Sprengjur og tjöld Sigmar Guðmundsson skrifar 21. janúar 2024 08:01 Það er áhugavert að á sama tíma og sprengjum rignir yfir fjölskyldur örfárra tjaldbúa á Austurvelli virðist utanríkisráðherra hafa meiri áhyggjur af tjöldunum en sprengjunum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða með hvaða hætti fólk má mótmæla á Austurvelli en við verðum öll að reyna að setja okkur í spor þeirra sem óttast um líf ástvina sinna í látlausu sprengjuregni Ísraelshers. Kröfur þessa fólks um fjölskyldusameiningar eru ekki ósanngjarnar, óaðgengilegar eða líklegar til að skapa álag á innviði. Þessi hópur er of fámennur til þess. Mér finnst að áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum mætti leggja sig meira fram við að skilja fólkið og sýna mannúð og mildi, frekar en að bregðast við fylgistapi með því að feta í fótspor Evrópskra poppúlista. VG þegir svo þunnu hljóði eins og venjulega og samþykkir með því hörkuna. Ég tek undir með nýjum borgarstjóra sem bendir á að við þurfum að sýna nærgætni þegar við tölum um fólk í svona viðkvæmri stöðu. Það gerði utanríkisráðherra ekki í færslu sinni. Ef málaflokkurinn er stjórnlaus, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins heldur fram, þá er það ansi hörð gagnrýni á alla dómsmálaráðherra flokksins síðasta áratuginn. Að þingið hafi brugðist heldur ekki vatni hjá ríkisstjórn sem er með meirihluta á þingi. Sú smekkleysa að nota mótmæli nokkurra Palestínumanna á Austurvelli til að tala fyrir auknu fjármagni til lögreglu vegna skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi ætti síðan að dæma sig sjálf. Það liggur ekkert fyrir um það að þessi hópur tengist slíkri starfsemi með nokkrum hætti. Þetta er fólk sem vill hjálpa ástvinum að flýja sprengjuregn. Það getur varla verið svo flókið að skilja það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að á sama tíma og sprengjum rignir yfir fjölskyldur örfárra tjaldbúa á Austurvelli virðist utanríkisráðherra hafa meiri áhyggjur af tjöldunum en sprengjunum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða með hvaða hætti fólk má mótmæla á Austurvelli en við verðum öll að reyna að setja okkur í spor þeirra sem óttast um líf ástvina sinna í látlausu sprengjuregni Ísraelshers. Kröfur þessa fólks um fjölskyldusameiningar eru ekki ósanngjarnar, óaðgengilegar eða líklegar til að skapa álag á innviði. Þessi hópur er of fámennur til þess. Mér finnst að áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum mætti leggja sig meira fram við að skilja fólkið og sýna mannúð og mildi, frekar en að bregðast við fylgistapi með því að feta í fótspor Evrópskra poppúlista. VG þegir svo þunnu hljóði eins og venjulega og samþykkir með því hörkuna. Ég tek undir með nýjum borgarstjóra sem bendir á að við þurfum að sýna nærgætni þegar við tölum um fólk í svona viðkvæmri stöðu. Það gerði utanríkisráðherra ekki í færslu sinni. Ef málaflokkurinn er stjórnlaus, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins heldur fram, þá er það ansi hörð gagnrýni á alla dómsmálaráðherra flokksins síðasta áratuginn. Að þingið hafi brugðist heldur ekki vatni hjá ríkisstjórn sem er með meirihluta á þingi. Sú smekkleysa að nota mótmæli nokkurra Palestínumanna á Austurvelli til að tala fyrir auknu fjármagni til lögreglu vegna skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi ætti síðan að dæma sig sjálf. Það liggur ekkert fyrir um það að þessi hópur tengist slíkri starfsemi með nokkrum hætti. Þetta er fólk sem vill hjálpa ástvinum að flýja sprengjuregn. Það getur varla verið svo flókið að skilja það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar