Þurfum við að standa ein? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 23. janúar 2024 08:30 Við Íslendingar erum sem stendur að takast á við afleiðingar náttúruhamfara. Miklar hörmungar hafa dunið yfir heilt bæjarfélag og áhöld eru um hvort fólk á afturkvæmt á heimaslóðirnar í Grindavík. Í umræðunni er að ríkið kaupi upp heilt þorp og byggi jafnvel annarsstaðar. Ekkert annað kemur til greina en að standa af öllu afli með Grindvíkingum og tryggja sem allra best að þau þurfi ekki að þola fjárhagslegt þrot í kjölfar þeirra miklu andlegu áfalla sem svona ástand óhjákvæmilega skapar. En í þessu stöndum við Íslendingar nokkurnveginn ein. Það er ljóst að þær aðgerðir sem grípa þarf til verða högg fyrir íslenska ríkiskassann. Skuldir munu aukast og þeim fjármunum sem fara í þetta verður ekki á sama tíma varið í að styrkja heilbrigðiskerfið eða aðra mikilvæga hluti. Ef við hefðum haldið áfram aðildarsamningum við Evrópusambandið á síðasta áratug og mögulega lokið þeim með inngöngu, ættum við nú kost á að sækja í sjóði sambandsins til að mæta þessum kostnaði, eða að minnsta kosti hluta hans. Evrópusambandið starfrækir sjóð sem er hugsaður til að mæta áföllum á borð við þessum - eldgosum þar á meðal. Þessi sjóður heitir European Union Solidarity Fund. Þegar jarðskjálftarnir urðu á Ítalíu 2016, fengu Ítalir 183 milljarða króna (1,2 milljarða evra) úr sjóðnum til að mæta tjóninu, en það er hæsti styrkurinn hingað til. Evrópusambandið snýst ekki bara um efnahagsmál, eins og stundum mætti ætla af umræðunni hér á landi. Evrópusambandið er samfélag. Það stendur saman þegar þörf krefur. Þessi sjóður er dæmi um slíkt. Við Íslendingar höfum ákveðið að taka þátt í ýmsum þáttum þessa samstarfs og höfum jafnvel notið góðs af samstöðunni, t.d. í Covid 19. En við höfum ekki enn stigið skrefið inn í samfélagið. Kannski er nú, í ljósi þess að við erum eftir því sem vísindamenn segja, að fara inn í nýtt skeið náttúruhamfara, kominn tími til að gera það. Svo við þurfum ekki að takast á við það alveg ein. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum sem stendur að takast á við afleiðingar náttúruhamfara. Miklar hörmungar hafa dunið yfir heilt bæjarfélag og áhöld eru um hvort fólk á afturkvæmt á heimaslóðirnar í Grindavík. Í umræðunni er að ríkið kaupi upp heilt þorp og byggi jafnvel annarsstaðar. Ekkert annað kemur til greina en að standa af öllu afli með Grindvíkingum og tryggja sem allra best að þau þurfi ekki að þola fjárhagslegt þrot í kjölfar þeirra miklu andlegu áfalla sem svona ástand óhjákvæmilega skapar. En í þessu stöndum við Íslendingar nokkurnveginn ein. Það er ljóst að þær aðgerðir sem grípa þarf til verða högg fyrir íslenska ríkiskassann. Skuldir munu aukast og þeim fjármunum sem fara í þetta verður ekki á sama tíma varið í að styrkja heilbrigðiskerfið eða aðra mikilvæga hluti. Ef við hefðum haldið áfram aðildarsamningum við Evrópusambandið á síðasta áratug og mögulega lokið þeim með inngöngu, ættum við nú kost á að sækja í sjóði sambandsins til að mæta þessum kostnaði, eða að minnsta kosti hluta hans. Evrópusambandið starfrækir sjóð sem er hugsaður til að mæta áföllum á borð við þessum - eldgosum þar á meðal. Þessi sjóður heitir European Union Solidarity Fund. Þegar jarðskjálftarnir urðu á Ítalíu 2016, fengu Ítalir 183 milljarða króna (1,2 milljarða evra) úr sjóðnum til að mæta tjóninu, en það er hæsti styrkurinn hingað til. Evrópusambandið snýst ekki bara um efnahagsmál, eins og stundum mætti ætla af umræðunni hér á landi. Evrópusambandið er samfélag. Það stendur saman þegar þörf krefur. Þessi sjóður er dæmi um slíkt. Við Íslendingar höfum ákveðið að taka þátt í ýmsum þáttum þessa samstarfs og höfum jafnvel notið góðs af samstöðunni, t.d. í Covid 19. En við höfum ekki enn stigið skrefið inn í samfélagið. Kannski er nú, í ljósi þess að við erum eftir því sem vísindamenn segja, að fara inn í nýtt skeið náttúruhamfara, kominn tími til að gera það. Svo við þurfum ekki að takast á við það alveg ein. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun