„Þá endar þetta á fallegum stað“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2024 07:31 Björgvin Páll Gústavsson er hérna til að spila, á EM í Þýskalandi. Hann fór illa með vítaskyttu Þjóðverja, Juri Knorr, í fyrrakvöld. VÍSIR/VILHELM „Það venst voðalega illa að tapa landsleik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður sem hefur fulla trú á því að Ísland geti unnið Frakkland á EM í handbolta í dag. Íslenska liðið átti sinn besta leik á mótinu til þessa gegn Þjóðverjum í fyrrakvöld en varð að lokum að sætta sig við naumt tap. „Þetta var góður leikur, að mestu leyti. Við spiluðum fantagóðan leik bæði varnarlega og sóknarlega. Við gáfum þeim alvöru leik, fyrir framan fullt hús Þjóðverja. Það er ekkert sjálfgefið. Þeim mun sárara er að fara á koddann og vita að smáatriðin klikkuðu,“ sagði Björgvin á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Björgvin segir leikmenn hafa komist út úr skelinni Hvaða skilaboð sendir Björgvin til yngri leikmanna eftir svona leik? „Ég þykist nú alltaf vera með svörin og vita allt, en ég sagði við þá [í fyrradag] að ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvað við eigum að gera við þetta. Við erum að gefa allt í þetta. Líf og sál. Og ég veit að ef við höldum svona áfram þá endar þetta á fallegum stað,“ sagði Björgvin, ánægður með það sem íslenska liðið sýndi gegn Þjóðverjum: „Ég held að þetta hafi verið það sem við þurftum, spilamennskulega séð. Við spiluðum gríðarlega vel, flottan handbolta, og tökum það með okkur. Líka það að vera komnir út úr skelinni. Svo eru það gömlu góðu dauðafærin og það er hver og einn að vinna í því. Allir að taka ábyrgð á því hjá sjálfum sér. Auðvitað er það sorglegt að í hvert skipti þá stígur nýr markvörður upp, en það er eðlilegt að klúðra nokkrum skotum á Andi Wolff sem er einn af betri markvörðum heims.“ Leikmenn þurfi allir að taka ábyrgð Slæmt gengi bitnar ekki á liðsandanum hjá strákunum okkar að sögn Björgvins: „Ef það á einhvern tímann vel við að lið vinni saman og tapi saman þá er það hérna. Ég er búinn að vera í þessu liði í dágóðan tíma og þessi kjarni snýst aldrei hver gegn öðrum. Það er aldrei bent á hinn eða þennan, menn benda bara á sjálfan sig. Við þurfum allir að taka ábyrgð, innan vallar og utan, og þá hlýtur þetta að snúast með okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira
Íslenska liðið átti sinn besta leik á mótinu til þessa gegn Þjóðverjum í fyrrakvöld en varð að lokum að sætta sig við naumt tap. „Þetta var góður leikur, að mestu leyti. Við spiluðum fantagóðan leik bæði varnarlega og sóknarlega. Við gáfum þeim alvöru leik, fyrir framan fullt hús Þjóðverja. Það er ekkert sjálfgefið. Þeim mun sárara er að fara á koddann og vita að smáatriðin klikkuðu,“ sagði Björgvin á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Björgvin segir leikmenn hafa komist út úr skelinni Hvaða skilaboð sendir Björgvin til yngri leikmanna eftir svona leik? „Ég þykist nú alltaf vera með svörin og vita allt, en ég sagði við þá [í fyrradag] að ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvað við eigum að gera við þetta. Við erum að gefa allt í þetta. Líf og sál. Og ég veit að ef við höldum svona áfram þá endar þetta á fallegum stað,“ sagði Björgvin, ánægður með það sem íslenska liðið sýndi gegn Þjóðverjum: „Ég held að þetta hafi verið það sem við þurftum, spilamennskulega séð. Við spiluðum gríðarlega vel, flottan handbolta, og tökum það með okkur. Líka það að vera komnir út úr skelinni. Svo eru það gömlu góðu dauðafærin og það er hver og einn að vinna í því. Allir að taka ábyrgð á því hjá sjálfum sér. Auðvitað er það sorglegt að í hvert skipti þá stígur nýr markvörður upp, en það er eðlilegt að klúðra nokkrum skotum á Andi Wolff sem er einn af betri markvörðum heims.“ Leikmenn þurfi allir að taka ábyrgð Slæmt gengi bitnar ekki á liðsandanum hjá strákunum okkar að sögn Björgvins: „Ef það á einhvern tímann vel við að lið vinni saman og tapi saman þá er það hérna. Ég er búinn að vera í þessu liði í dágóðan tíma og þessi kjarni snýst aldrei hver gegn öðrum. Það er aldrei bent á hinn eða þennan, menn benda bara á sjálfan sig. Við þurfum allir að taka ábyrgð, innan vallar og utan, og þá hlýtur þetta að snúast með okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira
Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35
Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01
EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00