Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.
Þoturnar bætast í Airbus-hóp sem Icelandair hefur verið að sanka að sér. Flugfélagið undirritaði samning við Airbus í júlí 2023 um allt að 25 Airbus A321XLR-þotur auk þess sem félagið hefur tryggt sér langtímaleigu á fimm nýjum A321LR-þotum.
Í tilkynningunni segir að Airbus A321LR og XLR muni taka við af Boeing 757-þotum Icelandair. Þá kemur einnig fram að afhending A321LR-flugvélanna hefjist síðar á þessu ári og XLR-flugvélanna árið 2029.
„Við höldum áfram flotaendurnýjun okkar og það er mjög ánægjulegt að tilkynna um langtímaleigu á tveimur nýjum þotum frá CDB Aviation og efla þannig samstarf fyrirtækjanna,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni undirritunarinnar. Innleiðing flugvélanna sé þegar hafin.