekkert samráð hafði verið haft við sveitarfélagið um þessi virkjanaáform sem þó eru í bakgarði Hveragerðis eða um 2 km frá byggðinni. Fréttir um þessi virkjanaáform komu líka RARIK á óvart sem sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttamannfundarins en RARIK hefur jafnframt hug á að virkja í dalnum. RARIK hefur heldur ekki haft samráð við Hveragerðisbæ eða íbúa um virkjanaáform. Hvergerðingar ráði ferðinni Það er eindregin skoðun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar að íbúar Hveragerðis eiga að ráða hvort sett verði virkjun í bakgarðinum þeirra, enda hefur slík virkjun mest áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Í þessu samhengi er rétt að minna á áhrifin sem Hellisheiðarvirkjun og borholur á Hellisheiði hafa haft á íbúa í gegnum tíðina með manngerðum jarðskjálftum, loftmengun og hávaðanið frá blásandi borholum sem berst til Hveragerðis. Þá eru miklar áhyggjur ef farið er að bora og virkja jarðvarma í Ölfusdal að það geti valdið niðurdrætti á jarðhitasvæðinu í Reykjadal og Grænsdal sem eru einstök í heiminum en um 400.000 ferðamenn sækja svæðin heim á ári hverju. Hveragerðisbær hefur þegar fundað með stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur og komið á framfæri mótmælum um samráðsleysið og þeirri ósk að ekki verði farið af stað, hvorki með rannsóknarleyfi né nýtingarleyfi, nema að sveitarfélagið og íbúar séu sátt við virkjanaáform. Þá hefur Hveragerðisbær jafnframt óskað eftir fundi með Sveitarfélaginu Ölfusi og RARIK til að fara yfir sjónarmið sveitarfélagsins. Nýjar borholur á Hellisheiði eru nálægt Hveragerði Nú er verið að undirbúa enn frekari orkuvinnslu á Hellisheiði á vegum OR, í Meitlum og Hverahlíð II og hefur Sveitarfélagið Ölfus unnið að breytingu á skipulagi svæðisins vegna þessa. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar bókaði um þetta á bæjarstjórnarfundi 11. janúar 2024: „Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar að virkjanir og aukin nýting jarðvarma á þessu svæði hafa umfangsmest áhrif á gæði byggðar í Hveragerði. Nauðsynlegt er að tryggja að íbúar Hveragerðisbæjar fái að hafa áhrif á það hvernig og hvort slík starfsemi muni eiga sér stað í slíkri nálægð við bæinn. Jafnframt eru líkur á að aukin nýting á þessu svæði geti valdið niðurdrætti og hafi þannig áhrif á möguleika á orkuöflun í og við Hveragerði.“ Nýjar borholur, ef af verður, munu vera í um 4-5 km fjarlægð frá byggðinni í Hveragerði, nokkru nær en borholur í Hverahlíð sem nú þegar valda hávaðamengun í bænum þegar þær blása nokkrum sinnum á ári. Gallað regluverk Það er Sveitarfélagið Ölfus sem fer með skipulagsvaldið á Hellisheiði, og jafnframt í norðurhluta Ölfusdals þar sem áhugi er að virkja enda þessir virkjanastaðir innan sveitarfélagsins. Það er því Sveitarfélagið Ölfus sem heimilar virkjanaáform í skipulagi sínu. Hveragerðisbær hefur því samkvæmt lögum ekki ákvarðanavald í þessu efni, jafnvel þótt áhrif virkjana séu mest á íbúa Hveragerðis. Regluverkið er gallað, en nauðsynlegt er að tryggja íbúum og sveitarfélögum í næsta nágrenni við virkjanir aðkomu að ákvörðunum og í raun úrslitavald í slíkum málum. Í þessu samhengi má benda á að í samfélagsumræðunni undanfarin misseri hefur verið rætt um mikilvægi þess að virkjanaáform skili ábata til nærsamfélagsins, en nærsamfélag Ölfusdals og Hellisheiðar er Hveragerðisbær og nágrenni. Í þessari umræðu ætti nærsamfélagið að hafa rödd og ákvarðanarétt hvort virkjanir sem hafa áhrif á lífsgæði íbúa séu reistar eða ekki. Ekki í nágrenni Þorlákshafnar, en í nágrenni Hveragerðis? Þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þessi vindvirkjun átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn. Það hefur því vakið nokkra furðu í Hveragerði að Sveitarfélagið Ölfus skuli sækja stíft að virkja í nágrenni Hveragerðis (2-5 km frá byggðinni) þegar sama stjórnvald taldi að ekki væri hægt að virkja í nágrenni Þorlákshafnar vegna þess að það myndi spilla náttúru og útsýni í nágrenni við þéttbýli sveitarfélagsins. Eins og í Þorlákshöfn, eiga íbúar Hveragerðis að ráða hvort að sett verði jarðvarmavirkjun, borholur eða vindvirkjun í nágrenni byggðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Ölfus Skipulag Orkumál Orkuskipti Njörður Sigurðsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúruperlan Ölfusdalur Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform. Þessar fréttir komu bæjarstjórn Hveragerðis og Hvergerðingum mjög á óvart en ekkert samráð hafði verið haft við sveitarfélagið um þessi virkjanaáform sem þó eru í bakgarði Hveragerðis eða um 2 km frá byggðinni. Fréttir um þessi virkjanaáform komu líka RARIK á óvart sem sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttamannfundarins en RARIK hefur jafnframt hug á að virkja í dalnum. RARIK hefur heldur ekki haft samráð við Hveragerðisbæ eða íbúa um virkjanaáform. Hvergerðingar ráði ferðinni Það er eindregin skoðun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar að íbúar Hveragerðis eiga að ráða hvort sett verði virkjun í bakgarðinum þeirra, enda hefur slík virkjun mest áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Í þessu samhengi er rétt að minna á áhrifin sem Hellisheiðarvirkjun og borholur á Hellisheiði hafa haft á íbúa í gegnum tíðina með manngerðum jarðskjálftum, loftmengun og hávaðanið frá blásandi borholum sem berst til Hveragerðis. Þá eru miklar áhyggjur ef farið er að bora og virkja jarðvarma í Ölfusdal að það geti valdið niðurdrætti á jarðhitasvæðinu í Reykjadal og Grænsdal sem eru einstök í heiminum en um 400.000 ferðamenn sækja svæðin heim á ári hverju. Hveragerðisbær hefur þegar fundað með stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur og komið á framfæri mótmælum um samráðsleysið og þeirri ósk að ekki verði farið af stað, hvorki með rannsóknarleyfi né nýtingarleyfi, nema að sveitarfélagið og íbúar séu sátt við virkjanaáform. Þá hefur Hveragerðisbær jafnframt óskað eftir fundi með Sveitarfélaginu Ölfusi og RARIK til að fara yfir sjónarmið sveitarfélagsins. Nýjar borholur á Hellisheiði eru nálægt Hveragerði Nú er verið að undirbúa enn frekari orkuvinnslu á Hellisheiði á vegum OR, í Meitlum og Hverahlíð II og hefur Sveitarfélagið Ölfus unnið að breytingu á skipulagi svæðisins vegna þessa. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar bókaði um þetta á bæjarstjórnarfundi 11. janúar 2024: „Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar að virkjanir og aukin nýting jarðvarma á þessu svæði hafa umfangsmest áhrif á gæði byggðar í Hveragerði. Nauðsynlegt er að tryggja að íbúar Hveragerðisbæjar fái að hafa áhrif á það hvernig og hvort slík starfsemi muni eiga sér stað í slíkri nálægð við bæinn. Jafnframt eru líkur á að aukin nýting á þessu svæði geti valdið niðurdrætti og hafi þannig áhrif á möguleika á orkuöflun í og við Hveragerði.“ Nýjar borholur, ef af verður, munu vera í um 4-5 km fjarlægð frá byggðinni í Hveragerði, nokkru nær en borholur í Hverahlíð sem nú þegar valda hávaðamengun í bænum þegar þær blása nokkrum sinnum á ári. Gallað regluverk Það er Sveitarfélagið Ölfus sem fer með skipulagsvaldið á Hellisheiði, og jafnframt í norðurhluta Ölfusdals þar sem áhugi er að virkja enda þessir virkjanastaðir innan sveitarfélagsins. Það er því Sveitarfélagið Ölfus sem heimilar virkjanaáform í skipulagi sínu. Hveragerðisbær hefur því samkvæmt lögum ekki ákvarðanavald í þessu efni, jafnvel þótt áhrif virkjana séu mest á íbúa Hveragerðis. Regluverkið er gallað, en nauðsynlegt er að tryggja íbúum og sveitarfélögum í næsta nágrenni við virkjanir aðkomu að ákvörðunum og í raun úrslitavald í slíkum málum. Í þessu samhengi má benda á að í samfélagsumræðunni undanfarin misseri hefur verið rætt um mikilvægi þess að virkjanaáform skili ábata til nærsamfélagsins, en nærsamfélag Ölfusdals og Hellisheiðar er Hveragerðisbær og nágrenni. Í þessari umræðu ætti nærsamfélagið að hafa rödd og ákvarðanarétt hvort virkjanir sem hafa áhrif á lífsgæði íbúa séu reistar eða ekki. Ekki í nágrenni Þorlákshafnar, en í nágrenni Hveragerðis? Þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þessi vindvirkjun átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn. Það hefur því vakið nokkra furðu í Hveragerði að Sveitarfélagið Ölfus skuli sækja stíft að virkja í nágrenni Hveragerðis (2-5 km frá byggðinni) þegar sama stjórnvald taldi að ekki væri hægt að virkja í nágrenni Þorlákshafnar vegna þess að það myndi spilla náttúru og útsýni í nágrenni við þéttbýli sveitarfélagsins. Eins og í Þorlákshöfn, eiga íbúar Hveragerðis að ráða hvort að sett verði jarðvarmavirkjun, borholur eða vindvirkjun í nágrenni byggðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun