Vilja breyta stjórnarskrá svo átján ára geti orðið forseti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. janúar 2024 18:11 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir er einn flutningsmanna málsins. Vísir/Vilhelm Fimm þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytingar á stjórnarskránni sem felur í sér að fjarlægja eigi það skilyrði að Íslendingur þurfi að vera 35 ára eða eldri til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þeir segja aldurstakmarkið tímaskekkju og það sýni vantraust gagnvart kjósendum. Flutningsmenn frumvarpsins eru Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Stefán Vagn Stefánsson og Jóhann Friðrik Friðriksson. Vilja að aldurstakmarkið verði átján ár Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að forsetaembættið sé eitt þriggja embætta sem fela í sér aldurskröfur upp á 35 ár. Hin tvö embættin eru hæstaréttardómari og landsréttardómari. Þá vísa þeir til athugasemda við stjórnarskrárfrumvarpið 1944 þar sem fram kemur að „ekki þykir hlýða, að yngri maður en 35 ára geti orðið forseti“ þar sem forseti þarf að búa yfir, auk margs annars, „lipurð og mannþekkingu, sem ekki fæst nema með nokkrum aldri“. „Fjölmargir einstaklingar undir 35 ára aldri gætu hæglega staðist kröfur þjóðarinnar hvað embættið varðar og sinnt því vel. Rétt eins og þjóðinni er treyst til að ákveða hæfi frambjóðenda á grundvelli menntunar og fyrri starfa, þá eigi henni einnig að vera treystandi til að taka ákvörðun um hvort frambjóðandi búi yfir „lipurð og mannþekkingu“, sérstaklega í ljósi þess að upplýsingaflæði innan samfélagsins hefur batnað til muna frá samþykkt stjórnarskrárinnar, t.d. með tilkomu alnetsins,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Mat flutningsmanna sé að afnema eigi skilyrði um að forsetaefni skuli hafa náð 35 ára aldri á kjördag. Þess í stað ætti aldurstakmark til forsetaframboðs að miðast við kosningarétt, eins og í alþingiskosningum. Þá segja þau að reglan um að einstaklingur þurfi að vera orðinn 35 ára til að geta orðið forseti lýðveldisins sé tímaskekkja og sýnir ákveðið vantraust gagnvart kjósendum til að velja hæfasta einstaklinginn í embættið. Formaður SUF þegar boðið sig fram Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, lýsti yfir að hann hygðist bjóða sig fram til forseta í skoðanagrein á Vísi fyrr í mánuðinum. Gunnar, sem verður 23 ára þegar gengið verður til forsetakosninga í júní, sagði stjórn SUF krefjast að við við allar framtíðarendurskoðanir á stjórnarskrá verði unnið að því að fella niður regluna um aldurstakmarkanir frambjóðanda til embættisins. Gunnar ræddi áformin í Reykjavík síðdegis sama dag. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Alþingi Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Stjórnarskrá Tengdar fréttir Fyrrverandi rosalega ungur vill verða formaður ungra Gunnar Ásgrímsson hefur boðið sig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Gunnar vakti fyrst athygli árið 2014 í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. 1. ágúst 2023 16:10 Krefjast þess að fá að bjóða sig fram til forseta Ungir Framsóknarmenn vilja að aldursviðmið um kjörgengi til forseta séu felld úr stjórnarskrá. Engum undir 35 ára aldri er heimilt að bjóða sig fram til embættisins. Forsetakosningar fara fram í vor. 12. janúar 2024 13:27 Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. 30. janúar 2022 22:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Flutningsmenn frumvarpsins eru Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Stefán Vagn Stefánsson og Jóhann Friðrik Friðriksson. Vilja að aldurstakmarkið verði átján ár Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að forsetaembættið sé eitt þriggja embætta sem fela í sér aldurskröfur upp á 35 ár. Hin tvö embættin eru hæstaréttardómari og landsréttardómari. Þá vísa þeir til athugasemda við stjórnarskrárfrumvarpið 1944 þar sem fram kemur að „ekki þykir hlýða, að yngri maður en 35 ára geti orðið forseti“ þar sem forseti þarf að búa yfir, auk margs annars, „lipurð og mannþekkingu, sem ekki fæst nema með nokkrum aldri“. „Fjölmargir einstaklingar undir 35 ára aldri gætu hæglega staðist kröfur þjóðarinnar hvað embættið varðar og sinnt því vel. Rétt eins og þjóðinni er treyst til að ákveða hæfi frambjóðenda á grundvelli menntunar og fyrri starfa, þá eigi henni einnig að vera treystandi til að taka ákvörðun um hvort frambjóðandi búi yfir „lipurð og mannþekkingu“, sérstaklega í ljósi þess að upplýsingaflæði innan samfélagsins hefur batnað til muna frá samþykkt stjórnarskrárinnar, t.d. með tilkomu alnetsins,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Mat flutningsmanna sé að afnema eigi skilyrði um að forsetaefni skuli hafa náð 35 ára aldri á kjördag. Þess í stað ætti aldurstakmark til forsetaframboðs að miðast við kosningarétt, eins og í alþingiskosningum. Þá segja þau að reglan um að einstaklingur þurfi að vera orðinn 35 ára til að geta orðið forseti lýðveldisins sé tímaskekkja og sýnir ákveðið vantraust gagnvart kjósendum til að velja hæfasta einstaklinginn í embættið. Formaður SUF þegar boðið sig fram Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, lýsti yfir að hann hygðist bjóða sig fram til forseta í skoðanagrein á Vísi fyrr í mánuðinum. Gunnar, sem verður 23 ára þegar gengið verður til forsetakosninga í júní, sagði stjórn SUF krefjast að við við allar framtíðarendurskoðanir á stjórnarskrá verði unnið að því að fella niður regluna um aldurstakmarkanir frambjóðanda til embættisins. Gunnar ræddi áformin í Reykjavík síðdegis sama dag. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Alþingi Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Stjórnarskrá Tengdar fréttir Fyrrverandi rosalega ungur vill verða formaður ungra Gunnar Ásgrímsson hefur boðið sig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Gunnar vakti fyrst athygli árið 2014 í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. 1. ágúst 2023 16:10 Krefjast þess að fá að bjóða sig fram til forseta Ungir Framsóknarmenn vilja að aldursviðmið um kjörgengi til forseta séu felld úr stjórnarskrá. Engum undir 35 ára aldri er heimilt að bjóða sig fram til embættisins. Forsetakosningar fara fram í vor. 12. janúar 2024 13:27 Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. 30. janúar 2022 22:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Fyrrverandi rosalega ungur vill verða formaður ungra Gunnar Ásgrímsson hefur boðið sig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Gunnar vakti fyrst athygli árið 2014 í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. 1. ágúst 2023 16:10
Krefjast þess að fá að bjóða sig fram til forseta Ungir Framsóknarmenn vilja að aldursviðmið um kjörgengi til forseta séu felld úr stjórnarskrá. Engum undir 35 ára aldri er heimilt að bjóða sig fram til embættisins. Forsetakosningar fara fram í vor. 12. janúar 2024 13:27
Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. 30. janúar 2022 22:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent