Þurfum við að standa ein? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 23. janúar 2024 08:30 Við Íslendingar erum sem stendur að takast á við afleiðingar náttúruhamfara. Miklar hörmungar hafa dunið yfir heilt bæjarfélag og áhöld eru um hvort fólk á afturkvæmt á heimaslóðirnar í Grindavík. Í umræðunni er að ríkið kaupi upp heilt þorp og byggi jafnvel annarsstaðar. Ekkert annað kemur til greina en að standa af öllu afli með Grindvíkingum og tryggja sem allra best að þau þurfi ekki að þola fjárhagslegt þrot í kjölfar þeirra miklu andlegu áfalla sem svona ástand óhjákvæmilega skapar. En í þessu stöndum við Íslendingar nokkurnveginn ein. Það er ljóst að þær aðgerðir sem grípa þarf til verða högg fyrir íslenska ríkiskassann. Skuldir munu aukast og þeim fjármunum sem fara í þetta verður ekki á sama tíma varið í að styrkja heilbrigðiskerfið eða aðra mikilvæga hluti. Ef við hefðum haldið áfram aðildarsamningum við Evrópusambandið á síðasta áratug og mögulega lokið þeim með inngöngu, ættum við nú kost á að sækja í sjóði sambandsins til að mæta þessum kostnaði, eða að minnsta kosti hluta hans. Evrópusambandið starfrækir sjóð sem er hugsaður til að mæta áföllum á borð við þessum - eldgosum þar á meðal. Þessi sjóður heitir European Union Solidarity Fund. Þegar jarðskjálftarnir urðu á Ítalíu 2016, fengu Ítalir 183 milljarða króna (1,2 milljarða evra) úr sjóðnum til að mæta tjóninu, en það er hæsti styrkurinn hingað til. Evrópusambandið snýst ekki bara um efnahagsmál, eins og stundum mætti ætla af umræðunni hér á landi. Evrópusambandið er samfélag. Það stendur saman þegar þörf krefur. Þessi sjóður er dæmi um slíkt. Við Íslendingar höfum ákveðið að taka þátt í ýmsum þáttum þessa samstarfs og höfum jafnvel notið góðs af samstöðunni, t.d. í Covid 19. En við höfum ekki enn stigið skrefið inn í samfélagið. Kannski er nú, í ljósi þess að við erum eftir því sem vísindamenn segja, að fara inn í nýtt skeið náttúruhamfara, kominn tími til að gera það. Svo við þurfum ekki að takast á við það alveg ein. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum sem stendur að takast á við afleiðingar náttúruhamfara. Miklar hörmungar hafa dunið yfir heilt bæjarfélag og áhöld eru um hvort fólk á afturkvæmt á heimaslóðirnar í Grindavík. Í umræðunni er að ríkið kaupi upp heilt þorp og byggi jafnvel annarsstaðar. Ekkert annað kemur til greina en að standa af öllu afli með Grindvíkingum og tryggja sem allra best að þau þurfi ekki að þola fjárhagslegt þrot í kjölfar þeirra miklu andlegu áfalla sem svona ástand óhjákvæmilega skapar. En í þessu stöndum við Íslendingar nokkurnveginn ein. Það er ljóst að þær aðgerðir sem grípa þarf til verða högg fyrir íslenska ríkiskassann. Skuldir munu aukast og þeim fjármunum sem fara í þetta verður ekki á sama tíma varið í að styrkja heilbrigðiskerfið eða aðra mikilvæga hluti. Ef við hefðum haldið áfram aðildarsamningum við Evrópusambandið á síðasta áratug og mögulega lokið þeim með inngöngu, ættum við nú kost á að sækja í sjóði sambandsins til að mæta þessum kostnaði, eða að minnsta kosti hluta hans. Evrópusambandið starfrækir sjóð sem er hugsaður til að mæta áföllum á borð við þessum - eldgosum þar á meðal. Þessi sjóður heitir European Union Solidarity Fund. Þegar jarðskjálftarnir urðu á Ítalíu 2016, fengu Ítalir 183 milljarða króna (1,2 milljarða evra) úr sjóðnum til að mæta tjóninu, en það er hæsti styrkurinn hingað til. Evrópusambandið snýst ekki bara um efnahagsmál, eins og stundum mætti ætla af umræðunni hér á landi. Evrópusambandið er samfélag. Það stendur saman þegar þörf krefur. Þessi sjóður er dæmi um slíkt. Við Íslendingar höfum ákveðið að taka þátt í ýmsum þáttum þessa samstarfs og höfum jafnvel notið góðs af samstöðunni, t.d. í Covid 19. En við höfum ekki enn stigið skrefið inn í samfélagið. Kannski er nú, í ljósi þess að við erum eftir því sem vísindamenn segja, að fara inn í nýtt skeið náttúruhamfara, kominn tími til að gera það. Svo við þurfum ekki að takast á við það alveg ein. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun