„Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 17:01 Snorri Steinn Guðjónsson fagnar á hliðarlínunni í dag en hann hafði næga ástæðu til að fagna í þessum leik. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var sáttur eftir frábæran sigur á Króötum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Íslenska liðið lenti í miklu mótlæti í leiknum en kom til baka og átti frábæran seinni hálfleik. „Menn stigu upp. Það voru fullt af strákum sem stigu upp. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og stoltur af því að þeir hafi staðist þetta. Það var fullt af mótlæti en það hefur svo sem ekki vantað í mótinu hingað til,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. „Ég efaðist ekkert um karakter þessara gaura en þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og spiluðu frábærlega,“ sagði Snorri Steinn. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Króatíu á stórmóti. „Er það? Það var mjög gott að hann kom í dag. Frábært að hann kom í dag,“ sagði Snorri Steinn brosandi. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir sigur á Króatíu „Ég átti von á hröðum leik og mikið af mörkum en við vorum ekki alveg að finna taktinn í vörn og markvörslu. Þeir voru líka að keyra og voru að fá þessi mörk sem við vorum búnir að tala um. Á meðan við vorum að skora og fá færin þá líður þér alltaf aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn. „Auðvitað glitti aðeins í það sem hefur verið að, dauðafæri og tæknifeilar. Mér fannst við ekki missa móðinn og þegar Bjöggi kemur inn og þetta tikkar aðeins þá fer okkur að líða aðeins betur. Þá uxu menn bara,“ sagði Snorri Steinn. „Svo var þetta klárlega okkar langheilsteyptasti leikur til þess að mótinu. Eitthvað sem hefur vantað en flestir þættir gengu upp hjá okkur í dag,“ sagði Snorri Steinn. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæra innkomu í íslenska liðið í dag. „Hann var bara frábær. Ég veit alveg hvar ég hef Bjögga og hef ekkert efast um hann eða Viktor saman sem markmenn. Hann hefur bara átt góðar innkomur á þessu móti og einhverjar mínútur þar sem hann hefur ekki náð sér á strik eins og aðrir í mótinu. Þeir sem eru hérna eiga það skilið að mínu mati,“ sagði Snorri Steinn. Ísland á enn smá möguleika á sæti í umspili um sæti á Ólympíuleikum. „Við þurfum aðeins að bíða og sjá. Það var bara mikilvægt fyrir okkur að fá frammistöðu og sýna úr hverju þeir eru gerðir. Drengirnir gerður það svo sannarlega. Að því sögðu þá eru þetta bara tvö stig,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurfum að halda áfram. Við getum ekki hugsað sem svo að eitthvað sé komið. Það er langur vegur frá. Nú horfum við á næstu leiki og undirbúum okkur vel fyrir þann næsta,“ sagði Snorri Steinn. Gísli Kristjánsson meiddist snemma í leiknum og lék ekkert meira. „Ég held bara að hann sé á leiðinni í myndatöku. Þetta var eitthvað með ristina á hoonum en annað veit ég ekki,“ sagði Snorri Steinn. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira
Íslenska liðið lenti í miklu mótlæti í leiknum en kom til baka og átti frábæran seinni hálfleik. „Menn stigu upp. Það voru fullt af strákum sem stigu upp. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og stoltur af því að þeir hafi staðist þetta. Það var fullt af mótlæti en það hefur svo sem ekki vantað í mótinu hingað til,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. „Ég efaðist ekkert um karakter þessara gaura en þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og spiluðu frábærlega,“ sagði Snorri Steinn. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Króatíu á stórmóti. „Er það? Það var mjög gott að hann kom í dag. Frábært að hann kom í dag,“ sagði Snorri Steinn brosandi. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir sigur á Króatíu „Ég átti von á hröðum leik og mikið af mörkum en við vorum ekki alveg að finna taktinn í vörn og markvörslu. Þeir voru líka að keyra og voru að fá þessi mörk sem við vorum búnir að tala um. Á meðan við vorum að skora og fá færin þá líður þér alltaf aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn. „Auðvitað glitti aðeins í það sem hefur verið að, dauðafæri og tæknifeilar. Mér fannst við ekki missa móðinn og þegar Bjöggi kemur inn og þetta tikkar aðeins þá fer okkur að líða aðeins betur. Þá uxu menn bara,“ sagði Snorri Steinn. „Svo var þetta klárlega okkar langheilsteyptasti leikur til þess að mótinu. Eitthvað sem hefur vantað en flestir þættir gengu upp hjá okkur í dag,“ sagði Snorri Steinn. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæra innkomu í íslenska liðið í dag. „Hann var bara frábær. Ég veit alveg hvar ég hef Bjögga og hef ekkert efast um hann eða Viktor saman sem markmenn. Hann hefur bara átt góðar innkomur á þessu móti og einhverjar mínútur þar sem hann hefur ekki náð sér á strik eins og aðrir í mótinu. Þeir sem eru hérna eiga það skilið að mínu mati,“ sagði Snorri Steinn. Ísland á enn smá möguleika á sæti í umspili um sæti á Ólympíuleikum. „Við þurfum aðeins að bíða og sjá. Það var bara mikilvægt fyrir okkur að fá frammistöðu og sýna úr hverju þeir eru gerðir. Drengirnir gerður það svo sannarlega. Að því sögðu þá eru þetta bara tvö stig,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurfum að halda áfram. Við getum ekki hugsað sem svo að eitthvað sé komið. Það er langur vegur frá. Nú horfum við á næstu leiki og undirbúum okkur vel fyrir þann næsta,“ sagði Snorri Steinn. Gísli Kristjánsson meiddist snemma í leiknum og lék ekkert meira. „Ég held bara að hann sé á leiðinni í myndatöku. Þetta var eitthvað með ristina á hoonum en annað veit ég ekki,“ sagði Snorri Steinn.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira