Hákon Arnar skaut Lille áfram í bikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 18:45 Hákon Arnar í leik með Lille. @losclive Franska úrvalsdeildarliðið Lille lenti í kröppum dansi gegn D-deildarliði Racing CFF í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Hákon Arnar Haraldsson sá hins vegar til þess að Lille skreið áfram en hann skoraði eina mark leiksins. Racing CFF leikur í D-deild frönsku deildarkeppninnar og er þar í C-riðli en D-deildin skiptist niður í fjóra riðla sem innihalda 14 lið hver. Racing CFF er í 7. sæti C-riðils og því var búist við öruggum sigri Lille í dag. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Hákon Arnar hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan hann gekk í raðir Lille frá FC Kaupmannahöfn síðasta sumar. Hann fékk hins vegar tækifæri í byrjunarliði Lille í dag en þar voru nokkur þekkt nöfn: Vito Mannone - fyrrum markvörður Arsenal Samuel Umtiti – fyrrum miðvörður franska landsliðsins og Barcelona Jonathan David – gríðarlega eftirsóttur framherji sem kemur frá Kanada Það var hins vegar Hákon Arnar sem skoraði sigurmarkið þegar rúmur hálftími var liðinn og reyndist það eina mark leiksins. Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði 67 mínútur í dag en í hans stað kom Angel Gomes, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Triple changement : Zedadka, David et Haraldsson sont remplacés par Santos, Yazici et Angel Gomes #RCFFLOSC 0-1 | 67 pic.twitter.com/8gMUt1t4oe— LOSC (@losclive) January 21, 2024 Lokatölur á Stade Walter Luzi-vellinum í Chambly 0-1 og Lille komið áfram í bikarnum. Victoire dans la douleur pour le LOSC contre le Racing Club de France grâce à Hákon Haraldsson sur coup-franc.Les Dogues sont qualifiés pour le tour suivant et connaîtront ce soir leur prochain adversaire #RCFFLOSC 0-1 | 90 — LOSC (@losclive) January 21, 2024 Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Ísak skoraði í svekkjandi jafntefli Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrra mark Fortuna Düsseldorf er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Hertha Berlin í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 14:34 Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles. 21. janúar 2024 17:55 Willum skoraði er Ernirnir komust aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Racing CFF leikur í D-deild frönsku deildarkeppninnar og er þar í C-riðli en D-deildin skiptist niður í fjóra riðla sem innihalda 14 lið hver. Racing CFF er í 7. sæti C-riðils og því var búist við öruggum sigri Lille í dag. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Hákon Arnar hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan hann gekk í raðir Lille frá FC Kaupmannahöfn síðasta sumar. Hann fékk hins vegar tækifæri í byrjunarliði Lille í dag en þar voru nokkur þekkt nöfn: Vito Mannone - fyrrum markvörður Arsenal Samuel Umtiti – fyrrum miðvörður franska landsliðsins og Barcelona Jonathan David – gríðarlega eftirsóttur framherji sem kemur frá Kanada Það var hins vegar Hákon Arnar sem skoraði sigurmarkið þegar rúmur hálftími var liðinn og reyndist það eina mark leiksins. Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði 67 mínútur í dag en í hans stað kom Angel Gomes, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Triple changement : Zedadka, David et Haraldsson sont remplacés par Santos, Yazici et Angel Gomes #RCFFLOSC 0-1 | 67 pic.twitter.com/8gMUt1t4oe— LOSC (@losclive) January 21, 2024 Lokatölur á Stade Walter Luzi-vellinum í Chambly 0-1 og Lille komið áfram í bikarnum. Victoire dans la douleur pour le LOSC contre le Racing Club de France grâce à Hákon Haraldsson sur coup-franc.Les Dogues sont qualifiés pour le tour suivant et connaîtront ce soir leur prochain adversaire #RCFFLOSC 0-1 | 90 — LOSC (@losclive) January 21, 2024
Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Ísak skoraði í svekkjandi jafntefli Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrra mark Fortuna Düsseldorf er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Hertha Berlin í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 14:34 Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles. 21. janúar 2024 17:55 Willum skoraði er Ernirnir komust aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Ísak skoraði í svekkjandi jafntefli Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrra mark Fortuna Düsseldorf er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Hertha Berlin í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 14:34
Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles. 21. janúar 2024 17:55
Willum skoraði er Ernirnir komust aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23