Lyfjafræðingar kalla eftir skýrari reglum um skaðaminnkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 23. janúar 2024 23:38 Fréttamaður náði tali af Sigurbjörgu, formanni Lyfjafræðingafélagsins, í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Lyfjafræðingar funda í kvöld um skaðaminnkun í lyfjameðferð. Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir lyfjafræðinga kalla eftir faglegu verklagi og skýrari reglum í tengslum við skaðaminnkun. Þegar viðburðurinn var auglýstur meðal lyfjafræðinga er sögð hafa orðið sprenging í eftirsókn. Sjötíu lyfjafræðingar mættu á fundinn og enn fleiri nálguðust hann í gegn um fjarfundarbúnað. „Ég held að þetta sé hárréttur viðburður á hárréttum tíma. Við lyfjafræðingar erum allir af vilja gerðir. Við viljum aðstoða heilbrigðiskerfið og getum gert svo miklu meira. En við erum að kalla á eftir faglegu verklagi,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Sigurbjörg segir lyf sem skilgreind eru sem ávana- og fíknilyf oft mjög vandmeðfarin í ávísun og afgreiðslu. Heilbrigðisstarfsmenn geti misst starfsleyfi ávísi eða afgreiði þeir umfram það sem þeir mega. „Og það er það sem við erum að kalla á eftir, við þurfum aðeins skýrari reglur,“ segir hún. Býstu við að einhverjar lausnir komi fram á fundinum? „Það yrði náttúrlega frábært ef það yrðu það miklar umræður að það kæmu kannski einhverjar lausnir í kjölfarið. En við erum að fræða lyfjafræðinga um lausnir annars staðar í heiminum. Til dæmis Noregi. Og við verðum að sjá hvað kemur út úr því.“ Sigurbjörg segir skaðaminnkun ganga út á að mæta einstaklingnum af virðingu og eins og hann er. „En það má ekki vera þannig að við sem apótek hegðum okkur eins og einhverjir sjálfsalar. Við þurfum náttúrlega að fá skýrt, hvað er það sem er minni skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild sinni.“ Lyf Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Þegar viðburðurinn var auglýstur meðal lyfjafræðinga er sögð hafa orðið sprenging í eftirsókn. Sjötíu lyfjafræðingar mættu á fundinn og enn fleiri nálguðust hann í gegn um fjarfundarbúnað. „Ég held að þetta sé hárréttur viðburður á hárréttum tíma. Við lyfjafræðingar erum allir af vilja gerðir. Við viljum aðstoða heilbrigðiskerfið og getum gert svo miklu meira. En við erum að kalla á eftir faglegu verklagi,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Sigurbjörg segir lyf sem skilgreind eru sem ávana- og fíknilyf oft mjög vandmeðfarin í ávísun og afgreiðslu. Heilbrigðisstarfsmenn geti misst starfsleyfi ávísi eða afgreiði þeir umfram það sem þeir mega. „Og það er það sem við erum að kalla á eftir, við þurfum aðeins skýrari reglur,“ segir hún. Býstu við að einhverjar lausnir komi fram á fundinum? „Það yrði náttúrlega frábært ef það yrðu það miklar umræður að það kæmu kannski einhverjar lausnir í kjölfarið. En við erum að fræða lyfjafræðinga um lausnir annars staðar í heiminum. Til dæmis Noregi. Og við verðum að sjá hvað kemur út úr því.“ Sigurbjörg segir skaðaminnkun ganga út á að mæta einstaklingnum af virðingu og eins og hann er. „En það má ekki vera þannig að við sem apótek hegðum okkur eins og einhverjir sjálfsalar. Við þurfum náttúrlega að fá skýrt, hvað er það sem er minni skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild sinni.“
Lyf Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira