Minnir ógnvænlega mikið á Covid-mótið Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2024 07:30 Viggó Kristjánsson er búinn að standa sig vel á Evrópumótinu en fram undan er afar mikilvægur lokaleikur við Austurríki. VÍSIR/VILHELM Handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson segir stöðuna á íslenska landsliðshópnum síðustu sólarhringa, vegna veikinda, farna að minna óþægilega mikið á „Covid-mótið“ í Búdapest fyrir tveimur árum. Íslendingar geti þó ekki kvartað og ætli sér að eiga toppleik gegn Austurríki í dag. Á síðasta Evrópumóti, 2022, smituðust leikmenn landsliðsins hver á fætur öðrum af kórónuveirunni og þurfti ítrekað að kalla inn nýja menn í hópinn. Í gærmorgun, þegar Viggó mætti í viðtal á hóteli landsliðsins, voru fjórir liðsfélagar hans mjög veikir, þeir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Kristján Örn Kristjánsson. „Maður er kominn með eitthvað smá í hálsinn en ekkert alvarlegt. Þetta er farið að minna ógnvænlega mikið á Búdapest fyrir tveimur árum. Við þurfum að halda okkur frískum og klára þetta [í dag],“ sagði Viggó. „Við getum ekki kvartað yfir þreytu gegn Austurríki. Þeir eru búnir að spila á mikið færri mönnum allt mótið en við. Við höfum náð að rúlla þessu nokkuð vel og eigum að vera ferskari en þeir,“ sagði Viggó og bætti við að sigurinn á Króatíu gerði ekki annað en að efla leikmenn til dáða. Klippa: Viggó vill fimm marka sigur í dag Ísland vann Austurríki í tveimur vináttulandsleikjum fyrir EM en Austurríki hefur spilað frábærlega á EM og aðeins tapað einu sinni, gegn Frökkum í fyrrakvöld. „Þetta lið hefur komið mest á óvart, engin spurning. Þeir hafa spilað ótrúlega vel á mótinu. Búnir að stilla upp mjög sterkri vörn og hafa verið klókir í sókninni, þar sem þeir spila svolítið 7 á 6 líka. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu [í fyrradag]. Það er ekki hægt að vanmeta þá, og líka vitandi það að við þurfum líklegast að vinna með fimm eða fleiri marka mun. Við þurfum toppleik og þá er ég bjartsýnn á að við náum að vinna með fimm,“ sagði Viggó en til að Ísland þurfi ekki hjálp Ungverja við að enda ofar en Austurríki, sem er mikilvægt upp á sæti í undankeppni Ólympíuleika, þá þarf Ísland fimm marka sigur. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Á síðasta Evrópumóti, 2022, smituðust leikmenn landsliðsins hver á fætur öðrum af kórónuveirunni og þurfti ítrekað að kalla inn nýja menn í hópinn. Í gærmorgun, þegar Viggó mætti í viðtal á hóteli landsliðsins, voru fjórir liðsfélagar hans mjög veikir, þeir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Kristján Örn Kristjánsson. „Maður er kominn með eitthvað smá í hálsinn en ekkert alvarlegt. Þetta er farið að minna ógnvænlega mikið á Búdapest fyrir tveimur árum. Við þurfum að halda okkur frískum og klára þetta [í dag],“ sagði Viggó. „Við getum ekki kvartað yfir þreytu gegn Austurríki. Þeir eru búnir að spila á mikið færri mönnum allt mótið en við. Við höfum náð að rúlla þessu nokkuð vel og eigum að vera ferskari en þeir,“ sagði Viggó og bætti við að sigurinn á Króatíu gerði ekki annað en að efla leikmenn til dáða. Klippa: Viggó vill fimm marka sigur í dag Ísland vann Austurríki í tveimur vináttulandsleikjum fyrir EM en Austurríki hefur spilað frábærlega á EM og aðeins tapað einu sinni, gegn Frökkum í fyrrakvöld. „Þetta lið hefur komið mest á óvart, engin spurning. Þeir hafa spilað ótrúlega vel á mótinu. Búnir að stilla upp mjög sterkri vörn og hafa verið klókir í sókninni, þar sem þeir spila svolítið 7 á 6 líka. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu [í fyrradag]. Það er ekki hægt að vanmeta þá, og líka vitandi það að við þurfum líklegast að vinna með fimm eða fleiri marka mun. Við þurfum toppleik og þá er ég bjartsýnn á að við náum að vinna með fimm,“ sagði Viggó en til að Ísland þurfi ekki hjálp Ungverja við að enda ofar en Austurríki, sem er mikilvægt upp á sæti í undankeppni Ólympíuleika, þá þarf Ísland fimm marka sigur. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni