Aron Pálmarsson: „Við erum allir helvítis egóistar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. janúar 2024 17:12 Aron Pálmarsson átti frábæran leik og skoraði 6 mörk. VÍSIR/VILHELM Aron Pálmarsson spilaði vel og skoraði sex mörk í 35-30 sigri Íslands á Króatíu. Hann var að vonum sáttur með fyrsta sigur sem Ísland hefur unnið gegn Króatíu á stórmóti. „Heldur betur. Búið að vera erfitt og ég er hrikalega stoltur af liðinu, hvernig við svöruðum í dag. Við erum á níunda lífinu í þessu móti og eins gott að við notfærðum okkur það. Fannst við gera vel í dag.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, lenti snemma fjórum mörkum undir. Var án tveggja lykilmanna, Janusar Daða og Ómars Inga sem voru frá vegna veikinda. Þeir misstu svo tvo lykilmenn til viðbótar af velli þegar Ýmir Örn fékk rautt spjald og Gísli Þorgeir fór meiddur af velli. „Já, þegar þú segir þetta svona. Maður einhvern veginn pælir ekki í því, auðvitað tók maður eftir því að við náðum okkur ekkert á flug í vörninni. En við vorum bara staðráðnir í því að ná í sigur þannig að það var eiginlega ekkert sem truflaði mann. Vantaði tvo máttarstólpa en við erum með mikla breidd og sýndum það í dag.“ Íslenska liðið sýndi sína bestu frammistöðu hingað til á mótinu í seinni hálfleiknum í dag. „Vorum bara drullu 'cocky' sóknarlega, létum boltann ganga, fannst við alltaf vera með svör. Við tókum frumkvæðið og létum þá ekki stýra okkur.“ Hornamenn liðsins, Bjarki Már og Óðinn Þór, áttu frábæran leik í dag en hingað til hefur þeim ekki tekist að sýna sínar sterkustu hliðar. Aron sagði fyrri frammistöður ekki hafa nein áhrif á hugarfar leikmanna. „Við erum allir helvítis egóistar, erum allir hissa þegar við klikkum skotum, það er alltaf bara næsta skot. Þessir leikmenn væru ekki á þeim stað sem þeir eru í dag ef þeir væru eitthvað litlir.“ Aaron Palmarsson is leading his country, being Iceland's top scorer 🇮🇸💪#ehfeuro2024 #heretoplay @HSI_Iceland pic.twitter.com/05dzAylySh— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Aron sagði liðið ekki hafa getað skilið við mótið án þess að sækja sigur. „Maður gat ekki skilið við þennan leik án þess að skilja allt eftir á parketinu. Það er búið að henda í okkur fullt af aukalífum og maður var á síðasta séns. Þannig að maður náði í eitthvað auka, náði að mótivera mig vel og fannst aðrir gera það líka.“ Ísland þurfti nauðsynlega að vinna í dag til að eiga möguleika á sæti í undankeppni Ólympíuleikana. Nú þarf liðið að treysta á önnur úrslit, vona að Austurríki tapi fyrir Frakklandi næst, svo þarf Ísland að vinna Austurríki og vona að Ungverjaland tapi ekki báðum leikjum sínum gegn Þýskalandi og Frakklandi. „Við reynum bara að ná okkur, hugsum um okkur og vonum að allt fari eftir bókinni“ sagði Aron að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Viðtalið allt við Aron má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
„Heldur betur. Búið að vera erfitt og ég er hrikalega stoltur af liðinu, hvernig við svöruðum í dag. Við erum á níunda lífinu í þessu móti og eins gott að við notfærðum okkur það. Fannst við gera vel í dag.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, lenti snemma fjórum mörkum undir. Var án tveggja lykilmanna, Janusar Daða og Ómars Inga sem voru frá vegna veikinda. Þeir misstu svo tvo lykilmenn til viðbótar af velli þegar Ýmir Örn fékk rautt spjald og Gísli Þorgeir fór meiddur af velli. „Já, þegar þú segir þetta svona. Maður einhvern veginn pælir ekki í því, auðvitað tók maður eftir því að við náðum okkur ekkert á flug í vörninni. En við vorum bara staðráðnir í því að ná í sigur þannig að það var eiginlega ekkert sem truflaði mann. Vantaði tvo máttarstólpa en við erum með mikla breidd og sýndum það í dag.“ Íslenska liðið sýndi sína bestu frammistöðu hingað til á mótinu í seinni hálfleiknum í dag. „Vorum bara drullu 'cocky' sóknarlega, létum boltann ganga, fannst við alltaf vera með svör. Við tókum frumkvæðið og létum þá ekki stýra okkur.“ Hornamenn liðsins, Bjarki Már og Óðinn Þór, áttu frábæran leik í dag en hingað til hefur þeim ekki tekist að sýna sínar sterkustu hliðar. Aron sagði fyrri frammistöður ekki hafa nein áhrif á hugarfar leikmanna. „Við erum allir helvítis egóistar, erum allir hissa þegar við klikkum skotum, það er alltaf bara næsta skot. Þessir leikmenn væru ekki á þeim stað sem þeir eru í dag ef þeir væru eitthvað litlir.“ Aaron Palmarsson is leading his country, being Iceland's top scorer 🇮🇸💪#ehfeuro2024 #heretoplay @HSI_Iceland pic.twitter.com/05dzAylySh— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Aron sagði liðið ekki hafa getað skilið við mótið án þess að sækja sigur. „Maður gat ekki skilið við þennan leik án þess að skilja allt eftir á parketinu. Það er búið að henda í okkur fullt af aukalífum og maður var á síðasta séns. Þannig að maður náði í eitthvað auka, náði að mótivera mig vel og fannst aðrir gera það líka.“ Ísland þurfti nauðsynlega að vinna í dag til að eiga möguleika á sæti í undankeppni Ólympíuleikana. Nú þarf liðið að treysta á önnur úrslit, vona að Austurríki tapi fyrir Frakklandi næst, svo þarf Ísland að vinna Austurríki og vona að Ungverjaland tapi ekki báðum leikjum sínum gegn Þýskalandi og Frakklandi. „Við reynum bara að ná okkur, hugsum um okkur og vonum að allt fari eftir bókinni“ sagði Aron að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Viðtalið allt við Aron má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira