Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 07:30 Aron Pálmarsson er staðráðinn í að sækja sigur gegn Króatíu í dag. VÍSIR/VILHELM „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. Ísland á enn möguleika á að næla sér í sæti í undankeppni Ólympíuleikanna og þar hjálpar mikið að Austurríki skyldi með ótrúlegum hætti glutra niður forskotinu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld, í leik sem Aron fylgdist væntanlega spenntur með, eða hvað? „Spenntur? Nei. Ég var frekar reiður þegar það voru svona tuttugu mínútur eftir. En svo, einhvern veginn, náðu Þjóðverjar að jafna þennan leik. Ólympíudraumurinn er því enn á lífi. Ég hef spilað á einum Ólympíuleikum og þetta er náttúrulega stærsta sviðið, og það skemmtilegasta sem þú gerir sem íþróttamaður. Ég ætla því rétt að vona það að við nýtum okkur úrslit annarra í þessu móti,“ segir Aron. „Ekki mikið talað um þetta í klefanum“ Til þess að komast mögulega í undankeppni Ólympíuleikanna þarf Ísland að vinna Króatíu í dag og Austurríki á miðvikudaginn, og treysta á að Austurríki tapi gegn Frakklandi í dag. Stöður í þessum anda koma ítrekað upp á stórmótum, en ræða leikmenn um þær sín á milli? „Það er ekki mikið talað um þetta í klefanum eða á fundum. En þetta markmið [um sæti í undankeppni ÓL] heyrist alveg og það er gott að hafa eina svona gulrót. En sérstaklega þegar spilamennskan er ekki nógu góð þá er frekar farið í að kryfja hvað er að í hverjum leik, og almennt, svo þá verður þetta ekki einhver meginfókus. Við þurfum að skila úrslitum til að ná þessum markmiðum. Við leggjum þetta því pínu til hliðar og reynum að gera allt sem við getum til að skila 1% hér og 2% þar til að geta spilað betur. Þetta liggur hjá hverjum og einum, og er það sem við horfum til í næstu tveimur leikjum,“ segir Aron. Klippa: Aron vill mikið betri leik í dag Viðtalið var tekið á hóteli landsliðsins, rétt fyrir hádegi í gær, og þá var Aron lítið farinn að spá í liði Króata: „En við þurfum augljóslega að spila mikið betur en við höfum verið að gera, bæði í vörn og sókn. Það þýðir ekki að eiga bara einn og einn góðan hálfleik hér og þar. Við þurfum að leggja allt til hliðar, gjörsamlega allt. Við erum á stórmóti og það á ekkert annað að trufla okkur. Ef við getum það ekki þá eigum við ekki skilið að labba af þessu móti með eitthvað. Ég trúi því að allt liðið leggist á eitt til að ná í þessa fjóra punkta sem enn eru í boði.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Sjá meira
Ísland á enn möguleika á að næla sér í sæti í undankeppni Ólympíuleikanna og þar hjálpar mikið að Austurríki skyldi með ótrúlegum hætti glutra niður forskotinu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld, í leik sem Aron fylgdist væntanlega spenntur með, eða hvað? „Spenntur? Nei. Ég var frekar reiður þegar það voru svona tuttugu mínútur eftir. En svo, einhvern veginn, náðu Þjóðverjar að jafna þennan leik. Ólympíudraumurinn er því enn á lífi. Ég hef spilað á einum Ólympíuleikum og þetta er náttúrulega stærsta sviðið, og það skemmtilegasta sem þú gerir sem íþróttamaður. Ég ætla því rétt að vona það að við nýtum okkur úrslit annarra í þessu móti,“ segir Aron. „Ekki mikið talað um þetta í klefanum“ Til þess að komast mögulega í undankeppni Ólympíuleikanna þarf Ísland að vinna Króatíu í dag og Austurríki á miðvikudaginn, og treysta á að Austurríki tapi gegn Frakklandi í dag. Stöður í þessum anda koma ítrekað upp á stórmótum, en ræða leikmenn um þær sín á milli? „Það er ekki mikið talað um þetta í klefanum eða á fundum. En þetta markmið [um sæti í undankeppni ÓL] heyrist alveg og það er gott að hafa eina svona gulrót. En sérstaklega þegar spilamennskan er ekki nógu góð þá er frekar farið í að kryfja hvað er að í hverjum leik, og almennt, svo þá verður þetta ekki einhver meginfókus. Við þurfum að skila úrslitum til að ná þessum markmiðum. Við leggjum þetta því pínu til hliðar og reynum að gera allt sem við getum til að skila 1% hér og 2% þar til að geta spilað betur. Þetta liggur hjá hverjum og einum, og er það sem við horfum til í næstu tveimur leikjum,“ segir Aron. Klippa: Aron vill mikið betri leik í dag Viðtalið var tekið á hóteli landsliðsins, rétt fyrir hádegi í gær, og þá var Aron lítið farinn að spá í liði Króata: „En við þurfum augljóslega að spila mikið betur en við höfum verið að gera, bæði í vörn og sókn. Það þýðir ekki að eiga bara einn og einn góðan hálfleik hér og þar. Við þurfum að leggja allt til hliðar, gjörsamlega allt. Við erum á stórmóti og það á ekkert annað að trufla okkur. Ef við getum það ekki þá eigum við ekki skilið að labba af þessu móti með eitthvað. Ég trúi því að allt liðið leggist á eitt til að ná í þessa fjóra punkta sem enn eru í boði.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Sjá meira