Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Afríkukeppnin í fótbolta, Serie A, úrvalsdeild kvenna á Englandi, NBA, NHL, úrslitakeppni NFL og golf.
Stöð 2 Sport 2
- Klukkan 11.20 er leikur Frosinone og Cagliari í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á dagskrá.
- Klukkan 13.50 er leikur Empoli og Monza á dagskrá.
- Klukkan 16.50 er komið að Salernitana og Genoa. Albert Guðmundsson leikur með gestunum í Genoa.
- Klukkan 20.00 er leikur Detroit Lions og Tampa Bay Buccaneers í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á dagskrá.
- Klukkan 23.30 er leikur Buffalo Bills og Kansas City Chiefs í sömu deild á dagskrá.
Stöð 2 Sport 3
- Klukkan 20.30 er leikur Los Angeles Clippers og Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
- Klukkan 18.00 er Tournament of Champions-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Stöð 2 Sport 5
- Klukkan 17.20 er leikur Granada og Barca í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni á dagskrá.
- Klukkan 19.35 er leikur Lecce og Juventus í Serie A á dagskrá.
Vodafone Sport
- Klukkan 12.25 er stórleikur Englandsmeistara Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeild kvenna á dagskrá.
- Klukkan 14.25 er leikur Manchester City og Liverpool á dagskrá.
- Klukkan 16.55 er komið að Sambíu og Tansaníu í Afríkukeppninni í fótbolta.
- Klukkan 19.55 er leikur Suður-Afríku og Namibíu á dagskrá.
- Klukkan 00.35 er leikur New York Islanders og Dallas Stars í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.