„Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 17:01 Snorri Steinn Guðjónsson fagnar á hliðarlínunni í dag en hann hafði næga ástæðu til að fagna í þessum leik. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var sáttur eftir frábæran sigur á Króötum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Íslenska liðið lenti í miklu mótlæti í leiknum en kom til baka og átti frábæran seinni hálfleik. „Menn stigu upp. Það voru fullt af strákum sem stigu upp. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og stoltur af því að þeir hafi staðist þetta. Það var fullt af mótlæti en það hefur svo sem ekki vantað í mótinu hingað til,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. „Ég efaðist ekkert um karakter þessara gaura en þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og spiluðu frábærlega,“ sagði Snorri Steinn. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Króatíu á stórmóti. „Er það? Það var mjög gott að hann kom í dag. Frábært að hann kom í dag,“ sagði Snorri Steinn brosandi. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir sigur á Króatíu „Ég átti von á hröðum leik og mikið af mörkum en við vorum ekki alveg að finna taktinn í vörn og markvörslu. Þeir voru líka að keyra og voru að fá þessi mörk sem við vorum búnir að tala um. Á meðan við vorum að skora og fá færin þá líður þér alltaf aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn. „Auðvitað glitti aðeins í það sem hefur verið að, dauðafæri og tæknifeilar. Mér fannst við ekki missa móðinn og þegar Bjöggi kemur inn og þetta tikkar aðeins þá fer okkur að líða aðeins betur. Þá uxu menn bara,“ sagði Snorri Steinn. „Svo var þetta klárlega okkar langheilsteyptasti leikur til þess að mótinu. Eitthvað sem hefur vantað en flestir þættir gengu upp hjá okkur í dag,“ sagði Snorri Steinn. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæra innkomu í íslenska liðið í dag. „Hann var bara frábær. Ég veit alveg hvar ég hef Bjögga og hef ekkert efast um hann eða Viktor saman sem markmenn. Hann hefur bara átt góðar innkomur á þessu móti og einhverjar mínútur þar sem hann hefur ekki náð sér á strik eins og aðrir í mótinu. Þeir sem eru hérna eiga það skilið að mínu mati,“ sagði Snorri Steinn. Ísland á enn smá möguleika á sæti í umspili um sæti á Ólympíuleikum. „Við þurfum aðeins að bíða og sjá. Það var bara mikilvægt fyrir okkur að fá frammistöðu og sýna úr hverju þeir eru gerðir. Drengirnir gerður það svo sannarlega. Að því sögðu þá eru þetta bara tvö stig,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurfum að halda áfram. Við getum ekki hugsað sem svo að eitthvað sé komið. Það er langur vegur frá. Nú horfum við á næstu leiki og undirbúum okkur vel fyrir þann næsta,“ sagði Snorri Steinn. Gísli Kristjánsson meiddist snemma í leiknum og lék ekkert meira. „Ég held bara að hann sé á leiðinni í myndatöku. Þetta var eitthvað með ristina á hoonum en annað veit ég ekki,“ sagði Snorri Steinn. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Sjá meira
Íslenska liðið lenti í miklu mótlæti í leiknum en kom til baka og átti frábæran seinni hálfleik. „Menn stigu upp. Það voru fullt af strákum sem stigu upp. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og stoltur af því að þeir hafi staðist þetta. Það var fullt af mótlæti en það hefur svo sem ekki vantað í mótinu hingað til,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. „Ég efaðist ekkert um karakter þessara gaura en þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og spiluðu frábærlega,“ sagði Snorri Steinn. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Króatíu á stórmóti. „Er það? Það var mjög gott að hann kom í dag. Frábært að hann kom í dag,“ sagði Snorri Steinn brosandi. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir sigur á Króatíu „Ég átti von á hröðum leik og mikið af mörkum en við vorum ekki alveg að finna taktinn í vörn og markvörslu. Þeir voru líka að keyra og voru að fá þessi mörk sem við vorum búnir að tala um. Á meðan við vorum að skora og fá færin þá líður þér alltaf aðeins betur,“ sagði Snorri Steinn. „Auðvitað glitti aðeins í það sem hefur verið að, dauðafæri og tæknifeilar. Mér fannst við ekki missa móðinn og þegar Bjöggi kemur inn og þetta tikkar aðeins þá fer okkur að líða aðeins betur. Þá uxu menn bara,“ sagði Snorri Steinn. „Svo var þetta klárlega okkar langheilsteyptasti leikur til þess að mótinu. Eitthvað sem hefur vantað en flestir þættir gengu upp hjá okkur í dag,“ sagði Snorri Steinn. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæra innkomu í íslenska liðið í dag. „Hann var bara frábær. Ég veit alveg hvar ég hef Bjögga og hef ekkert efast um hann eða Viktor saman sem markmenn. Hann hefur bara átt góðar innkomur á þessu móti og einhverjar mínútur þar sem hann hefur ekki náð sér á strik eins og aðrir í mótinu. Þeir sem eru hérna eiga það skilið að mínu mati,“ sagði Snorri Steinn. Ísland á enn smá möguleika á sæti í umspili um sæti á Ólympíuleikum. „Við þurfum aðeins að bíða og sjá. Það var bara mikilvægt fyrir okkur að fá frammistöðu og sýna úr hverju þeir eru gerðir. Drengirnir gerður það svo sannarlega. Að því sögðu þá eru þetta bara tvö stig,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurfum að halda áfram. Við getum ekki hugsað sem svo að eitthvað sé komið. Það er langur vegur frá. Nú horfum við á næstu leiki og undirbúum okkur vel fyrir þann næsta,“ sagði Snorri Steinn. Gísli Kristjánsson meiddist snemma í leiknum og lék ekkert meira. „Ég held bara að hann sé á leiðinni í myndatöku. Þetta var eitthvað með ristina á hoonum en annað veit ég ekki,“ sagði Snorri Steinn.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Sjá meira