Lyfjafræðingar kalla eftir skýrari reglum um skaðaminnkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 23. janúar 2024 23:38 Fréttamaður náði tali af Sigurbjörgu, formanni Lyfjafræðingafélagsins, í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Lyfjafræðingar funda í kvöld um skaðaminnkun í lyfjameðferð. Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir lyfjafræðinga kalla eftir faglegu verklagi og skýrari reglum í tengslum við skaðaminnkun. Þegar viðburðurinn var auglýstur meðal lyfjafræðinga er sögð hafa orðið sprenging í eftirsókn. Sjötíu lyfjafræðingar mættu á fundinn og enn fleiri nálguðust hann í gegn um fjarfundarbúnað. „Ég held að þetta sé hárréttur viðburður á hárréttum tíma. Við lyfjafræðingar erum allir af vilja gerðir. Við viljum aðstoða heilbrigðiskerfið og getum gert svo miklu meira. En við erum að kalla á eftir faglegu verklagi,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Sigurbjörg segir lyf sem skilgreind eru sem ávana- og fíknilyf oft mjög vandmeðfarin í ávísun og afgreiðslu. Heilbrigðisstarfsmenn geti misst starfsleyfi ávísi eða afgreiði þeir umfram það sem þeir mega. „Og það er það sem við erum að kalla á eftir, við þurfum aðeins skýrari reglur,“ segir hún. Býstu við að einhverjar lausnir komi fram á fundinum? „Það yrði náttúrlega frábært ef það yrðu það miklar umræður að það kæmu kannski einhverjar lausnir í kjölfarið. En við erum að fræða lyfjafræðinga um lausnir annars staðar í heiminum. Til dæmis Noregi. Og við verðum að sjá hvað kemur út úr því.“ Sigurbjörg segir skaðaminnkun ganga út á að mæta einstaklingnum af virðingu og eins og hann er. „En það má ekki vera þannig að við sem apótek hegðum okkur eins og einhverjir sjálfsalar. Við þurfum náttúrlega að fá skýrt, hvað er það sem er minni skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild sinni.“ Lyf Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Þegar viðburðurinn var auglýstur meðal lyfjafræðinga er sögð hafa orðið sprenging í eftirsókn. Sjötíu lyfjafræðingar mættu á fundinn og enn fleiri nálguðust hann í gegn um fjarfundarbúnað. „Ég held að þetta sé hárréttur viðburður á hárréttum tíma. Við lyfjafræðingar erum allir af vilja gerðir. Við viljum aðstoða heilbrigðiskerfið og getum gert svo miklu meira. En við erum að kalla á eftir faglegu verklagi,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Sigurbjörg segir lyf sem skilgreind eru sem ávana- og fíknilyf oft mjög vandmeðfarin í ávísun og afgreiðslu. Heilbrigðisstarfsmenn geti misst starfsleyfi ávísi eða afgreiði þeir umfram það sem þeir mega. „Og það er það sem við erum að kalla á eftir, við þurfum aðeins skýrari reglur,“ segir hún. Býstu við að einhverjar lausnir komi fram á fundinum? „Það yrði náttúrlega frábært ef það yrðu það miklar umræður að það kæmu kannski einhverjar lausnir í kjölfarið. En við erum að fræða lyfjafræðinga um lausnir annars staðar í heiminum. Til dæmis Noregi. Og við verðum að sjá hvað kemur út úr því.“ Sigurbjörg segir skaðaminnkun ganga út á að mæta einstaklingnum af virðingu og eins og hann er. „En það má ekki vera þannig að við sem apótek hegðum okkur eins og einhverjir sjálfsalar. Við þurfum náttúrlega að fá skýrt, hvað er það sem er minni skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild sinni.“
Lyf Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira