Króatar kæmust í Ólympíuumspilið með því að tapa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 10:01 Domagoj Duvnjak og félagar í króatíska landsliðinu eru væntanlega á leiðinni í umspilið fyrir Ólympíuleikana í París þrátt fyrir slakt gengi á EM. Getty/Marvin Ibo Guengoer Króatar gætu hjálpað Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu og um leið hjálpað sér sjálfum. Króatar tryggja sér sæti í umspili Ólympíuleikanna með því að tapa lokaleiknum sínum á móti Þýskalandi. Það er ekki oft sem lið græða á því að tapa leik en svo gæti farið í þessu tilfelli. Tapi Króatar leiknum þá tryggja Þjóðverjar sér um leið sæti í undanúrslitunum. Þetta eru því eiginlega bestu úrslitin fyrir bæði lið. Þess ber þó að geta að leikur Króatíu og Þýskalands er síðasti leikur morgundagsins, og því mögulegt að Þjóðverjar verði þegar komnir inn í undanúrslit ef Ísland vinnur Austurríki og Frakkland vinnur Ungverjaland. Hér má sjá hvaða þjóðir komust í Ólympíuumspilið á síðasta heimsmeistaramóti. Frakkland og Danmörk eru komin beint á ÓL en næstu sex þjóðir eru öruggar í umspilið. Ef einhver þessara þjóða fær sæti á leikunum sem Evrópumeistari þá detta Króatarnir inn í umspilið.Wikipedia Eftir sigurinn á Ungverjum í gær eru lærisveinar Alfreðs Gíslasonar einum sigri frá undanúrslitunum. Þeir eru í keppni um síðasta sætið við Ungverja og Austurríkismenn. Þýskaland er stigi á undan og því með málin í sínum höndum en hinar þjóðirnar þurfa að treyst á hjálp frá Króötum. En hvernig stendur á því að Króatar gætu grætt á því að tapa þessum lokaleik? Ástæðan er sú að þeir er eru næstir inn í umspilssæti fyrir Ólympíuleikana, út frá árangri á síðasta heimsmeistaramóti. Það er einn öruggur farseðill á ÓL í boði á EM, fyrir Evrópumeistarana (eða næsta lið á eftir Danmörku og Frakklandi sem eru þegar komin inn á ÓL). Austurríki er eina liðið sem enn getur náð þessum farseðli á ÓL, sem ekki er þegar komið inn á ÓL eða í ÓL-umspilið. Það vilja Króatar ekki að gerist því að þeir eru næstir inn í ÓL-umspilið út frá árangri á síðasta HM, og fá það sæti ef að lið sem var komið inn í umspilið (Svíþjóð, Þýskaland eða Ungverjaland) kemst beint á ÓL í gegnum EM. Eftir standa síðan tvö laus sæti í umspilið hjá þeim þjóðum sem eru ekki þegar komnar í umspilið eða á ÓL. Íslenska landsliðið dreymir um annað þeirra sæta. EM 2024 í handbolta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Króatar tryggja sér sæti í umspili Ólympíuleikanna með því að tapa lokaleiknum sínum á móti Þýskalandi. Það er ekki oft sem lið græða á því að tapa leik en svo gæti farið í þessu tilfelli. Tapi Króatar leiknum þá tryggja Þjóðverjar sér um leið sæti í undanúrslitunum. Þetta eru því eiginlega bestu úrslitin fyrir bæði lið. Þess ber þó að geta að leikur Króatíu og Þýskalands er síðasti leikur morgundagsins, og því mögulegt að Þjóðverjar verði þegar komnir inn í undanúrslit ef Ísland vinnur Austurríki og Frakkland vinnur Ungverjaland. Hér má sjá hvaða þjóðir komust í Ólympíuumspilið á síðasta heimsmeistaramóti. Frakkland og Danmörk eru komin beint á ÓL en næstu sex þjóðir eru öruggar í umspilið. Ef einhver þessara þjóða fær sæti á leikunum sem Evrópumeistari þá detta Króatarnir inn í umspilið.Wikipedia Eftir sigurinn á Ungverjum í gær eru lærisveinar Alfreðs Gíslasonar einum sigri frá undanúrslitunum. Þeir eru í keppni um síðasta sætið við Ungverja og Austurríkismenn. Þýskaland er stigi á undan og því með málin í sínum höndum en hinar þjóðirnar þurfa að treyst á hjálp frá Króötum. En hvernig stendur á því að Króatar gætu grætt á því að tapa þessum lokaleik? Ástæðan er sú að þeir er eru næstir inn í umspilssæti fyrir Ólympíuleikana, út frá árangri á síðasta heimsmeistaramóti. Það er einn öruggur farseðill á ÓL í boði á EM, fyrir Evrópumeistarana (eða næsta lið á eftir Danmörku og Frakklandi sem eru þegar komin inn á ÓL). Austurríki er eina liðið sem enn getur náð þessum farseðli á ÓL, sem ekki er þegar komið inn á ÓL eða í ÓL-umspilið. Það vilja Króatar ekki að gerist því að þeir eru næstir inn í ÓL-umspilið út frá árangri á síðasta HM, og fá það sæti ef að lið sem var komið inn í umspilið (Svíþjóð, Þýskaland eða Ungverjaland) kemst beint á ÓL í gegnum EM. Eftir standa síðan tvö laus sæti í umspilið hjá þeim þjóðum sem eru ekki þegar komnar í umspilið eða á ÓL. Íslenska landsliðið dreymir um annað þeirra sæta.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira