Veit ekki hver birti framboðslega mynd af honum en útilokar ekkert Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2024 17:47 Jón Gnarr einbeitir sér að því að æfa leikrit á Akureyri. Vísir/Vilhelm Einhverjir ráku upp stór augu í dag þegar Facebook-síða Besta flokksins sáluga var uppfærð í fyrsta skipti í fleiri ár. Þar birtist ansi framboðsleg brjóstmynd af Jóni Gnarr, stofnanda flokksins. Hann segist ekki bera ábyrgð á breytingunni og ekki hafa tekið neina ákvörðun um nokkurs konar framboð. Meðal þeirra sem ráku upp stór augu var útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson, sem vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X. pic.twitter.com/oPdmk4iXGg— Tómas (@tommisteindors) January 22, 2024 Vísir ákvað að heyra í Jóni til þess að athuga hvort hann ætlaði sér að verða forseti lýðveldisins. Jón var úti að labba með hundinn sinn í Eyjafjarðarsveit en gaf sér þó tíma til að ræða við blaðamann. „Ég er núna fyrir norðan að æfa leikritið And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson, og er svolítið á kafi í því. Það standa yfir æfingar svo ég hef ekki haft tíma til að taka einhverjar ákvarðanir eða gefa eitthvað svar,“ segir Jón en útilokar þó ekki neitt. „Á maður nokkurn tímann að útiloka eitthvað?“ Þá segir Jón að hann viti ekki hver sá um að breyta bæði forsíðu- og opnumynd Facebook-síðu Besta flokksins. Hann hafi raunar haldið að síðan héti nú Björt framtíð, eftir að Besti flokkurinn lagði upp laupana. Talsverður fjöldi fólks hafi aðgang að síðunni til þess að gera breytingar. Loks þótti honum, líkt og blaðamanni, nokkuð fyndið að vefsíðan bestiflokkurinn.is beini lesendum sínum inn á indónesíska veðmálasíðu. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Meðal þeirra sem ráku upp stór augu var útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson, sem vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X. pic.twitter.com/oPdmk4iXGg— Tómas (@tommisteindors) January 22, 2024 Vísir ákvað að heyra í Jóni til þess að athuga hvort hann ætlaði sér að verða forseti lýðveldisins. Jón var úti að labba með hundinn sinn í Eyjafjarðarsveit en gaf sér þó tíma til að ræða við blaðamann. „Ég er núna fyrir norðan að æfa leikritið And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson, og er svolítið á kafi í því. Það standa yfir æfingar svo ég hef ekki haft tíma til að taka einhverjar ákvarðanir eða gefa eitthvað svar,“ segir Jón en útilokar þó ekki neitt. „Á maður nokkurn tímann að útiloka eitthvað?“ Þá segir Jón að hann viti ekki hver sá um að breyta bæði forsíðu- og opnumynd Facebook-síðu Besta flokksins. Hann hafi raunar haldið að síðan héti nú Björt framtíð, eftir að Besti flokkurinn lagði upp laupana. Talsverður fjöldi fólks hafi aðgang að síðunni til þess að gera breytingar. Loks þótti honum, líkt og blaðamanni, nokkuð fyndið að vefsíðan bestiflokkurinn.is beini lesendum sínum inn á indónesíska veðmálasíðu.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira