Teitur Örn var í 35 manna hópnum sem upphaflega var valinn og tilkynntur til evrópska handknattleikssambandsins. Hann var því á bakvaktinni ef eitthvað kæmi upp á. Teitur, sem er örvhent skytta, hefur leikið 35 landsleiki og skorað í þeim 36 mörk.
Teitur kemur til móts við íslenska landsliðshópinn í dag en liðið mætir Austurríki á morgun.
Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason gátu ekki spilað leikinn á móti Króatíu vegna veikinda.
Kristján Örn Kristjánsson kom inn í hópinn og spilaði sínar fyrstu mínútur á mótinu en Viggó Kristjánsson spilaði stærsta hluta leiksins í hægri skyttustöðunni.
Teitur tekur þátt í sínu þriðja stórmóti en hann spilaði einnig á EM 2022 og á HM 2019.