Viðtal við einn af þeim sem komst af úr þessum hildarleik er í nýjasta þætti Útkalls sem frumsýndur er á Vísi í dag.
Vatn var naumt skammtað og matur nánast enginn. Skipbrotsmennirnir, flestir frá Ólafsfirði, óttuðust að reka á slóðir soltinna hvítabjarna.
Það var þeim þungt áfall þegar síldarbátur úr Keflavík sigldi fram hjá þeim án þess að veita þeim athygli. Neyðarblysin kláruðust nánast er þeir reyndu að gera öðrum skipum vart við sig.
Þeir reru lífróður í veg fyrir eitt þeirra. Þessi atburður, þegar Stígandi ÓF 25 frá Ólafsfirði sökk árið 1967, var upphafið að Tilkynningaskyldunni.
Horfa má á alla þætti Útkalls á sjónvarpsvef Vísis hér fyrir neðan: