Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 17:55 Kristian Nökkvi í leik dagsins. ANP/Getty Images Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles. Miðjumaðurinn Kristian Nökkvi var í byrjunarliði Ajax sem hóf leikinn af krafti. Jordan Henderson, nýjasti leikmaður Ajax var ekki í leikmannahópnum en var á svæðinu. Good to see you, Hendo! pic.twitter.com/Y5H2Qh9KUN— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Heimamenn byrjuðu af krafti og strax á 9. mínútu skoraði Brian Brobbey eftir undirbúning Steven Bergwijn. Gestirnir jöfnuðu hins vegar skömmu síðar en svo tóku heimamenn öll völd á vellinum. Brobbey, sem hefur verið orðaður við Manchester United, kom heimamönnum yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Að þessu sinni var Kenneth Taylor með stoðsendinguna. Staðan 2-1 í hálfleik og segja má að heimamenn hafi gert út um leikinn þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn. Þar var að verki Kristian Nökkvi með frábæru skoti eftir góðan undirbúning frá Arjany Martha. Var þetta fimmta deildarmark unga miðjumannsins á leiktíðinni. Brobbey fékk svo tækifæri til að fullkomna þrennu sína þegar Ajax fékk vítaspyrnu en markvörður gestanna, Etienne Vaessen, varði vel. Kristian Nökkvi var tekinn af velli á 79. mínútu en Steven Berghuis bætti fjórða markinu við áður en flautað var til leiksloka, lokatölur í Amsterdam 4-1 Ajax í vil. #ajarkc— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Eftir ömurlega byrjun á leiktíðinni er Ajax komið upp í 5. sæti deildarinnar með 31 stig, sex stigum frá Alfons Sampsted og félögum í Twente sem sitja í 3. sæti. Fótbolti Hollenski boltinn Tengdar fréttir Willum skoraði er Ernirnir komst aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Miðjumaðurinn Kristian Nökkvi var í byrjunarliði Ajax sem hóf leikinn af krafti. Jordan Henderson, nýjasti leikmaður Ajax var ekki í leikmannahópnum en var á svæðinu. Good to see you, Hendo! pic.twitter.com/Y5H2Qh9KUN— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Heimamenn byrjuðu af krafti og strax á 9. mínútu skoraði Brian Brobbey eftir undirbúning Steven Bergwijn. Gestirnir jöfnuðu hins vegar skömmu síðar en svo tóku heimamenn öll völd á vellinum. Brobbey, sem hefur verið orðaður við Manchester United, kom heimamönnum yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Að þessu sinni var Kenneth Taylor með stoðsendinguna. Staðan 2-1 í hálfleik og segja má að heimamenn hafi gert út um leikinn þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn. Þar var að verki Kristian Nökkvi með frábæru skoti eftir góðan undirbúning frá Arjany Martha. Var þetta fimmta deildarmark unga miðjumannsins á leiktíðinni. Brobbey fékk svo tækifæri til að fullkomna þrennu sína þegar Ajax fékk vítaspyrnu en markvörður gestanna, Etienne Vaessen, varði vel. Kristian Nökkvi var tekinn af velli á 79. mínútu en Steven Berghuis bætti fjórða markinu við áður en flautað var til leiksloka, lokatölur í Amsterdam 4-1 Ajax í vil. #ajarkc— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Eftir ömurlega byrjun á leiktíðinni er Ajax komið upp í 5. sæti deildarinnar með 31 stig, sex stigum frá Alfons Sampsted og félögum í Twente sem sitja í 3. sæti.
Fótbolti Hollenski boltinn Tengdar fréttir Willum skoraði er Ernirnir komst aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Willum skoraði er Ernirnir komst aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23