Snorri: Óttast dómínó-áhrif og ætlar ekki að reikna Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2024 22:15 Snorri Steinn Guðjónsson virtist við hestaheilsu þegar hann ræddi við fjölmiðla í dag en það sama er ekki hægt að segja um nokkra leikmenn hans. VÍSIR/VILHELM „Svona er þetta bara og við vinnum með það sem við höfum,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sem bar sig vel í dag þrátt fyrir mikil skakkaföll í íslenska liðinu á EM í handbolta. Hann vill lítið spá í hve stóran sigur Ísland gæti þurft gegn Austurríki á morgun. Fjórir leikmenn liðsins voru inn á herbergi sínu í dag, veikir, þegar hópurinn hitti fjölmiðla á hóteli landsliðsins. Þá er Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddur og missir af leiknum mikilvæga við Austurríki á morgun, rétt eins og Ýmir Örn Gíslason sem tekur út leikbann. Snorri kallaði á Teit Örn Einarsson í morgun og segir mögulegt að fleiri nýir leikmenn komi inn í hópinn áður en leikur við Austurríki hefst. En hvernig er staðan á þeim veiku; Ómari Inga Magnússyni, Janusi Daða Smárasyni, Kristjáni Erni Kristjánssyni (eða Donna) og Óðni Þór Ríkharðssyni? „Þeir eru fárveikir“ „Ég fæ nú bara upplýsingar um hvort að menn séu leikfærir eða ekki. En þeir eru fárveikir, Ómar og Janus [sem misstu af leiknum við Króatíu]. Það væri ekki möguleiki fyrir neinn af þessum strákum að spila í dag. Menn eru ekkert að leika sér að þessu. Allir tilbúnir að gera allt til þess að spila en þegar þeir segjast vera fárveikir þá eru þeir það. Maður óttast auðvitað dómínó-áhrif. Hvað gerist á morgun og allt það. En ég reyni að velta mér ekki mikið upp úr þessu. Þetta er bara svona og ég verð með lið til að vinna leik á morgun,“ sagði Snorri í hádeginu í dag. Klippa: Snorri þarf að glíma við skakkaföll Snorri var vissulega vonsvikinn yfir því hvernig fór hjá Gísla sem meiddist í sigrinum frækna á Króötum í gær: „Auðvitað er vont að missa einn okkar besta mann, ég tala nú ekki um þegar Janus er veikur. En svona nokkuð er fylgifiskur þess að vera á stórmóti.“ Aðdáunarverðir Austurríkismenn Austurríkismenn hafa komið öllum á óvart á EM og sprungið gjörsamlega út, eftir töp gegn Íslandi í vináttulandsleikjum fyrir mótið: „Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þeim. Geggjað að þeir hafi bara verið að tapa fyrsta leiknum sínum í gær [gegn Frakklandi]. Þeir hafa gert marga hluti vel. Spilað mikið 7 á 6. Markvörðurinn þeirra slegið í gegn. Þeir hafa hitt á þetta, og eru með gríðarlega mikið sjálfstraust. Gott lið sem við þurfum að bera virðingu fyrir. Á sama tíma, þrátt fyrir að við höfum spilað fínan leik gegn Króatíu, þá þurfa menn að slaka á og ýta því til hliðar, og kalla fram eitthvað betra en í gær. En allir sigrar í handbolta næra. Við þurftum á því að halda sem hópur og sem einstaklingar. Þetta gerði okkur gott en á sama tíma þurfa menn að komast niður á jörðina, og ég skynja alveg að menn eru ekki að fagna fram eftir öllu. Það er hugur og fókus í mönnum og nú er undirbúningur fyrir Austurríki.“ Hentar ekki að spá í hve stóran sigur gæti þurft Sennilegt er að Ísland þurfi fimm marka sigur á morgun, til að enda fyrir ofan Austurríki, en hvernig er að eiga við þá stöðu? „Ég nálgast leikinn bara með það í huga að vinna hann. Það er lykilforsenda í þessu öllu, að finna leiðir til þess. Síðan þurfum við að sjá hvernig leikurinn þróast. Ég held að það henti okkur ekki að fara að reikna þetta allt og pæla í þannig hlutum. Við þurfum bara að nálgast þetta eins og alvöru leik, vinna hann, og svo bara bregst maður við því sem gerist í leiknum.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hollendingar hjálpuðu okkur ekkert Holland og Portúgal gerðu 33-33 jafntefli í lokaleik sínum í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi. Það hefði verið gott fyrir Ísland ef hollenska liðið hefði unnið leikinn. 23. janúar 2024 16:17 Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15 EM búið hjá Gísla: „Þetta er gríðarlega svekkjandi“ Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir Kristjánsson, hefur lokið leik á EM í Þýskalandi. Hann meiddist á rist í gær og var á hækjum í dag. 23. janúar 2024 10:36 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Fjórir leikmenn liðsins voru inn á herbergi sínu í dag, veikir, þegar hópurinn hitti fjölmiðla á hóteli landsliðsins. Þá er Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddur og missir af leiknum mikilvæga við Austurríki á morgun, rétt eins og Ýmir Örn Gíslason sem tekur út leikbann. Snorri kallaði á Teit Örn Einarsson í morgun og segir mögulegt að fleiri nýir leikmenn komi inn í hópinn áður en leikur við Austurríki hefst. En hvernig er staðan á þeim veiku; Ómari Inga Magnússyni, Janusi Daða Smárasyni, Kristjáni Erni Kristjánssyni (eða Donna) og Óðni Þór Ríkharðssyni? „Þeir eru fárveikir“ „Ég fæ nú bara upplýsingar um hvort að menn séu leikfærir eða ekki. En þeir eru fárveikir, Ómar og Janus [sem misstu af leiknum við Króatíu]. Það væri ekki möguleiki fyrir neinn af þessum strákum að spila í dag. Menn eru ekkert að leika sér að þessu. Allir tilbúnir að gera allt til þess að spila en þegar þeir segjast vera fárveikir þá eru þeir það. Maður óttast auðvitað dómínó-áhrif. Hvað gerist á morgun og allt það. En ég reyni að velta mér ekki mikið upp úr þessu. Þetta er bara svona og ég verð með lið til að vinna leik á morgun,“ sagði Snorri í hádeginu í dag. Klippa: Snorri þarf að glíma við skakkaföll Snorri var vissulega vonsvikinn yfir því hvernig fór hjá Gísla sem meiddist í sigrinum frækna á Króötum í gær: „Auðvitað er vont að missa einn okkar besta mann, ég tala nú ekki um þegar Janus er veikur. En svona nokkuð er fylgifiskur þess að vera á stórmóti.“ Aðdáunarverðir Austurríkismenn Austurríkismenn hafa komið öllum á óvart á EM og sprungið gjörsamlega út, eftir töp gegn Íslandi í vináttulandsleikjum fyrir mótið: „Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þeim. Geggjað að þeir hafi bara verið að tapa fyrsta leiknum sínum í gær [gegn Frakklandi]. Þeir hafa gert marga hluti vel. Spilað mikið 7 á 6. Markvörðurinn þeirra slegið í gegn. Þeir hafa hitt á þetta, og eru með gríðarlega mikið sjálfstraust. Gott lið sem við þurfum að bera virðingu fyrir. Á sama tíma, þrátt fyrir að við höfum spilað fínan leik gegn Króatíu, þá þurfa menn að slaka á og ýta því til hliðar, og kalla fram eitthvað betra en í gær. En allir sigrar í handbolta næra. Við þurftum á því að halda sem hópur og sem einstaklingar. Þetta gerði okkur gott en á sama tíma þurfa menn að komast niður á jörðina, og ég skynja alveg að menn eru ekki að fagna fram eftir öllu. Það er hugur og fókus í mönnum og nú er undirbúningur fyrir Austurríki.“ Hentar ekki að spá í hve stóran sigur gæti þurft Sennilegt er að Ísland þurfi fimm marka sigur á morgun, til að enda fyrir ofan Austurríki, en hvernig er að eiga við þá stöðu? „Ég nálgast leikinn bara með það í huga að vinna hann. Það er lykilforsenda í þessu öllu, að finna leiðir til þess. Síðan þurfum við að sjá hvernig leikurinn þróast. Ég held að það henti okkur ekki að fara að reikna þetta allt og pæla í þannig hlutum. Við þurfum bara að nálgast þetta eins og alvöru leik, vinna hann, og svo bara bregst maður við því sem gerist í leiknum.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hollendingar hjálpuðu okkur ekkert Holland og Portúgal gerðu 33-33 jafntefli í lokaleik sínum í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi. Það hefði verið gott fyrir Ísland ef hollenska liðið hefði unnið leikinn. 23. janúar 2024 16:17 Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15 EM búið hjá Gísla: „Þetta er gríðarlega svekkjandi“ Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir Kristjánsson, hefur lokið leik á EM í Þýskalandi. Hann meiddist á rist í gær og var á hækjum í dag. 23. janúar 2024 10:36 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Hollendingar hjálpuðu okkur ekkert Holland og Portúgal gerðu 33-33 jafntefli í lokaleik sínum í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi. Það hefði verið gott fyrir Ísland ef hollenska liðið hefði unnið leikinn. 23. janúar 2024 16:17
Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. 23. janúar 2024 12:15
EM búið hjá Gísla: „Þetta er gríðarlega svekkjandi“ Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir Kristjánsson, hefur lokið leik á EM í Þýskalandi. Hann meiddist á rist í gær og var á hækjum í dag. 23. janúar 2024 10:36