Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2024 17:10 Þeir Eurovisionfélagar Rúnar Freyr og Stefán Eiríksson mættu í Síðdegisútvarpið og kynntu lausn á Eurovandanum; sem er sú að þeir ákveða ekki fyrr en eftir Sögnvarkeppnina hvort Ísland taki þátt í Eurovision eða ekki. Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason verkefnisstjóri á RÚV voru mættir í Síðdegisútvarp Ríkisútvarpsins þar sem þeir ræddu um Eurovision og þátttöku Íslands þar. Þeir sögðu hið nýja í málinu það að frekari ákvörðun um þátttöku Íslands í keppninni verði tekin eftir Söngvakeppnina. Átökin í Gasa hafa sett strik í reikninginn og nýverið var útvarpsstjóra afhentur undirskriftalisti 550 íslenskra tónlistarmanna þar sem farið var fram á að Ísland drægi sig úr keppni ef Ísrael yrði með. Fyrir liggur að Ísrael verður ekki meinuð þátttaka þannig að þá er bara að draga sig út, eða hvað? Ekki segja þeir félagar. „Já, þetta hefur verið snúið verkefni að takast á við vegna þessa ákalls. En við erum núna að reyna að vinna að því að tryggja að við höldum söngvakeppni þar sem íslensk tónlist verður í forgrunni og listamenn sem munu lyfta henni upp,“ sagði Stefán. Frekari ákvörðun um þátttöku tekin eftir Söngvakeppnina Útvarpsstjóri útskýrði að Söngvakeppnin hafi verið undirbúningur fyrir Eurovision, órjúfanlegur. Og RÚV hafi gefið það út að stofnunin vilji taka þátt. En það sem er nýtt í því er að Söngvakeppnin verður haldin og svo, að höfðu samráði við sigurvegarann, og að vel athuguðu máli, verður svo tekin ákvörðun um hvort Ísland verði með eða ekki. „RÚV er auðvitað að taka þessa ákvörðun en við munum gera það í samstarfi við þá listamenn sem munu flytja þessi lög og koma fram. Þó það sé ekki augljóst mál að skilja þarna á milli, við viljum halda öfluga Söngvakeppni burtséð frá stöðunni úti. Sem verður þá sent út til Malmö ef það er óhætt og allir treysta sér í það verkefni.“ Stefán var beðinn um að útskýra muninn á því þegar Rússum var meinuð þátttaka og svo stöðu Ísrael. Stefán sagði að Rússar hafi ekki aðeins verið útilokaðir frá keppni heldur hafi þeim verið vikið úr EBU (Sambandi ríkisrekinna evrópskra sjónvarpsstöðva) og útilokaðir frá íþróttakeppnum og öðru slíku. „Engar slíkar ákvarðanir liggja fyrir um slíkt varðandi Ísraels. engin samstaða er um málið meðal sjónvarpsstöðva í Norðurlöndum, en við erum í ágætum tengslum við þær. Þetta virðist ekki vera umræða nema á Íslandi og í Noregi. Þar er ekki um að ræða ákall og það segir til um þann mun sem þarna er á.“ Ekki hægt að hafa Söngvakeppnina af fólkinu Rúnar Freyr er í hvað bestum tengslum við starfsfólk keppninnar og hann sagði að þar hefði verið mikið krísuástand, miklar tilfinningar og pressa á fólk. Sumum hafi verið að fallast hendur, spurt hvort þetta ætti ekki að vera skemmtilegt, hræðilegir hlutir að gerast í heiminum og hvað getum við gert? Við verðum að gera eitthvað. „Þetta er skiljanlegt ákall, að fólk grípi í hvað sem er til að hafa áhrif,“ sagði Rúnar og tilkynnti svo að það sem væri nýtt í málinu væri að nú væri búið að klippa á tengsl Söngvakeppninnar og Eurovison. Þá þannig að ákvörðun verði ekki tekin um hvort Ísland taki þátt fyrr en eftir að Söngvakeppninni er lokið. „Þetta er mikilvægt. Við getum haldið glæsilega keppni, fjölskylduhátíð, hátíð barnanna, og skemmtilegt í skammdeginu hér á Íslandi. Mikilvægt að við getum gert það og tekið svo ákvörðun út frá stöðunni sem verður þá, um miðjan mars. Þannig að þetta er bara það eina í stöðunni. Ég hugsa að flestir vilji hafa söngvakeppni. við verðum ekki með fókusinn eins mikið á Eurovison. Þetta er lagakeppni Íslands.“ Tíu ný lög kynnt strax á laugardaginn Umsjónarmenn útvarpsþáttarins voru ekki alveg tilbúnir að sleppa þeim félögum með þetta, að það væri þá ákvörðun þess sem sigrar hvort hann tali þátt eða ekki? Verður ekkert stutt við bakið á viðkomandi? „Heldur betur, við munum taka þessa ákvörðun út frá mörgum hlutum, öryggissjónarmiðum, stöðunni á alþjóðavettvangi og svo munum við eiga samtal við keppandann út frá hans sannfæringu. Ákvörðunin verður tekin út frá öllum þessum forsendum. Við erum ekki að fara að kasta einhverjum keppanda undir vagninn heldur hugsað út í alla þessa marga hluti,“ sagði Rúnar Freyr. Rúnar Freyr er verkefnisstjóri RÚV og hann segir ekki hægt að hafa þessa glæsilegu fjölskylduhátíð, hátíð barnanna, af fólkinu. Ákvörðun um hvort við tökum þátt í Eurovision verður tekin eftir Söngvakeppnina.vísir Stefán Eiríksson sagði að það væri pressa á öllum en mikilvægt væri að hafa í huga að væri ekki RÚV að móta utanríkisstefnu og þaðan af síður einhvers keppanda. „Fólk er ekki að taka þátt á þeim forsendum heldur vill það koma sjálfum sér á framfæri og gleðjast með þjóðinni. Og tryggja þannig okkur smá tækifæri og andrými til að vega og meta stöðuna. Engin merki eru um að Ísrael verði vikið úr keppninni á þessum tímapunkti. Hvað verður eftir tvo mánuði vitum við ekki.“ Rúnar Freyr sagðist hafa talað við kolllega sinn í Finnlandi, Attúró, og þeir séu að fara sömu leið og við. „Þetta eru Finnar, Norðmenn og Íslendingar sem eru að hugsa um þessi mál. Virðist minna í öðrum ríkjum Evrópu.“ Hann tilkynnti svo, þegar þeir félagar voru búnir að þæfa sig úr þessari flækju, með öðrum tóni og öllu gleðilegri að strax á laugardaginn verði stóri dagurinn. „Þá verða kynnt verða tíu ný lög og sýnt í sérstökum sjónvarpsþætti. Og þá byrjar ballið, hlustum á þessi lög og njótum þessara listamanna.“ Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Eurovision Tengdar fréttir Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43 Hatari skorar á skipuleggjendur Eurovision Hljómsveitarmeðlimir í Hatara skora á skipuleggjendur Eurovision söngvakeppninnar að meina Ísraelsmönnum um þátttöku í keppninni í ár. 17. janúar 2024 22:50 Finnskir tónlistarmenn hvetja til sniðgöngu Eurovision Yfir 1300 tónlistarmenn í Finnlandi hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að finnska ríkisútvarpið sniðgangi Eurovision söngvakeppnina í Malmö í ár taki Ísrael þátt í keppninni. 10. janúar 2024 15:32 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason verkefnisstjóri á RÚV voru mættir í Síðdegisútvarp Ríkisútvarpsins þar sem þeir ræddu um Eurovision og þátttöku Íslands þar. Þeir sögðu hið nýja í málinu það að frekari ákvörðun um þátttöku Íslands í keppninni verði tekin eftir Söngvakeppnina. Átökin í Gasa hafa sett strik í reikninginn og nýverið var útvarpsstjóra afhentur undirskriftalisti 550 íslenskra tónlistarmanna þar sem farið var fram á að Ísland drægi sig úr keppni ef Ísrael yrði með. Fyrir liggur að Ísrael verður ekki meinuð þátttaka þannig að þá er bara að draga sig út, eða hvað? Ekki segja þeir félagar. „Já, þetta hefur verið snúið verkefni að takast á við vegna þessa ákalls. En við erum núna að reyna að vinna að því að tryggja að við höldum söngvakeppni þar sem íslensk tónlist verður í forgrunni og listamenn sem munu lyfta henni upp,“ sagði Stefán. Frekari ákvörðun um þátttöku tekin eftir Söngvakeppnina Útvarpsstjóri útskýrði að Söngvakeppnin hafi verið undirbúningur fyrir Eurovision, órjúfanlegur. Og RÚV hafi gefið það út að stofnunin vilji taka þátt. En það sem er nýtt í því er að Söngvakeppnin verður haldin og svo, að höfðu samráði við sigurvegarann, og að vel athuguðu máli, verður svo tekin ákvörðun um hvort Ísland verði með eða ekki. „RÚV er auðvitað að taka þessa ákvörðun en við munum gera það í samstarfi við þá listamenn sem munu flytja þessi lög og koma fram. Þó það sé ekki augljóst mál að skilja þarna á milli, við viljum halda öfluga Söngvakeppni burtséð frá stöðunni úti. Sem verður þá sent út til Malmö ef það er óhætt og allir treysta sér í það verkefni.“ Stefán var beðinn um að útskýra muninn á því þegar Rússum var meinuð þátttaka og svo stöðu Ísrael. Stefán sagði að Rússar hafi ekki aðeins verið útilokaðir frá keppni heldur hafi þeim verið vikið úr EBU (Sambandi ríkisrekinna evrópskra sjónvarpsstöðva) og útilokaðir frá íþróttakeppnum og öðru slíku. „Engar slíkar ákvarðanir liggja fyrir um slíkt varðandi Ísraels. engin samstaða er um málið meðal sjónvarpsstöðva í Norðurlöndum, en við erum í ágætum tengslum við þær. Þetta virðist ekki vera umræða nema á Íslandi og í Noregi. Þar er ekki um að ræða ákall og það segir til um þann mun sem þarna er á.“ Ekki hægt að hafa Söngvakeppnina af fólkinu Rúnar Freyr er í hvað bestum tengslum við starfsfólk keppninnar og hann sagði að þar hefði verið mikið krísuástand, miklar tilfinningar og pressa á fólk. Sumum hafi verið að fallast hendur, spurt hvort þetta ætti ekki að vera skemmtilegt, hræðilegir hlutir að gerast í heiminum og hvað getum við gert? Við verðum að gera eitthvað. „Þetta er skiljanlegt ákall, að fólk grípi í hvað sem er til að hafa áhrif,“ sagði Rúnar og tilkynnti svo að það sem væri nýtt í málinu væri að nú væri búið að klippa á tengsl Söngvakeppninnar og Eurovison. Þá þannig að ákvörðun verði ekki tekin um hvort Ísland taki þátt fyrr en eftir að Söngvakeppninni er lokið. „Þetta er mikilvægt. Við getum haldið glæsilega keppni, fjölskylduhátíð, hátíð barnanna, og skemmtilegt í skammdeginu hér á Íslandi. Mikilvægt að við getum gert það og tekið svo ákvörðun út frá stöðunni sem verður þá, um miðjan mars. Þannig að þetta er bara það eina í stöðunni. Ég hugsa að flestir vilji hafa söngvakeppni. við verðum ekki með fókusinn eins mikið á Eurovison. Þetta er lagakeppni Íslands.“ Tíu ný lög kynnt strax á laugardaginn Umsjónarmenn útvarpsþáttarins voru ekki alveg tilbúnir að sleppa þeim félögum með þetta, að það væri þá ákvörðun þess sem sigrar hvort hann tali þátt eða ekki? Verður ekkert stutt við bakið á viðkomandi? „Heldur betur, við munum taka þessa ákvörðun út frá mörgum hlutum, öryggissjónarmiðum, stöðunni á alþjóðavettvangi og svo munum við eiga samtal við keppandann út frá hans sannfæringu. Ákvörðunin verður tekin út frá öllum þessum forsendum. Við erum ekki að fara að kasta einhverjum keppanda undir vagninn heldur hugsað út í alla þessa marga hluti,“ sagði Rúnar Freyr. Rúnar Freyr er verkefnisstjóri RÚV og hann segir ekki hægt að hafa þessa glæsilegu fjölskylduhátíð, hátíð barnanna, af fólkinu. Ákvörðun um hvort við tökum þátt í Eurovision verður tekin eftir Söngvakeppnina.vísir Stefán Eiríksson sagði að það væri pressa á öllum en mikilvægt væri að hafa í huga að væri ekki RÚV að móta utanríkisstefnu og þaðan af síður einhvers keppanda. „Fólk er ekki að taka þátt á þeim forsendum heldur vill það koma sjálfum sér á framfæri og gleðjast með þjóðinni. Og tryggja þannig okkur smá tækifæri og andrými til að vega og meta stöðuna. Engin merki eru um að Ísrael verði vikið úr keppninni á þessum tímapunkti. Hvað verður eftir tvo mánuði vitum við ekki.“ Rúnar Freyr sagðist hafa talað við kolllega sinn í Finnlandi, Attúró, og þeir séu að fara sömu leið og við. „Þetta eru Finnar, Norðmenn og Íslendingar sem eru að hugsa um þessi mál. Virðist minna í öðrum ríkjum Evrópu.“ Hann tilkynnti svo, þegar þeir félagar voru búnir að þæfa sig úr þessari flækju, með öðrum tóni og öllu gleðilegri að strax á laugardaginn verði stóri dagurinn. „Þá verða kynnt verða tíu ný lög og sýnt í sérstökum sjónvarpsþætti. Og þá byrjar ballið, hlustum á þessi lög og njótum þessara listamanna.“
Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Eurovision Tengdar fréttir Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43 Hatari skorar á skipuleggjendur Eurovision Hljómsveitarmeðlimir í Hatara skora á skipuleggjendur Eurovision söngvakeppninnar að meina Ísraelsmönnum um þátttöku í keppninni í ár. 17. janúar 2024 22:50 Finnskir tónlistarmenn hvetja til sniðgöngu Eurovision Yfir 1300 tónlistarmenn í Finnlandi hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að finnska ríkisútvarpið sniðgangi Eurovision söngvakeppnina í Malmö í ár taki Ísrael þátt í keppninni. 10. janúar 2024 15:32 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43
Hatari skorar á skipuleggjendur Eurovision Hljómsveitarmeðlimir í Hatara skora á skipuleggjendur Eurovision söngvakeppninnar að meina Ísraelsmönnum um þátttöku í keppninni í ár. 17. janúar 2024 22:50
Finnskir tónlistarmenn hvetja til sniðgöngu Eurovision Yfir 1300 tónlistarmenn í Finnlandi hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að finnska ríkisútvarpið sniðgangi Eurovision söngvakeppnina í Malmö í ár taki Ísrael þátt í keppninni. 10. janúar 2024 15:32