Höfðingjar, hrafnar, ljón og gullgrafarar einum sigri frá stóra leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 08:46 Patrick Mahomes fagnar sigri Kansas City Chiefs í Buffalo í nótt. Getty/Timothy T Ludwig Eftir leiki helgarinnar eru aðeins þrír leikir eftir af NFL-tímabilinu og ljóst hvaða fjögur lið keppa um eftirsóttu sætin í leiknum um Ofurskálina í ár. Þeir sem vildu vita hvort Kansas City Chiefs liðið gæti unnið á útivelli í úrslitakeppninni fengu svar við því í nótt. Höfðingjarnir hans Patrick Mahomes komust þá áfram í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti Baltimore Ravens. Í úrslitaleik Þjóðardeildarinna mætast síðan San Francisco 49ers og Detroit Lions. Þetta var fyrsti útileikur Chiefs í úrslitakeppni síðan Mahomes tók við sem leikstjórnandi en hann og félagar náðu enn á ný að vinna nauman sigur á Buffalo Bills, 27-24, í miklum spennuleik. Chiefs hefur þar með slegið út Bills liðið þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og er ennfremur komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar sjötta árið í röð. Chiefs liðið er ríkjandi NFL-meistari en lið hefur ekki varið titilinn síðan New England Patriots gerði það 2003 og 2004. Bills fékk tækifæri undir lokin til að koma leiknum í framlengingu en vallarmarkstilraun Tyler Bass af 44 jarda færi fór framhjá. Samvinna Mahomes og Travis Kelce var einn á ný til mikillar fyrirmyndar en Kelce skoraði tvö snertimörk í leiknum. Með því slógu þeir félagar Mahomes og Kelce met Tom Brady og Rob Gronkowski yfir flestar snertimarkssendingar í sögu úrslitakeppninnar milli leikstjórnanda og liðsfélaga. Þessar voru númer 15 og 16. Detriot Lions liðið hélt áfram ævintýri sínu en fyrir viku unnu þeir sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í 32 ár og í gær komust Ljónin í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 31-23 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Detriot hefur unnið titilinn í ameríska fótboltanum en engan þeirra eftir 1967 þegar fyrsti Super Bowl leikurinn fór fram. Lions liðið er aðeins eitt af fjórum félögum í deildinni sem hefur aldrei komist í Super Bowl en liðið er nú bara einum sigri frá því. San Francisco 49ers vann 24-21 endurkomusigur á Green Bay Packers á laugardaginn en áður hafði Baltimore Ravens unnið 34-10 stórsigur á Houston Texans. Christian McCaffrey tryggði 49ers sigurinn með snertimarki í lokin. Úrslitaleikir deildanna fara fram næstkomandi sunnudag. Leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma og leikur San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.40. NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Þeir sem vildu vita hvort Kansas City Chiefs liðið gæti unnið á útivelli í úrslitakeppninni fengu svar við því í nótt. Höfðingjarnir hans Patrick Mahomes komust þá áfram í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti Baltimore Ravens. Í úrslitaleik Þjóðardeildarinna mætast síðan San Francisco 49ers og Detroit Lions. Þetta var fyrsti útileikur Chiefs í úrslitakeppni síðan Mahomes tók við sem leikstjórnandi en hann og félagar náðu enn á ný að vinna nauman sigur á Buffalo Bills, 27-24, í miklum spennuleik. Chiefs hefur þar með slegið út Bills liðið þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og er ennfremur komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar sjötta árið í röð. Chiefs liðið er ríkjandi NFL-meistari en lið hefur ekki varið titilinn síðan New England Patriots gerði það 2003 og 2004. Bills fékk tækifæri undir lokin til að koma leiknum í framlengingu en vallarmarkstilraun Tyler Bass af 44 jarda færi fór framhjá. Samvinna Mahomes og Travis Kelce var einn á ný til mikillar fyrirmyndar en Kelce skoraði tvö snertimörk í leiknum. Með því slógu þeir félagar Mahomes og Kelce met Tom Brady og Rob Gronkowski yfir flestar snertimarkssendingar í sögu úrslitakeppninnar milli leikstjórnanda og liðsfélaga. Þessar voru númer 15 og 16. Detriot Lions liðið hélt áfram ævintýri sínu en fyrir viku unnu þeir sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í 32 ár og í gær komust Ljónin í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 31-23 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Detriot hefur unnið titilinn í ameríska fótboltanum en engan þeirra eftir 1967 þegar fyrsti Super Bowl leikurinn fór fram. Lions liðið er aðeins eitt af fjórum félögum í deildinni sem hefur aldrei komist í Super Bowl en liðið er nú bara einum sigri frá því. San Francisco 49ers vann 24-21 endurkomusigur á Green Bay Packers á laugardaginn en áður hafði Baltimore Ravens unnið 34-10 stórsigur á Houston Texans. Christian McCaffrey tryggði 49ers sigurinn með snertimarki í lokin. Úrslitaleikir deildanna fara fram næstkomandi sunnudag. Leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma og leikur San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.40.
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira