Geta afrekað það í dag sem íslenska landsliðið hefur aldrei náð áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 12:30 Róbert Gunnarsson skorar eitt af fimm mörkum sínum í jafntefli á móti Króatíu á EM 2010. Getty/Lars Ronbog Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Króatíu í dag í tíunda skiptið á stórmóti í handbolta en fyrsti sigurinn á móti Króötum á þó enn eftir að vinnast. Króatía hefur unnið átta af níu leikjum þjóðanna á stórmótum í gegnum tíðina og sá níundi endað með jafntefli. Þetta er eina þjóðin sem Ísland hefur mætt oftar en fimm sinnum á stórmótum en hefur enn ekki náð að vinna. Eina jafnteflið á móti Króatíu kom á EM 2010 í Austurríki en á því Evrópumóti vann íslenska landsliðið bronsverðlaun. Í þessum jafnteflisleik fyrir fjórtán árum síðan skoraði Róbert Gunnarsson jöfnunarmarkið á lokamínútunni eftir stoðsendingu frá núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, Arnóri Atlasyni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins í dag, skoraði sex mörk úr átta skotum í leiknum þar af mark úr öllum fjórum vítaköstum sínum. Íslenska liðið náði fjögurra marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og var 23-21 yfir þegar sjö mínútur voru eftir. Króatar skoruðu þá þrjú mörk í röð og náði frumkvæðinu en íslenska liðið náði að jafna og Björgvin Páll Gústavsson varði síðan lokaskot Króatanna. Björgvin Páll og Aron Pálmarsson (2 mörk) voru þeir einu í liðinu í dag sem léku þennan leik í Vín mánudaginn 25. janúar 2010. Snorri Steinn Guðjónsson verður fimmti landsliðsþjálfarinn til að reyna að vinna Króatíu en Guðmundi Guðmundssyni (6 leikir), Viggó Sigurðssyni (1), Aroni Kristjánssyni (1) og Geir Sveinssyni (1) tókst það ekki á sínum tíma. Það munaði ekki miklu í síðasta leik þjóðanna en Króatar unnu með einu marki, 23-22, á síðasta Evrópumóti en sá leikur fór fram í milliriðli í Búdapest í janúar 2022. Íslensku strákarnir unnu þá upp fimm marka forskot Króata (14-19) og komust yfir í 22-21 þegar fimm mínútur voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar einu mörkin sem voru skoruð á síðustu fimm mínútunum og 40 sekúndunum. Króatíska liðið vann því nauma eins marks sigur en sigurmarkið kom tólf sekúndum fyrir leikslok. Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Fleiri fréttir Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Sjá meira
Króatía hefur unnið átta af níu leikjum þjóðanna á stórmótum í gegnum tíðina og sá níundi endað með jafntefli. Þetta er eina þjóðin sem Ísland hefur mætt oftar en fimm sinnum á stórmótum en hefur enn ekki náð að vinna. Eina jafnteflið á móti Króatíu kom á EM 2010 í Austurríki en á því Evrópumóti vann íslenska landsliðið bronsverðlaun. Í þessum jafnteflisleik fyrir fjórtán árum síðan skoraði Róbert Gunnarsson jöfnunarmarkið á lokamínútunni eftir stoðsendingu frá núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, Arnóri Atlasyni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins í dag, skoraði sex mörk úr átta skotum í leiknum þar af mark úr öllum fjórum vítaköstum sínum. Íslenska liðið náði fjögurra marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og var 23-21 yfir þegar sjö mínútur voru eftir. Króatar skoruðu þá þrjú mörk í röð og náði frumkvæðinu en íslenska liðið náði að jafna og Björgvin Páll Gústavsson varði síðan lokaskot Króatanna. Björgvin Páll og Aron Pálmarsson (2 mörk) voru þeir einu í liðinu í dag sem léku þennan leik í Vín mánudaginn 25. janúar 2010. Snorri Steinn Guðjónsson verður fimmti landsliðsþjálfarinn til að reyna að vinna Króatíu en Guðmundi Guðmundssyni (6 leikir), Viggó Sigurðssyni (1), Aroni Kristjánssyni (1) og Geir Sveinssyni (1) tókst það ekki á sínum tíma. Það munaði ekki miklu í síðasta leik þjóðanna en Króatar unnu með einu marki, 23-22, á síðasta Evrópumóti en sá leikur fór fram í milliriðli í Búdapest í janúar 2022. Íslensku strákarnir unnu þá upp fimm marka forskot Króata (14-19) og komust yfir í 22-21 þegar fimm mínútur voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar einu mörkin sem voru skoruð á síðustu fimm mínútunum og 40 sekúndunum. Króatíska liðið vann því nauma eins marks sigur en sigurmarkið kom tólf sekúndum fyrir leikslok. Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum
Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Fleiri fréttir Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Sjá meira